Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 42
BÆKUR Loftur Guðmundsson: JÓNS- MESSUNÆTURMARTRÖÐ Á FJALLINU HELGA. — Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. — 289 bls. — 1957. lndriði G. Þorsteinsson: ÞEIR SEM GUÐIRNIR ELSKA. Stuttar sögur. — Iðunn, Reykjavík, 1957. — 124 bls. YMSIR munu hafa beðið þess með nokkurri óþreyju að fá í hend- ur fyrstu skáldsögu Lofts Guð- mundssonar. Hann hefur alllengi -verið þjóðkunnur fyrir ritstörf sín, enda einna fjölhæfastur íslenzkra höfunda. Hann hefur samið vinsæl leikrit fyrir svið og útvarp, kvæði, greinar, og aragrúa gamanþátta og sönglagatexta af ýmsu tagi. Hann hefur verið þekktur blaðamaður og útvarpsfyrirlesari, en síðast en ekki sízt einna fyndnastur rithöfundur ís- lenzkur um sína daga. í kímni- skáldskap hefur hann unnið allt að því brautryðjendastarf, og er það ekki ómerkasti þátturinn í rithöf- undarstarfi Lofts. Menn væntu þess því, að skáld- saga Lofts yrði bæði fyndin og ný- stárleg, og hvorugt brást. Flestir hljóta að lesa bókina sér til skemmt- unar; þó eru þeir dómar engan veg- inn einróma. Sumum finnst fyndni bókarinnar utan við takmörk þess, íem hóflegt er, enda er, satt að segja, víða teflt á tæpasta vaðið. Það er þó skiljanlegt, þegar litið er á frá- sagnaraðferðina. En það er býsna erfitt að flokka þessa sögu. Ekki mundi fjarri lagi að kalla hana „sýmbólska satýru", eða eitthvað því um líkt. Þótt hún eigi sér líklega enga fyrirmynd í íslenzkum bók- menntum, má finna þær í erlendum. Stundum minnir frásagnaraðferð Lofts jafnvel á sjálfan Voltaire, einn mesta háðfugl og niðurrifsmann allra tíma. Það er skikkanlegum borgurum ofætlun að fylgjast með öllum loftköstum höfundarins með ósvikinni aðdáun og samúð, og ólík- legt er, að þeir, sem hafa tamið sér anda og hugsunarhátt hins gullna meðalhófs, falli hún vel í geð. Því fór fjarri, að allir gætu þegar í stað fylgzt hneykslunarlaust með flugi Benedikts gamla Gröndals eða Þórbergs Þórðarsonar, og gera það jafnvel aldrei. En þessum tveim höfundum íslenzkum mun Loftur Guðmundsson einna skyldastur í þessari fyrstu skáldsögu sinni, lík- lega þó fremur hinum fyrrnefnda. En skemmtileg er bókin eigi að síður, þótt misjafnir kunni að vera um hana dómarnir, og ein mein- fyndnasta bók, sem komið hefur út á tungu vorri. Þegar ég vandlas bókina, byrjaði ég á því að setja blýantsstrik við þá staði, sem mér þótti bera svip ósvikinnar fyndni. En eftir nokkrar blaðsíður hætti ég

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.