Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 43
DV Helgarblað föstudagur 5. október 2007 43 „Þetta er gömul og góð uppskrift sem ég gróf upp aftur fyrir ekkert svo löngu. Og hún féll vel í kramið, meira að segja hjá börnunum,“ segir Unnur M. Björnsdóttur, matgæðingur vik- unnar, sem býður upp á döðlukjúkl- ing. „Fyrir mörgum mörgum árum var þessi uppskrift mikið í gangi í fjölskyldunni. Svo fór karlinn eitt- hvað að tala um hana um daginn og þá dró ég hana fram. Hún kemur upphaflega frá einni systur minni en ég man ekki nákvæmlega hvar hún fékk hana. Það er annaðhvort hægt að nota heilan kjúkling og hluta hann niður eða bara bringur,“ segir Unnur og kveðst sjálf nota bringur í takt við nútímann. „En einu sinni var þetta bara heill kjúklingur.“ Unnur segist ekki elda svona kjúklingarétt oft í mánuði heldur bara svona öðru hverju. „Maður er alltaf að reyna að breyta aðeins til og finna eitthvað skemmtilegt fyrir fjöl- skylduna svo fólk verði ekki þreytt á einhverju,“ útskýrir Unnur en þau eru sex í heimili. Aðspurð hvort hún fái kvartanir ef fjölbreytnin er ekki nógu mikil segist Unnur ekki hafa lent því. „Ég held líka að ég standi mig ágæt- lega í því að finna eitthvað nýtt.“ Auk kjúklingsins lætur Unnur les- endur fá uppskrift að forláta ávaxta- salati. Döðlukjúklingur 4–5 kjúklingabringur 2 epli afhýdd/bitar 100 g valhnetukjarnar (gróft saxaðir) 1 bolli döðlur (skornar í bita) ½ saxaður laukur ½ lítri rjómi 2 tsk. karrí 2 msk. smjör salt og pipar Kjúklingurinn er skorinn í bita og brúnaður, kryddaður með salti og pipar. Laukurinn brúnaður í smjöri þar til hann er meyr. Karrí og hnetum er bætt út í og því næst er eplum bætt í og látið malla. Þá er rjómanum hellt smám saman út í og látinn sjóða þar til sósan er orðin hæfilega þykk. Nota rjómann eftir smekk. Þegar sósan er orðin nógu þykk er döðlunum bætt í og látið malla þar til kjúklingurinn er orðinn fulleldaður. Borið fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauks- brauði. Ávaxtasalat með rjómasósu Ávextir að eigin vali til dæmis jarðarber, epli, melóna, kíví og vínber. Rjómasósa 2 eggjarauður 50 g makkarónukökur 3 msk. bailey‘s (má nota aðra líkjöra) 1 peli rjómi Myljið makkarónukökurnar í skál og hellið Bailey‘s yfir og látið bíða um stund. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær verða ljósar. Þeytið rjómann og blandið svo makkar- ónublöndunni út í eggjarauðurnar og síðast þeyttum rjómanum. Gömul uppskrift „Ég skora á Hilmar Jónasson, vinnufélaga mannsins míns, að vera næsti matgæðingur.“ Þýskur Riesling Það er ekki auðvelt að rækta vín á hjara veraldar en Þjóð-verjar framleiða gæðavín sem eru ólík flestum öðrum. Þjóð-verjar eru samt þekktari fyrir ódýr, fjöldaframleidd, sæt lággæðavín eins og Liebfraumilch. sjálfir drekka Þjóðverjar góðu, þurru vínin en stór hluti útflutningsins er sæti óþverrinn sem selst til að mynda vel á bretlands- eyjum. Þýsk vín hafa batnað gríðar-lega síðasta hálfan annan ára-tuginn, þótt úrvalið í ríkinu beri þess lítil merki. Það sem stendur þeim helst fyrir þrifum er áralangt niðurlægingar- skeið og fullkomlega óskiljanlegt regluverk. sem dæmi má nefna að kabinett, spätlese og auslese geta verið sæt, þurr eða mitt á milli. Miðinn getur vísað í lítinn víngarð, heilt svæði eða jafnvel heilt hérað. riesling er helsta framlag Þýska-lands til vínmenn-ingarinnar en þrúgan er líklega afkomandi villtra vínþrúga úr rínardalnum. Þrúgan virðist kunna best við sig á köldum vín- ræktarsvæðum í Mósel- og rín- ardalnum ásamt alsace í frakk- landi en ræktendur hafa einnig náð góðum árangri í Nýja-sjálandi og svölum svæðum í Ástralíu. oft er sterkur blómailmur af riesling-vínum ásamt grænum eplum, límónu, ferskjum, rús- ínum og hunangi. fá hvítvín eldast bet- ur en riesling og þá verður límóna og olíukeimur meira áberandi. Áfengis- gjaldið er lágt í samræmi við lága áfengisprósentu og því eru þýsk vín gjarnan á góðu verði í ríkinu. Vínframleiðsla er langmest í suðvestanverðu landinu, ná-lægt landamærum frakk-lands. Yfirleitt eru þrúgurnar ræktaðar við ár sem jafna hit- ann á ekrunum. Jarðvegurinn er jafn- an úr flögubergi sem drekkur í sig hitann og heldur honum yfir svalar nætur. bestu víngarðarnir eru í mikl- um halla þannig að sólarljósið nýtist vel en vélvæðing er að sama skapi erfið við uppskeru. Víngarðarnir eru oft smáir og tegundirnar virðast óteljandi. Í Þýskalandi eru ræktað-ar 135 þrúgur, þar af 100 hvítar. riesling er langalgengasta þrúg-an (20%) en á hæla þess kemur Müller-thurgau (14%). ekki ósvipuð þrúga en nær yfirleitt ekki sömu hæðum og riesling. Vandamálið við riesl- ing er að það tekur hana 130 daga að þroskast sem getur verið hættulegt á norðlægum slóðum. Müller-thurgau þarf hins vegar aðeins 100 daga. PÁlmi jónasson vínsérfræðingur DV Dr. Loosen Riesling dr. Loosen (lósen – ekki lúsen) hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í Móseldalnum í tvær aldir. ernst Loosen tók við fyrirtækinu 1988 og hefur endurvak- ið virðingu þess. fyrir tveimur árum var hann valinn víngerðarmaður ársins hjá decanter. Vínviðurinn er 60 ára gamall og ernst Loosen hefur tekið fyrir alla notkun á tilbúnum áburði. framleiðandi sem alltaf reynist vel. Prófið dýrari útgáfurnar! Þetta vín er fölgult með góðri smárablómalykt og límónu. Meiri blóm, apríkósur, ferskjur og rabbarbari í munni. skemmtilega súrsætt vín. svolítið eins og sítrónu/ kampavínssorbet. Vínið er ekki nema 8% sem skýrir hagstætt verðið. góður framleiðandi og frábært verð skila fjórða glasinu. 990 krónur. Hochheimer Daubhaus Riesling Kabinett 2006 Hochheimer daubhaus hefur verið selt í ríkinu lengur en elstu menn muna. Áin rín rennur í norður en á reihngau-svæðinu tekur hún skarpa vinstri beygju. Loftslagið er temprað og hentar vel til víngerðar. Þar eru nokkur mjög góð vínhús en daubhaus er eitt samlagsvínanna. græn epli, sítrus, ananas og smá aspas í nefi. Mikið eplabragð, límóna, perur og örlítill ananas. Létt og milt vín, hálfgerður epladjús. 1090 krónur. Palts Riesling 2004 Weincontor Mittelhaardt er risavínsamlag þriggja vínsamlaga. eitt þeirra er Vier Jahres- zeiten í bad durkheim í Pfalz en það er vínsamlag 79 vínbænda, stofnað 1934. Loftslag og aðstæður í Pfalz er mjög svipað og í alsace. Í bad durkheim er stærsta víntunna heims en hún rúmar 1,7 milljónir lítra. Hún var gerð árið 1934 úr 200 risafurum. Í henni eru 178 stafir sem hver um sig er 15 metrar á lengd og 15 sentimetrar á breidd. Hver fura dugði í einn tunnustaf. Palts er lyktarlítið en þó má greina epli og sítrus, jafnvel jarðarber og ferskjur. bragðið minnir helst á epla-cider. 1090 krónur. GRAFIN UPP Unnur M. Björnsdóttir Matgæðingurinn Meistarinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.