Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 28
föstudagur 5. OKtÓBEr 200726 Helgarblað DV ún er að búa um rúmið sitt í risastóra svefnherberginu og út um gluggana blasa við pálma- tré og falleg hús. Það er þrjátíu stiga hiti en Edda Björg- vinsdóttir leikkona býr yfir svo mikl- um sjálfsaga að hún ætlar ekki út í sól- bað. Það var heppilegt að hún villtist ekki í morgun. Hvað þá að hún hafi heimsótt eftir- lætisverslunina sína í San Diego þar sem hún býr núna. Þá hefðu líkurnar á að hún svaraði símanum á réttu augnabliki stórlega minnk- að. „Já, ég held ég sé eins og fíkill þegar ég kemst inn í Whole Foods-búðina hér,“ segir hún glaðlega. „Við Fríða vinkona mín höng- um í stórmörkuðum sem selja lífrækt rækt- aðar vörur þegar við eigum frí.“ Það eru þrjár vikur frá því Edda Björg- vinsdóttir pakkaði saman og flaug á vit nýrra ævintýra í San Diego. Með henni í för voru Róbert Ólíver, fjórtán ára sonur henn- ar, móðir hennar Margrét – Gréta – Kristins- dóttir og skólasystirin Fríða og tvær dætur hennar. „Við erum hér að vinna að meistararit- gerð,“ útskýrir Edda. „Fríða heitir Sigfríður Björnsdóttir, er af ekki ómerkari ættum en að vera dóttir Herdísar Egilsdóttur, uppáhalds- kennara Íslands, og er með yndislegar dæt- ur sínar hér, Halldóru, átta ára, og Herdísi, fimmtán ára. Við leigjum hús í yndislegu hverfi í San Diego, La Jolla-hverfinu sem ég vissi tæplega að væri til fyrr en ég kom hing- að núna. Samt dvaldi ég hér í borginni um tíma þegar ég var unglingur.“ Ástæða þess að Edda dvaldi í San Diego á unglingsárunum var sú að faðir hennar Björgvin Magnússon var í framhaldsnámi í Kaliforníu. „Pabbi minn ber millinafnið ENGILL,“ segir hún þegar hún talar um föður sinn. „Óskaplega góð manneskja og er enn í fullu fjöri, hálfníræður – elskaður af öllum.“ Ódýrara að ferðast hálfan hnöttinn en vera heima San Diego varð þó ekki fyrir valinu vegna þess að Eddu fyndist hún vera að fara á gamlar slóðir. „Við Fríða ákváðum að fara hingað því við eigum báðar vini hér. Hér búa góðir vinir mínir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leik- kona og maður hennar Stefán Karl Stefáns- son leikari og auk þess á ég hér bandaríska æskuvinkonu sem ég kynntist á Íslandi. Há- skólinn okkar á Bifröst hjálpaði okkur af- skaplega mikið, kom okkur í samband við hina og þessa aðila sem þeir eru í samskipt- um við hérna í Bandaríkjunum. Upphaflega fengum við nokkrir nemendur á Bifröst þá hugmynd að fara til útlanda, leggjast und- ir feld og skrifa ritgerðirnar, en á endan- um vorum það bara við Fríða sem létum drauminn verða að veruleika. Það hljómar kannski fáránlega að það borgi sig að flytja alla fjölskylduna yfir hálfan hnöttinn til að spara peninga og fá næði til að vinna, en það er engu að síður raunin. Hér er ódýrt að vera og svo er maður í algjörri einangrun. Ég vissi að ég gæti aldrei beitt mig nægilegum sjálfsaga til að ljúka ritgerðinni heima á Ís- landi. Ég neita ekki að staðsetningin – Suð- ur-Kalifornía – var líka valin sumpart vegna þess að við sáum okkur fyrir okkur á stutt- buxum úti í garði með tölvurnar allan vetur- inn! Auðvitað þarf líka mikinn sjálfsaga að búa á jafn heillandi stað og La Jolla og verja dögunum við lestur og skriftir, en ég var al- veg sannfærð um að það væri miklu líklegra að ég gæti hellt mér út í ritgerðasmíðina alls staðar annars staðar en heima á Íslandi. Þótt ég myndi lofa sjálfri mér því að loka mig af hálfan daginn heima í Hafnarfirði og skrifa, þá veit ég að ég myndi freistast til að taka að mér eitt hlutverk hér og annað þar og einn fyrirlestur hér og námskeið þar og enginn tími myndi skapast til að skrifa ritgerð. Ég varð að fara í burtu.“ „Hafðirðu góðar hægðir í dag?“ Það er síðdegi á Íslandi þegar ég næ tali af Eddu. Sjálf hefur hún þá verið á ferð og flugi frá klukkan hálf sjö að morgni, er búin að drekka heilsudrykk úr ávöxtum með Róbert syni sínum og keyra hann í skólann. Komin aftur heim og á eft- ir að heimsækja bókasöfn síðar um daginn. „Stundum villist ég á leiðinni heim,“ segir hún og hlær glaðlega. „Það getur tekið svolítinn tíma að villast – og ég má alls ekki koma við í Whole Foods eða Ryder Jones, þá gleymi ég tíman- um! Þegar ég sé vörurnar í þessum lífrænu búðum líður mér eins og eiturlyfjaneyt- endur lýsa tilfinningunni þegar þeir nálgast apótek. Það er ótrúleg nautn að sjá allt þetta úrval af eit- urefnalausum mat- vælum á því verði sem ég ræð við. Hér er ekki svo mik- ill verð- munur á eitur- efnamatvælum og þeim eiturefnalausu (líf- rænu). Ég bara bið til guðs að einhver flytji Whole Foods heim – ég held það sé lítið mál með þeim góðu samgöngum sem við höfum í dag.“ Edda hefur haldið námskeið og fyrirlestra um langt skeið og einn af vinsælli fyrirlestrum hennar ber það skemmtilega heiti: Ertu andlegt og líkamlegt eiturefnaúrgangs ruslaskrímsli? „Það er engin ný viska að við verðum að borða holla næringu til að halda heilsu og grunnurinn að góðri heilsu er meltingin – hún skiptir öllu máli,“ segir hún. „Fyrir mörgum áratugum vann Eva móðursystir mín á sjúkra- húsi í Skotlandi þar sem læknarnir sögðu í upphafi dags: „It is the most important thing that everybody has a nice shit every day!“ – eða: „Það er mikilvægast að allir hafi góð- ar hægðir daglega!“ Við Íslendingar höfum ekkert verið að velta þessu mikið fyrir okkur fram til þessa og ég á svo sem ekki von á að þetta verði aðalumræðuefnið hjá okkur eins og veðrið – að maður segi til dæmis hlýlega og eðlilega við vini sína: „Það er sama skítaveðr- ið – en hvernig voru annars hægðirnar hjá þér í dag?“ – Anthony Robbins, frægur amerískur fyrirlesari sem fjölmargir Íslendinga hafa sótt fyrirlestra hjá sagði einhverju sinni svo sjarm- erandi og sexí yfir tíu þúsund manna hóp: „Aldrei borða neitt sem hefur rassgat!“ Ég hef reynt að fara svolítið eftir því. Reyndar borða ég fisk, þó hann sé með rass, og svo leyfi ég mér að borða endrum og sinnum lífrænt rækt- aða kjúklinga af hamingjusömu bóndabýli, en ég mun aldrei detta ofan í amerísku steikurn- ar.“ Lukka í lífi mínu Á þessu ári fagnar Edda þrjátíu ára leik- afmæli sínu. Hún segist hafa átt því láni að fagna að hafa alltaf haft úr nógu að velja í leik- listinni. „Ég þakka endalaust guði fyrir það að ég hef alla tíð getað valið úr spennandi leikritum og hef tekið þátt í mörgum ofboðslega skemmti- legum leikuppfærslum, kvikmyndum og unn- ið í útvarpi og sjónvarpi með bráðskemmti- legu fólki,“ segir hún. „Þannig hefur það verið öll þessi þrjátíu ár sem ég hef verið í þessu fagi. Það er svo mikil lukka yfir mér í lífinu. Svo á síðustu árum færði lífið mér í hendurnar ynd- islegt fólk, Ingrid og Eyþór hjá Þekkingarmiðl- un. Þau drógu mig út í að halda námskeið og fyrirlestra, sem ég hélt á þeim tíma að ég gæti ekki. En þannig var rekstraröryggi fjölskyld- unnar tryggt; með leiklistina öðrum megin, þar sem launin eru því miður skammarlega lág, og námskeið og fyrirlestra hinum megin þar sem launin eru allt önnur og meiri og eft- irspurnin gífurleg.“ Stefnir á starf leikhússtjóra Fyrirlestrahaldið leiddi hana svo að þeim þætti lífs hennar sem hún er nú stödd í. Námi við Háskólann á Bifröst. „Ég fékk þá flugu í höfuðið að nú þyrfti ég að láta reyna meira á heilabúið. Ég hafði reyndar byrjað í háskóla á mínum yngri árum; áður en ég fór í leiklistina. Þá hóf ég nám í heimspeki og ætlaði að verða heimspekingur...“ En þú þarft ekki að læra heimspeki. Þú ert fæddur heimspekingur! „Já, er það?“ svarar hún hlæjandi. „Ég er þá eins og litla frænka mín sem sagðist vera fædd skáti og hún þyrfti ekkert að fara í bún- ing til þess, eða læra skátahnútana! En ég ákvað sem sagt í fyrra að ég vildi fara að ráðsk- ast meira með umhverfið. Ég vissi að staða leikhússtjóra Borgarleikhússins myndi losna fljótlega, svo ég ákvað að ná mér í meistara- gráðu í stjórnun mennta-og menningarstofn- ana og sækja síðan um leikhússtjórastöð- una.“ Og ætlarðu að sækja um? „Já, auðvitað. Staðan verður auglýst fljót- lega og ég sendi inn umsókn eins og fjöl- margir kollegar mínir sem hafa náð sér í þessa menntun,“ svarar hún heiðarlega. „Ef ég fæ ekki stöðuna, þá held ég auðvitað áfram að starfa í leiklistinni, annast fyrirlestrarhald og halda námskeið – og svo get ég tekið við Glitni eða FL Group – eða Kaupþingi þegar ég verð stór – nú eða kannski Listahátíð eða Kvikmyndasjóði – hver „Það getur tekið svolítinn tíma að villast – og ég má alls ekki koma við í Whole Foods eða Ryder Jones, þá gleymi ég tím- anum! Þegar ég sé vörurnar í þessum lífrænu búðum líður mér eins og eiturlyfjaneytendur lýsa tilfinningunni þegar þeir nálgast apótek. Það er ótrúleg nautn að sjá allt þetta úrval af eiturefnalausum matvælum á því verði sem ég ræð við.“ Lukka í lífinu „Ég þakka endalaust guði fyrir það að ég hef alla tíð getað valið úr spennandi leikritum og hef tekið þátt í mörgum ofboðslega skemmtilegum leikuppfærslum, kvikmyndum og unnið í útvarpi og sjónvarpi með bráðskemmtilegu fólki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.