Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Side 41
Starfsferill Anna Sigríður fæddist á Skeggjastöðum í Mosfellssveit 16.7. 1947 en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá MHÍ 1968, embættisprófi í guðfræði við HÍ 1996 og lauk námi í faghandleiðslu og handleiðslutækni við Endur­ menntunarstofnun HÍ 2000. Anna Sigríður var kennari við Barnaskólann í Garðabæ 1969–71, við Hvassaleitisskóla 1971–73, og við Æfinga­ og tilraunaskóla KHÍ 1975–85. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ og síðar á meðferðarheimilinu að Fitjum á Kjalarnesi 1985–91. Hún vígðist til prests við Grafarvogskirkju 1997 og hefur verið þar prestur síðan auk þess sem hún starfaði í prestsstarfi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar 1998. Fjölskylda Anna Sigríður giftist 8.6. 1968 Hans Kristjáni Árnasyni, f. 5.10. 1947, viðskiptafræðingi og framkvæmda­ stjóra. Þau skildu. Hann er sonur Árna Kristjánssonar, f. 19.1. 1924, d. 25.3. 2000, framkvæmdastjóra og að­ alræðismanns í Reykjavík, og k.h., Kristine Eide Kristjánsson, f. 22.10. 1921, húsmóður og fyrrv. skrifstofu­ manns. Synir Önnu Sigríðar og Hans Kristjáns eru Árni Páll, f. 27.12. 1968, kvikmyndagerðarmaður í Reykjavík, en synir hans eru Egill Orri og Nói; Gunnar, f. 26.5. 1971, leikari í Reykja­ vík, og eru börn hans Snæfríður Sól og Kormákur Jarl; Ragnar, f. 29.3. 1978, grafískur hönnuður í Reykja­ vík, og er sonur hans Hrappur. Hálfsystkini Önnu Sigríðar, sam­ feðra: Jón Norðmann Pálsson, f. 13.2. 1923, d. 1993, yfirskoðunar­ maður hjá Flugleiðum; Einar Páls­ son, f. 10.1. 1925, d. 1996, skólastjóri og rithöfundur; Þuríður Pálsdóttir, f. 11.3. 1927, söngkennari og óperu­ söngkona. Hálfsystur Önnu Sigríðar, sam­ mæðra: Hjördís Dürr, f. 22.1. 1934, húsmóðir í Reykjavík; Erla Dürr, f. 6.11. 1935, húsmóðir í Reykjavík; Hildegard María Dürr, f. 17.10. 1938, húsfreyja á Brjánsstöðum á Skeið­ um. Foreldrar Önnu Sigríðar voru Páll Ísólfsson, f. 12.10. 1893, d. 23.11. 1974, skólastjóri, dómorganisti og tónskáld, og Sigrún Ástrós Eiríks­ dóttir, f. 2.6. 1911, d. 7.8. 1990, hús­ móðir. Ætt Meðal systkina Páls voru Viktoría Margrét píanókennari, úrsmiðirnir Bjarni og Sigurður Guðni, og hljóð­ færasmiðirnir Pálmar Þórir og Ísólf­ ur. Páll var sonur Ísólfs, tónskálds og organista í Ísólfsskála á Stokks­ eyri, bróður Júníusar, langafa Dagg­ ar Pálsdóttur, lögmanns og vara­ þingmanns. Annar bróðir Ísólfs var Bjarni, organisti í Götu, faðir Frið­ riks tónskálds. Ísólfur var sonur Páls, hreppstjóra og formanns í Syðra­Seli Jónssonar, b. í Syðra­Seli Sturlaugs­ sonar, b. og forsöngvara á Grjótlæk, bróður Ara í Neistakoti, langafa Jó­ hanns í Mundakoti, afa Ragnars í Smára. Sturlaugur var sonur Bergs, ættföður Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir Ísólfs var Margrét ljósmóðir, systir Gríms, langafa prófessoranna, Bjarna og Jóns Guðnasona. Margrét var dóttir Gísla, forsöngvara og for­ manns í Syðra­Seli Þorgilssonar, og Sesselju Grímsdóttur, b. í Traðar­ holti Jónssonar, b. á Grjótlæk, bróður Sturlaugs. Móðir Páls organista var Þuríður Bjarnadóttir, b. í Símonarhúsum Jónssonar, b. í Símonarhúsum Bjarnasonar. Móðir Jóns var Valgerður Björnsdóttir. Móðir Valgerðar var Guðrún, systir Guðríðar, ömmu Páls, langafa Þórðar, föður prestanna Döllu og Yrsu. Guðrún var dóttir Guðmundar, ættföður Kópsvatnsættar Þorsteinssonar en meðal niðja hans má nefna skákmennina Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Þröst Árnason, Helga Ólafsson, Héðinn Steingrímsson og Þröst Þórhallsson sem og Guðrúnu Á. Símonardóttur óperusöngkonu. Móðir Bjarna var Kristín, systir Diðriks, langafa Helga Sæmundssonar, skálds og ritstjóra. Kristín var dóttir Jóns, hreppstjóra í Kolsholti Bjarnasonar. Móðir Þuríðar var: Þórdís Eyjólfsdóttir, b. í Eystra­Íragerði Pálssonar, b. í Eystra­Íragerði Vigfússonar. Sigrún Ástrós var dóttir Eiríks, rafvirkjameistara og stofnanda og forstjóra fyrirtækisins Bræðurn­ ir Ormsson hf., bróður Jóns sem einnig stofnaði fyrirtækið með Ei­ ríki. Annar bróðir Eiríks var Orm­ ur, rafveitustjóri í Borgarnesi. Þriðji bróðir Eiríks var Ólafur, faðir Orms sem var formaður Kvæðamannafé­ lagsins Iðunnar, föður Ólafs rithöf­ undar. Eiríkur var sonur Orms, b. í Kaldrananesi í Mýrdal Sverrisson­ ar, b. á Grímsstöðum Bjarnasonar. Móðir Sverris var Vilborg Sverris­ dóttir, systir Þorsteins, afa Jóhann­ esar Kjarval. Móðir Orms í Kald­ rananesi var Vilborg Stígsdóttir, b. í Langholti Jónssonar, bróður Jóns, prests í Miðmörk. Móðir Eiríks var Guðrún, systir Sveins, föður Einars Ólafs Sveinssonar prófessors, föður Sveins, fyrrv. Þjóðleikhússstjóra og fyrrv. dagskrárgerðastjóra ríkissjón­ varpsins. Guðrún var dóttir Ólafs, b. í Eystri­Lyngum Sveinssonar, Ingi­ mundarsonar. Móðir Sigrúnar Ástrósar var Rannveig Jónsdóttir, b. í Þykkvabæj­ arklaustri í Álftaveri Brynjólfssonar, b. í Þykkvabæjarklaustri Eiríkssonar, b. í Hraungerði Guðmundssonar, b. í Holti Loftssonar. Móðir Eiríks var Ástríður Pálsdóttir. Móðir Jóns var Málfríður Ögmundsdóttir. Móðir Rannveigar var Sigurveig Sigurðar­ dóttir, b. í Þykkvabæjarklaustri Nik­ ulássonar, og Rannveigar Bjarna­ dóttur. DV Ættfræði föstudagur 5. október 2007 41 MAÐUR VIKUNNAR Anna Sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur Anna Sigríður Pálsdóttir hef- ur verið valin í embætti dóm- kirkjuprests, fyrst íslenskra kvenna, og verður sett inn í embættið við guðþjónustu í Dómkirkjunni á sunnudaginn kemur. Hans Kristján Árnason framkvæmdastjóri Hans Kristján fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1969, prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1973 og stundaði framhaldsnám í viðskipta­ og hagfræði við London Business School 1973–75. Hans var viðskipta­ fræðingur hjá Sam­ bandi veitinga­ og gistihúsaeigenda 1973, aðstoðarfram­ kvæmdastjóri hjá SÍS 1975– 78, kennari við VÍ 1978–80, framkvæmdastjóri Hans Eide hf. 1978–84, og Alþýðu­ leikhússins 1984–85, stofnandi, framkvæmdastjóri og stjórnar­ formaður Stöðvar 2 og í stjórn Íslenska myndversins hf. 1985– 90, stundaði ráðgjöf og sinnti ýmsum verkefnum frá 1991, starfrækti listaverkaverslunina daDa ehf. í Kirkjuhvoli um skeið, hefur stundað bókaútgáfu, er stofnandi og framkvæmdastjóri Þjóðarhreyfingarinnar og er nú að vinna að heimildarmynd fyrir sjónvarp. Hans var aðstoðarmaður við aðalræðismannsskrifstofu Hollands á Íslandi, vararæð­ ismaður Hollands 1979–83, sat í stúdentaráði HÍ 1970–72, stjórn Vöku 1971–72, í fjáröfl­ unarnefnd Rauða kross Íslands 1978, í stjórn Lífs og lands 1980– 82, er félagi í The American­ Scandinavian Society í New York og í The LBS Alumni Association, var þátttakandi í fjölþjóðlegri vinnustofu listamanna, MOB­ SHOP, 1981 og hefur átt frumkvæði að og haft umsjón með fjölda listviðburða hér á landi og erlendis. Hans skrifaði bók­ ina Að elska er að lifa. Hans Kristján Árnason ræðir við Gunnar Dal, útg. 1994. Hann hefur skrifað fjölda blaðagreina, flutt útvarpserindi og haft umsjón með og stjórnað sjónvarpsþáttum fyrir Stöð 2 og Ríkissjónvarpið. Þá gaf hann út bókina um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð 1995. Hans kvæntist 24.6. 1994 Kristínu Petersen, f. 17.6. 1952. Þau skildu. Dóttir Kristínar er Ástríður Viðarsdóttir, f. 23.10. 1985, háskólanemi. Fyrri kona Hans var séra Anna Sigríður Pálsdóttir, f. 16.7. 1947. Þau skildu. Synir Hans og Önnu: Árni Páll, f. 27.12. 1968, kvikmyndagerðarmaður í Reykjavík, en börn hans eru Egill Orri og Nói; Gunnar, f. 26.5. 1971, leikari í Reykjavík, og eru börn hans Snæfríður Sól og Kormákur Jarl; Ragnar, f. 29.3. 1978, grafískur hönnuður í Reykjavík, og er sonur hans Hrappur. Systkini Hans: Ingunn, f. 3.12. 1948, læknaritari; Guðrún, f. 28.4. 1950, sálfræðingur; Einar, f. 3.2. 1956, hagfræðingur BSRB. Foreldrar Hans: Árni Kristjánsson, f. 19.1. 1924, d. 2000, framkvæmdastjóri og aðalræðismaður í Reykjavík, og k.h., Kristine Eide Kristjánsson, f. 22.10. 1921, húsmóðir. Hans heldur upp á afmælið með fjölskyldu og vinum á heimili sínu á afmælisdaginn. Alexander fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hann lauk héraðsskólaprófi frá Laugarvatni 1940, Samvinnuskólaprófi 1944, stofnaði trésmiðju í Ólafsvík 1945, var kaupfélagsstjóri í Ólafsvík 1947–1962, varð skrifstofustjóri Ólafsvíkurhrepps 1962, oddviti þar 1966 og jafnframt sveitarstjóri til 1978. Alexander var varaþingmaður Framsóknarflokksins 1959– 1978, þingmaður Vesturlands­ kjördæmis 1978–1991 og félags­ málaráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar 1983–1987. Alexander sat í hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps 1952–1982, í fulltrúaráði Sambands sveit­ arfélaga 1967, í stjórn Sam­ bands sveitarfélaga 1974 og varaformaður stjórnar 1978– 1982. Í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga frá stofnun 1969 og varaformaður 1969–1982. Í stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga 1971–1983. Fyrsti formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 1969–1975. Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1976­1983 og í stjórn Fram­ kvæmdastofnunar ríkisins 1979. Formaður stjórnar Heilsu­ gæslustöðvarinnar í Ólafsvík 1992. Alexander kvæntist 20.12. 1942 Björgu Hólmfríði Finnbogadóttur, f. 26.9. 1921, húsmóður. Hún er dóttir Laufeyjar Einarsdóttur og Finnboga Lárussonar, kaupmanns og útgerðarmanns í Gerðum, síðar kaupmanns og útvegsbónda á Búðum og í Ólafsvík. Börn Alexanders og Bjargar eru: Finnbogi, f. 9.6. 1943, héraðsdómari, kvæntur Sigríði Halldórsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau þrjú börn; Svanhildur, f. 19.2. 1945, flugfreyja, gift Marinó Sveinssyni bankafulltrúa og eiga þau tvö börn; Stefán, f. 26.8. 1946, bifvélavirki, kvæntur Lailu Michaels­ dóttur skrifstofumanni og eiga þau fjögur börn; Lára, f. 4.5. 1948, kerfisfræðingur, gift Þórði Ólafssyni, starfsmanni við Alþjóðabankann í Washington, og eiga þau þrjú börn; Örn, f. 26.6. 1949, skipstjóri, kvæntur Aðalheiði Eiríksdóttur skrifstofu­ manni, og á hann þrjú börn; Atli, f. 7.3. 1953, kennari í Ólafsvík, kvæntur Elfu Ármannsdóttur íþróttakennara, og eiga þau þrjú börn. Systkini Alexanders: Sigríður, f. 13.3. 1911, d. 28.1. 1986, kenn­ ari í Ólafsvík; Fríða Eyfjörð, f. 8.2. 1914, nú látin, íþróttakenn­ ari í Reykjavík, var gift Friðriki Eyfjörð verslunarmanni; Þorgils, f. 23.9. 1918, fyrrverandi kennari á Akranesi, kvæntur Ingibjörgu Hjartar; Gestheiður, f. 21.12. 1926, húsmóðir í Ólafsvík, gift Elínbergi Sveinssyni vélstjóra; Erla, f. 4.4. 1930, kennari í Kópa­ vogi, var gift Konráð Péturssyni, en þau skildu. Foreldrar Alexanders: Stefán Kristjánsson, f. 24.4. 1884, d. 14.11. 1968, vegaverkstjóri, og Svanborg Jónsdóttir, f. 14.6. 1881, d. 4.10. 1978 Alexander Stefánsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra 85 ára á laugardag 60 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.