Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 19
Fyrir þá sem áhuga hafa á fjöl- miðlum og þróun þeirra í upphafi 21. aldar er áreiðanlega þess virði að staldra við vopnaskak og hnútu- kast að undanförnu í tengslum við mesta ofurbloggara Svía um þessar mundir. Hann heitir Alex Schulman og hef- ur undanfarið unnið á snærum Aft- onbladet, stærsta dagblaðs Svíþjóðar, og haldið úti bloggdagbók á vef blaðs- ins. Á skömmum tíma hefur blogg Schulmans náð meiri hæðum og at- hygli almennings í Svíþjóð en nokk- urn óraði fyrir í upphafi. Heimsókn- ir inn á vef hans eru um 250 þúsund á viku. Menn geta leikið sér að því að skoða vefsíðuna og komist að raun um hversu gríðarleg viðbrögðin eru meðal lesenda. Alex er liðlega þrítugur, frum- legur, uppátækjasamur og ágætlega pennafær. Stíll hans þykir svellkald- ur, laus við tilfinningafjas, illkvitt- inn, kaldhæðinn og jafnvel rætinn. Dæmi gæti verið stutt viðtal við kunn- ingja um ástandið í Burma sem hann birti á dögunum. Kunningjanum þótti ástandið ekki gott þar og for- dæmdi brot herforingjastjórnarinnar á mannréttindum. Í því augnamiði að sýna almenningi í Burma samstöðu ákvað kunninginn að kaupa rauðan Marlboro-sígarettupakka í stað þess að kaupa hvítan eins og venjulega. Óviðráðanlegt skrímsli Nú gerðist það hins vegar um mán- aðamótin að Alex Schulman ákvað að yfirgefa lesendur sína og hætta dag- bókarbloggi um það hvernig það er að vera Alex Schulman. Eins og lesa má á vefmiðlinum dv.is tók Alex ákvörðun sína í kjöl- far deilna innan ritstjórnar Afton- bladets. Schulman hafði sem sagt bloggað niðrandi og stóryrtan texta um starfsbróður sinn, á ritstjórn Aft- onbladet. Sá skrifar reglulega um dagskrá fjölmiðla og hafði Alex bók- staflega sturtað skrifum hans í rusla- tunnuna, kallað þau fáránlega flat- neskju sem vekti gremju lesenda. Alex kvaðst skammast sín fyrir skrif starfsbróður síns. Í stuttu máli lauk deilum um þetta með því að Alex Schulman ákvað að hætta að blogga. „Ástæðan er sú að bloggið veldur mér vaxandi kvíða og vanlíðan. Bloggið er orðið að skrímsli sem ég ræð ekki lengur við... Í bloggi mínu hef ég smíðað sjálhverfan, sjálf- umglaðan og illa innrættan persónu- leika. Lesendur mínir vilja blóð, þeim líkar vel þessi ískaldi og tilfinninga- lausi illvilji í ummælum mínum. Mér fannst eins og ég væri að verða eins og þessi persónuleiki,“ sagði Schulman í kveðjutexta til 250 þúsund Svía. Og hann bætti við: „Fyrst og fremst fannst mér að ég væri að koma til móts við lesendur mína. Ég vildi einnig kanna hversu langt væri hægt að ganga. Mig langaði til að storka blaðinu... Sjálfum kjarnan- um í svo ögrandi bloggi, sem treyst- ir á tjáningarfrelsið og að ekkert sé ritskoðað. Blogg, sem þarf ævinlega að vera tilbúið hvenær sem er sól- arhringsins, er erfitt að halda innan einhverra réttra marka hjá ábyrgri fjölmiðlaútgáfu. Það varð æ ljósara að þetta skapaði vandamál bæði innávið og útávið.“ Alex bætir því svo við í síðustu færslu til lesenda sinna, að hann fagni umræðu um einelti á vefnum, slík umræða sé mjög mik- ilvæg. Hann viðurkennir sjálfur að hafa stundað slíkt háttalag. Hagnaður og siðferði Margir hafa blandað sér í þessar bloggumræður, þeirra á meðal Matti- as Hermannsson. Hann segir í skrif- um sínum í Aftonbladet að umræðan sé annað og meira en sandkassaleik- ur á ritstjórn blaðsins og gefur í skyn að útgáfa Aftonbladet gangi út á ystu nöf í þrotlausri samkeppni um hylli lesenda og leitinni að fleiri matar- holum. Hann bendir á að útgáfa Aft- onbladet, víðlesnasta dagblaðsins, hafi lagt mikið fé í sjónvarpsstöðina TV7 og Punkt Se sem reynst hafi mik- il peningahít og sogi til sín hagnað- inn af rekstri dagblaðsins og vefmið- ilsins. Og þar vaknar spurningin um það hversu langt hagnaðarvonin geti teymt útgáfuna þegar hún uppgötvar nýjar matarholur. Það er ekki fréttnæmt að óslökkv- andi þorstinn eftir meiri tekjum leiði markaðsdrifna fjölmiðla út á ystu nöf siðferðismarkanna. Boðskapurinn í þessari frásögn er ef til vill aðeins sá, að mesti ofurbloggari heillar þjóð- ar, sem öðlast hafði meira markaðs- verðmæti en nokkurn hafði órað fyr- ir, bognaði og hætti. Samúð með öðru fólki og almenn siðferðiskennd varð peningamaskínunni ofursterkari. Hróðurinn berst víða Ljósmyndari DV var á ferð í Teheran, höfuðborg Írans, á dögunum. Þessi maður notaði tækifærið og leit á nýjustu fréttir frá Íslandi í DV. DV-MYND: ARNARmyndin P lús eð a m ínu s Plúsinn að þessu sinni fær Ólafur Þórðarson fráfarandi þjálfari knattspyrnuliðs Fram, fyrir að fara ekki hljóðlega frá borði. Ólafi var sagt upp störfum hjá liðinu í vikunni og lét aðeins í sér heyra. Spurningin „Nei, og því síður sá pólitíski amlóði sem formaður vinstri grænna reyndist vera,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, gagnrýndi uppskiptingu iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á þriðjudags- kvöld. „Þar sitja þeir nú hálfdrættingarnir, Össur Skarphéðinsson og Björgvin Sigurðsson, af því að Samfylkingin varð að fá jafnmarga stóla og Sjálfstæðisflokkur- inn,“ sagði Steingrímur. ERTU HÁLFDRÆTTINGUR, BJÖRGVIN? Sandkassinn Það eru nokkrir hlutir í okkar samfélagi sem mér þykja í hæsta máta tortryggilegir. Varasalvi er dæmi um slík- an hlut, hversu ankannalega sem það kann að hljóma. Ég er nefnilega sannfærður um að varasalvi valdi krónísk- um varaþurrki. Ég hef einstaka sinnum keypt mér Labello-varasalva þegar mér finnst varir mínar of þurrar, en salvinn hefur ítrekað gert illt verra. Hann er aldrei til bóta. Varaþurrkurinn hverfur aldrei fyrr en ég týni varasalvanum eða klára hann. Máli mínu til stuðn- ings hef ég aldrei séð varaþurran mann án þess að hann hafi La- bello-varasalva við höndina. annað sem mér þykir mjög tor- tryggilegt er bifvélavirkjar. Hvers vegna getur maður aldrei spurt hvað viðgerðin muni kosta þeg- ar maður fer með bílinn sinn á verkstæði? Ég myndi skilja að þeir ættu erfitt með að áætla kostnaðinn ef þeir væru að skipta um dekk í fyrsta skipti en það er sjaldnast tilfellið. Hvergi er hægt að sjá gjaldskrá bifreiðaverk- stæða og yfirleitt fær maður góð- an svima þegar kortinu er rennt í gegn. Sama máli gildir um tann- lækna, en sú umræða hefur sem betur fer farið af stað í samfélag- inu í sumar. fleiri hlutir valda mér gremju eða tortryggni. Umbúðir utan um ýmiss konar matvöru ergja mig oft. Hvers vegna eru snakk- pokarnir hálfir af lofti og litlu skyr- og jógúrtdollurn- ar sömuleiðis? Nógu litlar eru dollurnar fyrir en þegar ég keypti mér ABT-mjólk um daginn féll- ust mér hendur. Tíu prósent innihaldsins slettust reyndar út um allt eldhús þegar ég opnaði dolluna en hin níutíu prósentin hefðu ekki nægt til að seðja smæsta smábarn. Dósin var tæplega hálf og mér fannst ég svikinn. ég viðurkenni að mér gremst stundum ríkidæmi annarra. Ekki vegna þess að peningar skipti öllu máli heldur vegna þess að lífið getur stundum verið óþægi- legt án þeirra. Verst þykir mér þó að horfa upp á ungt fólk sem lifir á foreldrum sínum og hefur aldrei migið í saltan sjó. Ég dauð- vorkenni því, þó óneitanlega sé mun þægilegra að fæðast með silfurskeið í munni en plastgaffal í rassgatinu. Baldur Guðmundsson er tortrygginn: Ofurbloggari hættir JÓHaNN HaUkssoN blaðamaður skrifar „Í því augnamiði að sýna almenningi í Burma sam- stöðu ákvað kunninginn að kaupa rauðan Marl- boro-sígarettupakka í stað þess að kaupa hvítan“ DV Umræða fÖSTuDaGur 5. OkTóBer 2007 19 DV fyrir 25 árum og geimverur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.