Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 3. október 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Bandaríski leikstjórinn Tom
Kalin, sem er sérstakur gestur á
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni
í Reykjavík,
verður gest-
ur á næsta
föstudags-
fundi Ís-
lensku kvik-
mynda- og
sjónvarps-
akademí-
unnar. Kalin
sýnir mynd sína Savage Grace
með Julianne Moore í aðalhlut-
verki á hátíðinni en hann mun
ræða um reynslu sína af óháðri
kvikmyndagerð á föstudag.
Myndin hans verður frumsýnd
kvöldinu áður í Regnboganum
en að henni lokinni mun Kalin
einnig sitja fyrir svörum.
n Söngvaskáldakvöld fer fram á
Domo í kvöld en þau eru hald-
in fyrsta
miðviku-
dag hvers
mánaðar.
Í síðasta
mánuði var
heiðursgest-
ur kvölds-
ins Magnús
Kjartansson
en að þessu sinni er það enginn
annar en Dr. Gunni sem ætlar
að flytja bæði ný og eldri lög
úr eigin smiðju. Áður en hann
stígur á svið munu fimm önn-
ur söngvaskáld flytja eitt til tvö
lög hvert en Hrynsveit Eyþórs
Gunnarssonar annast undirleik.
Kvöldinu lýkur með djamm-
sessjón þar sem tónlistarmenn
leika af fingrum fram. Dagskrá-
in hefst kl. 20 en aðgangseyri er
mjög stillt í hóf, aðeins 500 kr.
n Hinn frjálslyndi Sigurjón
Þórðarson virðist ötull talsmað-
ur aukins frelsis til rjúpnaveiða,
ef marka má nýjasta pistilinn á
blogginu sigurjonth.blog.is. Þar
dregur hann reiknilíkan Náttúru-
fræðistofnunar af rjúpnastofn-
inum í efa. „Það er alveg ljóst að
þetta reiknilíkan Náttúrufræði-
stofnunar gengur engan veginn
upp þar sem það hafa tapast út
úr stofninum 400 þúsund rjúp-
ur á síðustu tveimur árum sem
svarar til fjórfalds varpstofns í vor.
Í hnotskurn er ekkert mark tak-
andi á því líkani sem umhverf-
isráðherra notar til veiðistjórn-
unar,“ segir Sigurjón. Hann segir
að í bréfi Náttúrufræðistofnunar
Íslands til umhverfissráðherra 6.
september komi fram að skot-
veiðar magni upp aðra þætti af-
falla. Sigurjón segir þetta svipað
og að halda að fálkinn magni upp
matarlystina í tófunni, en rann-
sóknir hafa sýnt að afföll rjúp-
unnar eru síst minni þar sem hún
er friðuð. Setur hann svo spurn-
ingamerki við fræðin öll.
Hver er konan?
„Herdís Þórðardóttir, alþingismað-
ur.“
Hvað drífur þig áfram?
„Það er lífsgleði, kraftur og ánægj-
an af því að vera til.“
Átt þú stóra fjölskyldu?
„Já ég er gift, á fjögur börn og sex
barnabörn.“
Hvernig er að vera stóra systir
Guðjóns Þórðarsonar?
„Það er mjög gott. Það hefur alltaf
verið mjög gott samband á milli okk-
ar. Ég er harður stuðningsmaður ÍA en
hef alltaf óskað honum góðs gengis,
hvar sem hann er að þjálfa.“
Hver er uppáhaldsbókin þín?
„Ég hef lesið margar góðar bæk-
ur en ljóð eru í uppáhaldi hjá mér. Ég
held mjög mikið upp á ljóð Davíðs
Stefánssonar.“
Hverjir eru þínir helstu kostir?
„Mínir kostir eru þeir að ég er mjög
vinnusöm. Það nýtist mér vel í nýju
starfi. Ég er líka bjartsýn og læt ekkert
hindra mig í þeim verkefnum sem ég
fæst við.“
Hverjir eru þínir helstu ókostir?
„Ég ætla mér stundum of mikið og
það getur verið ókostur þegar tíminn
sem ég ætla mér til að leysa verkefnin
eru af skornum skammti.“
Hver eru áhugamálin þín?
„Samverustundir með fjölskyld-
unni eru mér efst í huga. Ég hef einn-
ig áhuga á lestri góðra bóka, útivist og
laxveiði. Ég hef mikið stundað laxveiði
í gegnum árin.“
Spilaðir þú fótbolta, eins og
sannur Skagamaður?
„Nei, það gerði ég ekki. Ég æfði
sund alveg frá blautu barnsbeini þar
til ég varð sautján ára og því sam-
hliða stundaði ég handbolta. Ég spil-
aði ekki fótbolta en hef fylgst mjög vel
með honum af hliðarlínunni alla ævi.
Hann hefur alltaf spilað stórt hlutverk
í fjölskyldunni.“
Hjá hverjum situr þú á Alþingi?
„Höskuldur Þórhallsson, nýr þing-
maður Framsóknarflokksins í Norð-
austurkjördæmi situr mér á hægri
hönd og Þuríður Backman á vinstri.
Það leggst mjög vel í mig.“
Ætlar þú að flytja til Reykjavíkur?
„Nei, ég ætla að keyra á milli Akra-
ness og Reykjavíkur. Það tekur ekki
nema um fjörutíu mínútur.“
Hver verða þín baráttumál á
komandi þingi?
„Ég sit í samgöngunefnd og iðnað-
arnefnd svo þau mál verða ofarlega á
baugi hvað mitt kjördæmi snertir. Ég
tel mjög brýnt í þessu stóra kjördæmi
að samgöngumálin séu í góðu lagi.
Sama gildir um mennta- og atvinnu-
málin. Ég vil beita mér fyrir þeim.“
Hvaða ráðuneyti myndir þú vilja
stjórna?
„Ég hugsa að ég myndi vilja stýra
heilbrigðisráðuneytinu. Þar er mikil
og erfið vinna framundan til að bæta
aðstöðu aldraðra og öryrkja. Það er
margt sem þarf að gera og ég myndi
vilja nýta krafta mína þar.“
Hvað má betur fara í íslensku
samfélagi?
„Mér eru aldraðir og öryrkjar ofar-
lega í huga, það þarf að koma til móts
við þeirra þarfir. Til dæmis þarf að gera
fólki kleift að búa sem lengst heima ef
það óskar þess. Heimilishjálpina þarf
að efla til muna og það þarf að koma
á fót sólarhringsþjónustu fyrir þá sem
þurfa þess. Það er á stefnuskránni og
verður mikil bylting þegar þau mál
verða komin í gott horf. Mér finnst Jó-
hanna Sigurðardóttir standa sig mjög
vel það sem af er kjörtímabilinu og
ég held að hún muni standa sig vel
áfram.“
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xx
+10
4
xx
+8
7
xx
xx
xx
xxxx
xx
xx
xx
xx
+9
4
+9
4
+9
4
xx
xx
xx
xx
xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xx
+12
4
xx
+9
4+7
4
xx
xx
xx
+5
7
+6
7
xxxx
xx
xx
xx
xx
+9
4
xx
+9
4
xx
+4
12
xx
+7 7
xx
xx
+84
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
LífsgLeði, kraftur
og sjáLf Laxveiðin
Herdís Þórðardóttir
fyrrverandi fiskverkandi er 8.
þingmaður Sjálfstæðisflokks í
Norðvesturkjördæmi. Hún
hefur fengist við útgerð og
fiskverkun í mörg ár en tekur
nú í fyrsta skipti sæti á alþingi.
Nýtum okkur tækifærið til að fara
í bílabíó á Íslandi og skellum okk-
ur í bílabíóið í varnarskýlinu við
Keflavíkurvöll í kvöld. Það er fátt
amerískara en bílabíó og því tilvalið
að myndin sem sýnd verður í kvöld
sé American Graffiti. Það er alveg á
hreinu að ef þig hefur alltaf dreymt
um að bjóða leyniástinni þinni á
stefnumót en aldrei þorað er þetta
rétta tækifærið því fátt er rómantísk-
ara en bílabíó.
Ef þú ert eldri en 16 ára, flettu þá á
blaðsíðu 24 og kíktu á myndasöguna
um Rocky. Rocky er einn sá allra
klikkaðasti og dónalegasti karakter
sem þú finnur en hann er jafnframt
alveg þrælfyndinn. Rocky er frekar
vonlaus týpa sem um þessar mundir
hefur verið staddur á sjúkrahúsi í
frekar vandræðalegri aðgerð og eru
setningarnar sem detta upp úr hon-
um oft alveg gríðarlega skrautlegar.
...Bloc PARty
Þetta stórskemmtilega breska indí-
rokkband er á leiðinni á klakann til
að spila á Airwaves-hátíðinni sem
fram fer sautjánda til tuttugasta og
fyrsta október næstkomandi. Bloc
Party er algjör stuð-partíhljómsveit
sem mun sannarlega hrista upp
í stemningunni í Hafnarhúsinu,
Listasafni Reykjavíkur, laugardag-
inn tuttugasta október. Náið ykk-
ur í nýjustu plötu sveitarinnar, A
Weekend in the City, og lærið lögin
utan að svo þið getið sungið með á
Airwaves.
Við mælum með...
...Rocky
...BílABíói
...Bloc PARty