Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 8

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 8
TÓMAS GUBMUNDSSON JAPANSKT LJÓÐ jí apanskir morgnar mjúkri birtu stafa á marardjúpin fyrir hvítum sandi. Og ungir sveinar ýta bát frá landi og eftir hafsins dýru perlum kafa. En seinna, þegar húm á strendur hnígur og höfin bláu vagga tærum öldum á mánabjörtum, mildum sumarkvöldum, mansöngur lágt um kóralskóga stígur. Því meðan æskan unir hvítum runnum og elskendurnir liljusveiga binda, leiftrandi uggum litlir fiskar synda á lítil stefnumót í djúpum unnum. Af ást og sælu litlu tálknin titra. I tunglskinsbjarma þang og skeljar glitra.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.