Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 16
miðvikudagur 3. október 200716 Sport DV Vialli í viðræðum við Q.P.R. Ítalinn Gianluca Vialli á í viðræðum við enska knattspyrnuliðið Q.P.r. um að taka við þjálfun liðsins. Q.P.r. rak John gregory úr starfi á mánudaginn og líklegt er talið að vialli taki við af honum. Q.P.r. er að hluta til í eigu bernies ecclestone, forseta Formúlu 1-stjórnarinnar. vialli hefur áður stýrt bæði Chelsea og Watford en starfar nú á ítölsku íþróttarásinni Sky italia. Mido frá í þrjár vikur egypski sóknarmaðurinn Mido mun ekki leika með middlesbrough næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. mido meiddist í leik middles- brough og everton um helgina og missir af landsleik egyptalands og botsvana eftir hálfan mánuð. „Ég verð ekki klár í þann leik (gegn botsvana). vonandi verð ég klár í leikinn gegn Chelsea eftir þrjár vikur,“ segir mido. meiðsli hafa hrjáð sóknarmenn middlesbrough að undanförnu og mido byrjaði leikinn gegn everton, þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Kaboul bjartsýnn Younes Kaboul, leikmaður tottenham, vonast til að jöfnunarmark hans gegn aston villa á mánudaginn verði til þess að snúa gengi liðsins á rétta braut. kaboul jafnaði metin á lokamínútu leiksins, sem endaði 4-4. „Ég vona að þessi úrslit verði til þess að koma okkur á rétta braut. við gerum okkur allir grein fyrir því hve mikilvægt þetta var fyrir stjórann. martin er góður stjóri en hann er ekki inni á vellinum. Það eru leikmennirnir og það er undir okkur komið að snúa genginu okkur í hag,“ segir kaboul, sem virðist vera búinn að gleyma því að markið hans var aðeins jöfnunarmark, ekki sigurmark. Beckham verður ekki lánaður La galaxy mun ekki lána David Beckham til liðs í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. beckham hefur átt við meiðsli að stríða frá því að hann gekk í raðir liðsins í sumar og hefur aðeins tekið þátt í fimm leikjum til þessa. orðrómur hefur verið á kreiki um að beckham verði lánaður til evrópu, í von um að hann komist í gott leikform. Nú hafa forráðamenn La galaxy sett stólinn fyrir dyrnar og gefið frá sér skýra yfirlýsingu. „Hann verður ekki lánaður. Hann er samningsbundinn galaxy,“ segir talsmaður félagsins. Sunderland er nýjasta liðið sem sagt er hafa áhuga á að fá beckham lánaðan. Grant kominn til að vera Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur hvatt leikmenn liðsins til að standa við bakið á stjóranum avram grant, því hann sé kominn til að vera. orðrómur hefur verið á kreiki um að grant verði aðeins tímabundið í starfi knatt- spyrnustjóra Chelsea. „Leikmenn hafa verið spurðir um ráðningu grants. Sumir þeirra voru boðaðir á fund og þar var tilkynnt að grant væri framtíðarstjóri Chelsea og nyti stuðnings romans. Þeim var einnig sagt að búa sig undir að sögur færu á kreik um að annar tæki við. en leikmönnum var gert ljóst að grant væri kominn til að vera, að mati eigandans. ensKi Boltinn Chelsea og Liverpool gera atlögu að fyrsta sigri sínum í Meistaradeildinni í kvöld: ALDREI HEYRT UM GRANT SEM ÞJÁLFARA Chelsea á erfiðan útileik fyrir höndum gegn Valencia á Mestalla- vellinum í Valencia. Chelsea varð að sætta sig við jafntefli við Rosenborg í fyrstu umferðinni og þarf nauðsynlega á sigri að hald í kvöld. Chelsea og Valencia mættust í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Fyrri leikur liðanna fór fram á Stamford Bridge í London og endaði 1–1. Chelsea hafði hins vegar betur í síðari leiknum á Mestalla, þar sem Fernando Morientes kom Valencia yfir áður en Andriy Shevchenko og Michael Essien tryggðu Chelsea sigur. Tapið var fyrsta tap Valencia gegn ensku liði í 40 ára sögu liðsins í Evr- ópukeppni. Chelsea hefur ellefu sinn- um mætt spænsku liði á útivelli, unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað sjö. Mikil pressa er á Avram Grant, stjóra Chelsea. Eini sigur liðsins í þremur leikjum undir hans stjórn kom gegn Hull í enska deildarbikarnum. Quique Sanchez Flores, þjálfari Valencia, seg- ist efast um að Grant sé rétti maðurinn til að leysa Mourinho af hólmi. „Ég hafði aðeins heyrt um Grant sem yfirmann íþróttamála en aldrei sem þjálfara. Ég vona að hann höndli starfið. Við lítum ekki á það sem já- kvæðan hluta að Mourinho sé farinn og við getum ekki metið stöðuna hjá Chelsea á þessari stundu. Ég ber virðingu fyrir því starfi sem Mourinho skilaði og tel að hann noti góðar aðferðir og stjórni sínum leik- mönnum vel. En leikmennirnir eru þeir sömu þó þjálfarinn sé annar,“ seg- ir Flores. Liverpool fær franska liðið Marseille í heimsókn á Anfield. Í liði Marseille eru tveir fyrrverandi leikmenn Liverpool, þeir Djibril Cisse og Boudewijn Zenden. Liverpool og Marseille hafa tvisvar mæst í Evrópukeppninni áður, í fjórðu umferð Evrópukeppni félagsliða tímabilið 2003–2004. Marseille vann samanlagt 3–2 og þar skoraði Didier Drogba, núverandi leikmaður Chelsea, tvö mörk fyrir Marseille. Liverpool hefur aldrei tapað á heimavelli fyrir frönsku liði, í níu leikjum. Liverpool gerði 1–1 jafntefli við Porto í fyrstu umferð, á sama tíma og Marseille sigraði Besiktas 2-–0 á heimavelli. dagur@dv.is Sigurmarkið michael essien skoraði sigurmark Chelsea gegn valencia á síðustu leiktíð. Manchester United vann Roma með einu marki engu á Old Trafford. Markið skoraði Wayne Ronney mæð glæsilegu skoti eftir undirbúning Nani. Leikurinn var ekki jafnfjörugur og síðast þegar liðin mættust á þessum velli því þá vann Man. Utd. 7–1. Hrósa ber dómaranum fyrir markið en hann leyfði hagnaðarreglunni að njóta sín. Rómverjar fengu nokkur tækifæri til að jafna en inn vildi boltinn ekki og sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, og hans menn löbbuðu glaðir af velli. „Þetta var frábært,“ sagði Ferguson eftir leikinn. „Rooney skoraði svipað mark gegn AC Milan síðasta tímabil, þetta var gott hlaup, góð sending og frábært mark.“ Ferguson hrósaði einnig Tomasz Kuszczak sem var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni. „Hann var góður í leiknum. Varði nokkrum sinnum mjög vel og greip á köflum mjög vel inn í. Þeir klikkuðu úr nokkrum góðum færum, nokkrum dauðafærum meira að segja og kannski vorum við heppnir en hún virðist fylgja okkur þessa stundina.“ Manchester hefur núna unnið sex leiki í röð með markatölunni 1–0. „Stundum gengur liðið í gegnum svona kafla en það endist ekki að eilífu. Einhvern daginn byrjum við að raða inn mörkum og það kemur allt með kalda vatninu.“ Mancini, leikmaður Roma, var allt annað en sáttur við dómarann og fannst að Michael Carrick hefði brotið á sér innan teigs. „Hann felldi mig alveg klárlega. Dómararnir voru slakir að þessu sinni. Ég var einu sinni dæmdur rangstæður þar sem ég var metra fyrir innan varnarlínu þeirra. Við berum samt höfuðið hátt því við spiluðum vel og sýndum að Roma er gott lið.“ Í hinum leik riðilsins unnu Sporting-menn frá Portúgal Dinamó frá Kænugarði 2–1. Manchester er efst í F-riðlinum með 6 stig, Rómverjar og Sporting koma næst með 3. Zlatan skoraði tvö Inter Milan vann PSV 2–0 með tveimur mörkum frá Zlatan Ibrahimovic. Það fyrra kom úr vítaspyrnu og það síðara með skalla, sem átti nú væntanlega að vera fyrirgjöf. Christian Chivu og David Suazo fengu báðir að líta rauða spjaldið í liði Inter. Magnað jafntefli leit dagsins ljós í Moskvu þar sem CSKA og Fenerbahce gerðu 2–2 jafntefli. Leikurinn bauð upp á allt sem góðan fótboltaleik prýðir og sóttu liðin á víxl. Alex kom Tyrkjunum í Fenerbahce yfir en CSKA skoraði tvö mörk eftir skelfileg mistök Edus. Fyrst skoraði Milos Krasic og síðanVagner Love. Deivid bjargaði svo stigi fyrir Fenerbahce með marki undir lokin sem skrifast alfarið á Veniamin Mandrykin markvörð Rússanna. Fenerbahce er með fjögur stig eftir tvo leiki, Inter þrjú líkt og PSV á meðan CSKA hefur eitt stig. Arsenal, Barcelona og Glasgow Rangers í ham Arsenal hélt áfram sigurgöngu sinni og lagði Staua frá Búkarest 1–0. Robin van Persie skoraði eina mark Arsenal í leiknum. „Við þurftum að sýna skynsemi og þolinmæði og við gerðum það. Ég er ánægður með að við náðum að koma í veg fyrir að þeir næðu skyndisóknum,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, eftir leikinn. „Leikmenn eru mjög einbeittir þessa dagana og það sást vel í þessum leik. Ég er mjög ánægður með spilamennsku liðsins, það er sterkt að ná þremur stigum á útivelli.“ Sevilla vann Slavia Prag 4–1 í sínum fyrsta heimaleik í Meistaradeildinni. Liðið spilaði skemmtilegan sóknar- bolta og var sigurinn síst of stór. Carles Puyol skoraði eitt marka Barcelona þegar liðið lagði Stuttgart í Þýskalandi. Undrabarnið og snillingurinn Lionel Messi bætti öðru marki við. Eiður Smári Guðjohnsen var varamaður í liði Barcelona en kom ekki við sögu. Glasgow Rangers kom mörgum á óvart með því að leggja Lyon 3–0 í Frakklandi. Lee McCulloch, Daniel Cousin og Demarcus Beasly skoruðu mörk gestanna. Rangers hafa ekki tapað í átta Meistaradeildarleikjum í röð sem er félagsmet. Þetta var jafnframt stærsti ósigur Lyon manna á heimavelli í 33 ár. Börsungar og Glasgow-menn eru svo gott sem komnir áfram í 16 liða úrslit eftir úrslitin í gær. Manchester United vann Roma 1–0 í leik þar sem Rómverjar lágu til baka og hraði leiksins var lítill. Wayne Rooney skoraði eina mark leiks- ins með góðu skoti. Ars- enal, Barcelona og Glasgow Rangers voru öll í ham í Meistaradeildinni í gær. Kominn aftur ronaldinho sneri aftur í lið barcelona í gær. SNILLD ROONEY SKILDI RÓMVERJA EFTIR Í SÁRUM BeneDiKt BóAS hinRiKSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is óviljaverk ronaldo fékk þungt högg gegn roma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.