Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Side 8
Að frægð og fjármunum fylgi farsæld er engan veginn gefið mál. Þess eru mýmörg dæmi að frægt fólk er hreint út sagt óhamingjusamt. Öll tilvera þess er lituð andlegri eymd, eiturlyfja- neyslu og í mörgum tilfellum fáfræði og jafnvel heimsku og lönguninni til að vera frægur. Sumir eru frægir að endemum, aðrir eru frægir fyrir það eitt að vera frægir og enn aðrir fyr- ir nákvæmlega ekki neitt. Allar þjóð- ir heims státa af sínu fræga fólki og ástæður frægðarinnar eru jafnmargar og fólkið sem um ræðir. Líkt og pöpullinn dregst að frétt- um um ofbeldi, hamfarir og slys eins og mý að mykjuskán, hlakkar í honum við fréttir af hrakförum fræga fólksins. Einhvern veginn eins og þær hrakfar- ir geri hinum venjulega manni léttara að sætta sig við þá staðreynd að hann á ekki bót fyrir boruna, er meira og minna skuldbundinn lánastofnunum til dánardægurs, en getur, þrátt fyrir allt, gert skammarstrik án þess að það endi á forsíðu fjölmiðla með fyrir- sögn í hástöfum. Allt að einu; betra er að vera ríkur og óhamingjusamur en bara óhamingjusamur. Eða hvað? Britney Spears – ansans, ég gerði það aftur! Fyrsta til sögunnar skal nefna söngkonuna Britney Spears. Ekki eru mörg misseri síðan hún gat haldið þúsundum manns í ákveðinni sefjun með söng sínum á tónleikum. Hún var átrúnaðargoð stúlkna um allan heim sem vildu líkjast henni, klæðast eins og hún og vera ljóshærðar eins og hún. Hvert lagið á fætur öðru sló í gegn og þrátt fyrir glannaleg mynd- bönd sem fylgdu tónlist hennar var hún álitin verðugur fulltrúi siðgæð- is ungra stúlkna; yfirlýsingar hennar um skírlífi sitt höfðu tilætluð áhrif. Nú er liðin sú tíð og fallið var hátt. Hún tók sér hvíld frá tónlistinni og ákvað að eignast börn og verða móð- ir. Hve erfitt getur það verið? hefur hún eflaust spurt sig. Að vera foreldri krefst fórna og þess eru dæmi að frægt fólk hafi dregið sig út úr sviðsljósinu til að sinna því hlutverki, en nei, ekki Britney Spears. Frægðin lúrði líkt og snákur handan næsta horns, kallaði og krafðist. Fyrr en varði var Britney aftur í sviðsljósinu, en ástæður þess voru aðrar en fyrr. Segulmagn sviðsljóss- ins er öflugt og hún lét undan. Hún hafði bara ekkert fram að færa svo hún stökk um borð hjá annarri ljósku án þess að gera sér grein fyrir því að neglan var týnd og tröllum gefin og báturinn við að sökkva. Tilgangurinn helgar meðalið og Britney fékk ómælda umfjöllun. Á sama tíma og hún lýsti því yfir að hún ætlaði sér forræði yfir börnunum sín- um tveimur birtust myndir af henni brókarlausri, í annarlegu ástandi og í vafasömum félagsskap. Í kjölfarið fylgdu afvötnun á meðferðarheim- ili og háleitar yfirlýsingar um bót og betrun. Til að fylgja þeim yfirlýsing- um eftir ákvað hún að láta raka af sér allt hár, á höfðinu vel að merkja. Til að undirstrika að hún hefði engu gleymt á tónlistarsviðinu tók hún að sér opn- unaratriði MTV-verðlaunahátíðar- innar í ár. Það væru ýkjur að segja að frammistaða hennar hafi ekki vakið athygli, því allir voru sammála um að botninum væri náð. Síðustu fréttir herma að hún eigi yfir sér kæru vegna umferðarlagabrots, að nýtt kynlífsmyndband með henni sé komið á netið og hún sé búin að missa forræði yfir börnum sínum til fyrrver- andi eiginmanns síns, sem reiðir víst ekki vitið í þverpokunum heldur. En við hverju er að búast hjá manneskju sem heldur að Japan sé í Afríku? Paris Hilton Ein af þeim sem eru fræg fyrir ekk- ert er Paris Hilton. Hún fæddist með silfurskeið í munninum, sem einn af erfingjunum að Hilton-hótelkeðj- unni. Kannski má segja að Paris Hilt- on sé fræg fyrir að vera fræg. En ólíkt stallsystur sinni, Britney Spears, þarf hún ekki að hafa eins miklar áhyggj- ur af almenningsálitinu því hún þarf strangt til tekið ekki að gera nokk- urn skapaðan hlut. En því miður fyrir hana er eins og sú einfalda athöfn að fara fram úr á morgnana sé ávísun á hrakfarir. Enginn vafi leikur á því að hún er umkringd lífvörðum og öryggisgæslu hvar sem hún fer, en það kom ekki í veg fyrir að kynlífsmyndband með henni í aðalhlutverki lenti í óravídd- um netsins. Ekki var þó að heyra að henni fyndist það vera stórmál og for- eldrar hennar skrifuðu það á bernsku- brek stúlkunnar. Enda fékk hún mikla umfjöllun vegna þessa og það er nú það sem málið snýst um. Því verður ekki neitað að nafn hennar malar gull, hvort heldur sem er skartgripa- og fatalína eða ilmvötn. Markhópurinn er enda slíkur að ann- að væri ólíklegt. Hins vegar er hægt að setja spurningamerki við það þeg- ar henni er ætlað að leika í kvikmynd eða syngja inn á plötu. Frægð fylgja ekki endilega hæfileikar eða vitsmun- ir og meðal annars var sagt um Paris að hún hefði stolið senunni í House of Wax, því frammistaða hennar hefði verið svo afleit. Trú á sjálfan sig er gott veganesti út í lífið, en það er ekki alslæmt að þekkja takmörk sín. En nei, Paris Hilt- on ákvað að gefa út hljómdisk. Vegna alkunnrar hógværðar bar diskurinn titilinn Paris, en tónlistin þótti ekki merkilegur pappír. Í gagnrýni Lond- on Guardian sagði meðal annars að við hlustunina þá „...fyllist þú ótta um að siðmenning eins og við þekkjum hana sé dauðadæmd og brennisteini muni rigna af himnum ofan fyrr en varir. Það gerist ekki, en tilfinningin um hræðilega ógæfu er undirstrikuð í texta á umslaginu þar sem talað er um „allar væntanlegar plötur mínar“.“ Hátindi frægðar sinnar náði Paris Hilton fyrr á þessu ári þegar hún var dæmd til fjörutíu og fimm daga fang- elsisvistar fyrir ölvun við akstur. Engu líkara var en aldrei áður í sögu Banda- ríkjanna hefði jafnstrangur dóm- ur fallið. Enda fór það svo að dómur hennar var styttur í tuttugu og þrjá daga vegna heilsufars hennar. En batnandi manni er best að lifa og í viðtali skömmu síðar sagðist hún ætla til Rúanda í Afríku til að bæta þar lífskjör almennings. Hver veit nema hún fái ráðleggingar um ferðatilhög- un frá Britney Spears, henni yrði án efa tekið með kostum og kynjum í Japan. Kryddblandan Eitt er það við frægðina sem erfitt er að henda reiður á. Er frægðin byggð á verðleikum þeirra sem í hlut eiga eða eru þeir afurð hæfileika annarra? Stúlknasveitin Spice Girls átti miklu fylgi að fagna á sínum tíma. Þar var um að ræða fimm stúlkur sem valdar voru úr hópi þúsunda umsækjenda, með það fyrir augum að slá í gegn. Þessi aðferð var ekki ný af nálinni, því fyrsta þekkta dæmið má finna árið 1965 þegar hljómsveitin Monk- ees var búin til í viðleitni til að rétta hlut bandarískrar tónlistar gagnvart „bresku innrásinni“. Og Spice Girls Föstudagur 5. október 20078 Fréttir DV KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Kryddblanda og blondínur Til er kínverskt máltæki sem hljóðar ein- hvern veginn svona; hella sem hitnar fljótt, kólnar skjótt. Óhætt er að segja að hvergi á þetta máltæki betur við en í ver- öld sem dregur dám af brosi trúðsins, leik- myndum og gervi sem ætlað er að fela raunveruleikann að ógleymdum hégóma og misskilningi um eigin hæfileika. „...fyllist þú ótta um að siðmenning eins og við þekkjum hana sé dauða- dæmd og brennisteini muni rigna af himnum ofan fyrr en varir.“ Britney Spears á MtV- tónlistarhátíðinni Náði sennilega botninum með frammistöðu sinni. Hilton og Spears óhætt er að segja að þær hafi málað bæinn rauðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.