Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 44
föstudagur 5. október 200744 Ferðir DV
„Ég komst ekki eins mikið upp á fjöll
í sumar og undanfarin sumur vegna þess
að við konan eignuðumst okkar ann-
að barn í lok maí,“ segir Dr. Gunni þeg-
ar hann er spurður hvort hann hafi ver-
ið duglegur að ganga í sumar. „Það varð
mikil fjallavakning hjá mér þegar ég fékk
mér bókina eftir Ara Trausta Guðmunds-
son og Pétur Þór Þorleifsson, Íslensk fjöll,
gönguleiðir á 151 tind. Fyrir það þekkti ég
engin fjöll nema Esjuna og kannski Keili“
segir doktorinn glaður í bragði.
Fossagallerí
„Þrátt fyrir nýja barnið fékk ég útivist-
arleyfi í tvo daga til að fara á Fimmvörðu-
háls. Hann er frábrugðinn öðrum fjall-
gönguleiðum að því leytinu til að maður
fer upp á einum stað en niður á öðrum.
Það krafðist töluverðrar skipulagning-
ar,“ segir Dr. Gunni en með honum í för
voru hjón sem eru góðir vinir hans. „Fyrst
er gengið í tvo eða þrjá tíma upp með
Skógaá. Þar er sannkallað fossagallerí, því
það eru stórkostlegir fossar úti um allt.
Því næst er farið yfir göngubrú og við tek-
ur ekta öræfalandslag,“ segir doktorinn
en þremenningarnir fengu ágætis veð-
ur á leiðinni. Dr. Gunni segir landslag-
ið á leiðinni mjög fjölbreytilegt. „Við tók
hrikalega drungalegt jöklaumhverfi. Þar
gengur maður í skítugum snjó og á svelli í
svolítinn tíma sem er mjög sérstakt,“ seg-
ir hann.
Undurfögur sýn
„Þegar maður er kominn upp á topp
lendir maður í frægu veðravíti. Þar er
allra veðra von og þarna er minnisvarði
um fólk sem varð úti á þessum stað fyrir
nokkrum áratugum. Við vorum hins vegar
heppin með veður og sáum vel til beggja
jökla, Mýrdalsjökuls og Eiríksjökuls,“ seg-
ir Dr. Gunni en leiðin um Fimmvörðu-
háls liggur á milli þessara jökla. „Fljótlega
byrjar maður svo að feta sig niður í Þórs-
mörk, en ég hafði lesið í leiðarlýsingum
að þar myndi blasa við undirfögur sýn yfir
hálendið. Það var eins og við manninn
mælt, þessi undirfagra sýn blasti við okk-
ur og olli okkur ekki vonbrigðum,“ segir
Dr. Gunni og bætir að nýtt félag hafi ver-
ið stofnað á leiðinni yfir Fimmvörðuháls;
Ferðafélagið Kattahryggir.
Skreið yfir Kattahryggi
Dr. Gunni segir leiðina niður hafa ver-
ið býsna erfiða. „Við gengum yfir svokall-
aðan Heljarkamb þar sem við þurftum að
hanga í keðjum til að tryggja öryggi okkar.
Það var mjög ógnvænlegt. Svo þegar mað-
ur var alveg að koma í Bása, þar sem skál-
inn sem Útivist á er staðsettur, gengum við
yfir Kattahryggi, sem voru hrikalegri en ég
hafði ímyndað mér. Þar gengur maður á
eins metra breiðum hrygg með þverhnípi
beggja vegna. Einn meðlimur nýstofnaðs
ferðafélags fór skríðandi þar yfir,“ segir
doktorinn léttur í bragði en þvertekur fyr-
ir að það hafi verið hann sjálfur. „Ég var
svo „upptjúnaður“ eftir gönguna að ég fór
þetta bara létt.“
Annað er rusl
Dr. Gunni segir ferðina hafa verið frá-
bæra. „Náttúrufegurðin á þessari leið
er einstök og sprengdi þá kvarða sem ég
hafði yfir náttúrufegurð áður. Það var eig-
inlega hálfómerkilegt að keyra til Reykja-
víkur daginn eftir því okkur fannst allt sem
við sáum á leiðinni bara rusl í samanburði
við það sem við sáum upp frá,“ segir dokt-
orinn og hlær en bætir við að hann hafi
nú reyndar sofið megnið af leiðinni eftir
erfiða fjallgöngu. Hann er þegar búinn að
ákveða næstu hálendisför. „Næsta sumar
ætla ég að fara hina vinsælu öræfaferð-
ina sem er hinn svokallaði Laugavegur.
Það er tveggja til þriggja daga ganga fyr-
ir venjulega menn, þó einhver þindarlaus
ofurhugi hafi hlaupið þá leið á fjórum og
hálfum tíma í sumar. Hann hlýtur að vera
súperman,“ segir Dr. Gunni að lokum.
á ferðinni Fyrir nokkrum árum fékk Dr. Gunni sér bók sem markaði upphafið að nýju áhugamáli tónlistar-
mannsins góðkunna. Áhugamálið var fjallganga og hefur hann síðan þá
verið duglegur að ganga um fjöll og firnindi. Dr. Gunni segir hér frá því
þegar hann gekk um Fimmvörðuháls í sumar.
FimmvÖrðuháls:
Allt AnnAð er rusl
U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s
Haustútsala í Tvö líf!
Holtasmári 1 517 8500 www.tvolif.is
Opið á virkum dögum 11-18
Laugardögum 11-16
Mánudag 1/10 - laugardag 6/10
Haust meðgöngufatnaður
á 20% afslætti
Haust barnaföt
á 25% afslætti
Góðar vörur á frábæru verði!
Dr. Gunni tekur á rás Á skítugum snjó á skriðjökulssporði.
Dr. Gunni Í upphafi ferðar.
Doktorinn sofandi alveg búinn á því eftir gönguna.