Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Page 14
Föstudagur 5. október 200714 Helgarblað DV ónas hefur verið boð- aður til afplánunar en Fangelsismálastofnun vildi á miðvikudag ekki staðfesta að hann hefði hafið afplánunina. Enn fremur var ekki hægt að fá staðfest hvenær Jónasi hafði verið birt tilkynning um afplánun, en frá þeim degi eiga ekki að líða meira en fjórar vikur þar til viðkomandi fer í fang- elsi. Samkvæmt öruggum heimildum DV hafði Jónas fengið boðun um afplánun fyrstu vikuna í september. Jónas dvaldi í út- löndum í sumarfríi en kom til lands- ins í síðustu viku. „Okkur undrar hægagangur þessa máls,“ segja systur Matthildar, þær Guðný, Erla Ruth og Auður, þar sem þær hafa fallist á að veita viðtal og segja frá ýmsu sem þær gátu ekki sagt frá í viðtali við blaðið 6. maí í fyrra. Daginn sem blaðið var í prent- un settust systurnar í sal í Héraðs- dóms Reykjavíkur. Frá þeim tíma hafa vaknað margar spurningar hjá þeim sem þær hafa ekki fengið full- nægjandi svör við. Spurningar sem almenningur gerir sér væntanlega enga grein fyrir, enda fæstir sem gefa sér tíma til að lesa dómana. Fréttum utan að okkur að kenna ætti systur okkar um „Við vorum búnar að heyra utan að okkur að það ætti að reyna að koma sök á Maddý systur okkar,“ segja þær nú. „Það hafði Jónas ver- ið að segja við fólk, en það hvarflaði aldrei að okkur að honum dytti slíkt í hug. Frá því slysið varð og fram að flutningi í héraðsdómi, höfðum við heyrt alls kyns kjaftasögur sem við leiddum hjá okkur. Þær voru svo staðfestar frammi fyrir dómurum og áheyrendum í dómssal 5. og 8. maí í fyrra.“ Það var þar sem systurnar heyrðu í fyrsta skipti frá Jónasi Garðarssyni að systir þeirra hefði verið völd að slysinu og þar með ábyrg fyrir eigin dauða og sambýlismanns síns. „Við heyrðum í fyrsta skipti fyrir dómi Jónas segja blákalt að Maddý hefði verið við stýrið. Það var 5. maí í fyrra, daginn áður en viðtalið við okkur birtist í DV. Þegar við komum í það viðtal trúðum við ekki því sem okkur hafði verið sagt. Í héraðsdómi heyrðum við lygarnar fyrst.“ Samtal í talstöð en engar upptökur Þær höfðu fengið að heyra margt á þeim tæpu átta mánuðum frá því slysið varð og þar til þær hlýddu á yf- irheyrslur í héraðsdómi. „Við fengum að heyra svo margt fyrst eftir slysið og um margt vildum við fá nánari vitneskju en var mein- aður aðgangur að sökum þess að um opinbert sakamál var að ræða. Við fjölskyldur og ástvinir Maddýj- ar og Friðriks sigldum með björg- unarbátnum Eldingunni að þeim stað sem þau Maddý og Friggi létu lífið örfáum dögum áður, við stráð- um blómum á spegilsléttan sjóinn, á sólbjörtum haustdegi. Skipstjóri Eld- ingarinnar var afskaplega hjálpsam- ur og þægilegur á allan máta, sem og aðrir sem komu að þessari ferð og kunnum við þeim þakkir fyrir. Í um- ræddri ferð fréttum við að það hefði heyrst í talstöð samtal milli Jónas- ar og starfsmanns Snarfara, sem var á vakt nóttina sem slysið varð, og samkvæmt þeim heimildum ætl- aði Jónas að reyna að sigla bátnum í Snarfarahöfn. Hann missti reynd- ar síðar stjórn á bátnum og bátinn rak stjórnlaust þar til hann sökk. Við spurðumst fyrir hjá lögreglu um hvort upptökur samtalsins væru til staðar, en fengum engin svör. Vitni þetta var reyndar boðað til vitna- leiðslu fyrir héraðsdómi, en sá sér ekki fært að mæta.“ Hver átti vestið sem var á floti? Það var margt annað sem systurn- ar heyrðu, sem sáði fræjum efasemda í huga þeirra. Nægum efasemdum til að þær hættu við að fara með blóm- vöndinn sem þær höfðu keypt til að færa Hörpu, konu Jónasar, á sjúkra- beð. „Fyrstu fréttir af slysinu trufluðu okkur. Skipverjar og björgunarmenn á björgunarskipinu Ásgrími komu fyrstir á slysstað. Við fréttum af því að björgunarvesti hefði fundist á floti í sjónum og að Friðrik hefði kom- ist á kjöl, en síðar stungið sér til að kafa eftir Maddý. Arnar Freyr, sonur Maddýjar, fékk sömu fréttir frá lög- reglunni og Baldur, bróðir Friðriks, fékk þær frá björgunarsveitarmönn- um. Hver var sá sem bar þær frétt- ir? Frá fyrstu hendi hefur Jónas ver- ið tvísaga, reyndar hefur söguburður hans fengið á sig hinar ýmsu myndir í tímans rás. En hvernig má það vera þegar sannað hefur verið að Friðrik lést samstundis við áreksturinn? Og hvers vegna voru hvorki Jónas né Matthildur í björgunarvestum, en hins vegar eiginkona Jónasar og son- ur? Sonurinn ungi staðfesti reyndar fyrir héraðsdómi að hann hefði klætt sig og mömmu sína í björgunarvesti. Hver átti vestið sem var á floti, af hverju fannst Maddý inni í bátnum, en Friðrik horfinn? Af hverju skolast Friðrik, með ekkert loft í lungum, frá borði, en Maddý ekki?“ Stuðningur frá sjómanna- félögum um land allt Í ljósi þess sem gerst hafði vildu aðstandendur ekki una því að Jónas Garðarsson yrði áfram starfandi for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, en hann var endurkjörinn eftir slys- ið. Þau sendu því áskorun þess efnis til félagsins og Sjómannasambands Íslands. „Við aðstandendur Maddýjar og Friðriks sendum mótmæli til Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Sjó- mannasambands Íslands. Við bent- um á í bréfi okkar 18. nóvember 2005 að maðurinn væri ákærður fyrir manndráp af gáleysi, en höfum ekki ennþá fengið svar frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, næstum tveimur árum síðar. Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannafélags Íslands, svaraði okkur 10. mars í fyrra og í niðurlagi segir hann alveg ljóst að Sjómanna- samband Íslands hafi ekkert vald til að skipta sér af innri málefnum stétt- arfélaga sem mynda sambandið, þar með talið kosninga til trúnaðar- starfa. Það sló okkur verulega þegar Jónas, maðurinn sem er sakaður um að hafa orðið valdur að bana tveggja í sjóslysi og stefnt lífi bæði ellefu ára gamals sonar síns og eiginkonu í voða, var sjálfkjörinn sem formað- ur Sjómannafélags Reykjavíkur. Svo virðist sem Jónas Garðarsson hafi ekki hugmynd um að það eru til fleiri sjómannafélög á landinu en þetta reykvíska, því við höfum fengið ótelj- andi tölvubréf og símtöl frá félögum í sjómannafélögum víða um land þar sem þeir lýsa andstöðu sinni við formennsku hans og óábyrgð hans vegna slyssins. Jónas fullyrti í fram- haldi af þessari áskorun í viðtali við fréttakonu á Stöð 2 að hann væri að fara að segja af sér formennsku Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sem og að hætta nefndarstörfum hjá Norræna flutningamannasambandinu þar sem hann átti meðal annars að fylgj- ast með því að skip og bátar sigldu ekki undir hentifána...!“ Síðustu orð Maddýjar „Er Jónas Garðarsson eignalaus maður í fjár- hagserfiðleikum eða á hann nóg, akandi um á sinni rauðu corvettu, búandi í einbýlishúsi? Hann segist ekki eiga bátinn og vera búinn að selja hann, sem hann gerði eftir að báturinn var sam- kvæmt lögum kyrrsettur. Þar gerðist hann enn og aftur brotlegur við lög þessa lands. 17. nóvember 2006 var skemmtibáturinn Harpan fluttur með Atlantsskipum til Danmerkur og nafn sendanda var skráð Jónas Garðarsson.“ DV mynDir Gunnar GunnarSSon oG úr einkaSaFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.