Félagsbréf - 01.10.1958, Qupperneq 8

Félagsbréf - 01.10.1958, Qupperneq 8
TÓMAS GUBMUNDSSON JAPANSKT LJÓÐ jí apanskir morgnar mjúkri birtu stafa á marardjúpin fyrir hvítum sandi. Og ungir sveinar ýta bát frá landi og eftir hafsins dýru perlum kafa. En seinna, þegar húm á strendur hnígur og höfin bláu vagga tærum öldum á mánabjörtum, mildum sumarkvöldum, mansöngur lágt um kóralskóga stígur. Því meðan æskan unir hvítum runnum og elskendurnir liljusveiga binda, leiftrandi uggum litlir fiskar synda á lítil stefnumót í djúpum unnum. Af ást og sælu litlu tálknin titra. I tunglskinsbjarma þang og skeljar glitra.

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.