Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Qupperneq 48
Föstudagur 5. október 200748 Helgarblað DV „Þetta hafa verið viðburðaríkir mán- uðir,“ segir leikstjórinn, eiginmaður- inn og faðirinn Ragnar Bragason en kvikmyndin Börn sem hann gerði í samstarfi við leikhópinn Vestur- port hefur gengið vonum framar á kvikmyndahátíðum víða um heim. Ragnar, sem er 36 ára, hefur þrátt fyrir ungan aldur gert þrjár kvik- myndir í fullri lengd auk hundraða sjónvarpsþátta. Slysaðist út í kvikmyndagerð „Þetta var nú allt hálfgerð tilvilj- un,“ segir Ragnar aðspurður hvern- ig áhugi hans á kvikmyndagerð hafi kviknað. „Ég var aldrei neitt kvik- myndaböff og ætlaði reyndar allt- af að verða rithöfundur,“ en þetta breyttist allt með einum kvikmynda- kúrs í framhaldsskóla þegar Ragnar var tvítugur. „Ég skráði mig í kúrs hjá Önnu G. Magnúsdóttur sem gekk í raun bara út á það að fræðast um kvikmyndagerð og gera síðan eina stuttmynd í lokin,“ og segir Ragnar að eftir það hafi ekki verið aftur snú- ið. „Kvikmyndagerðin sameinaði í raun öll mín áhugamál. Það að skrifa, skapa og einnig að vinna með öðru fólki,“ en Ragnar segist mjög fé- lagslyndur maður. „Einsemd rithöf- undarins hefði hvort sem er aldrei hentað mér.“ Lærði af reynslunni Þó að Ragnar hafi fundið áhug- ann kvikna í kvikmyndakúrsinum hélt hann ekki áfram í kvikmynda- gerðarnámi. „Ég fór löngu leiðina eins og svo margir Íslendingar og lærði af reynslunni,“ en Ragnar fór í kjölfarið að vinna að gerð tónlistar- myndbanda og auglýsinga fyrir vini og kunningja. „Árin 1994 til 2000 fóru að mestu í að gera sjónvarpsþætti, mest fyrir Stöð 2,“ en Ragnar gerði í kringum 200 þætti á þeim tíma. „Ég man til dæmis vel eftir tut- tugu þátta röð sem hét 03 og fjall- aði um ungt fólk á þrítugsaldri sem var að byrja sinn atvinnuferil. Við gerðum þá um 60 tíu mínútna lang- ar heimildarmyndir um ungt fólk úr öllum áttum og það var heljarinnar verkefni.“ Fóstbræður og kvikmynd í fullri lengd Þó að vel hafi gengið í sjónvarps- þáttagerðinni segir Ragnar það alltaf hafa verið markmiðið að gera kvik- mynd í fullri lengd. „Ég skrifaði mörg handrit á þessum tíma. Það var samt ekki fyrr en um 1997 sem ég byrjaði að fá styrki til handritsgerðar og það fyrsta varð að myndinni Fíaskó. Ég byrjaði að taka hana upp árið 1999 og hún var svo frumsýnd árið 2000.“ Myndin vakti töluverða athygli á sínum tíma og hlaut meðal ann- ars Edduverðlaun auk þess að hljóta verðlaun á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Kaíró sem er svokölluð A-hátíð. Ragnar segir að hugmyndin að handritinu hafi verið sambland af ýmsu sem vakti athygli hans á þess- um tíma. „Meðal annars voru það trúmál og hræsni,“ en myndin segir nokkrar sögur sem tvinnast í eina og þar á meðal leikur Eggert Þorleifs- son trúarsafnaðarleiðtoga sem er gerspilltur og óheiðarlegur. „Í raun var Fíaskó þó bara lítil ástarsaga sem gerist í Reykjavík.“ Eftir Fíaskó segir Ragnar að áherslan hafi verið aðallega á leiknu efni. Í kjölfarið á Fíaskó gafst Ragn- ari tækifæri til að leikstýra hinum ógleymanlegu gamanþáttum Fóst- bræðrum sem að öllu jöfnu eru tald- ir með bestu íslensku grínþáttunum fyrr og síðar. „Ég leikstýrði fimmtu og síðustu þáttaröðinni og það var auðvitað frábært tækifæri. Á svipuð- um tíma gerði ég líka einn hluta af myndinni Villiljós,“ og segir Ragnar að við vinnslu Fíaskó, Fóstbræðra og Villiljósa hafi hann kynnst mörgu af því fólk sem hann hefur unnið mest með síðan. Langur aðdragandi að Börnum og Foreldrum Það var um þetta leyti sem Ragn- ar fór að leggja drögin að mynd- unum Börn og Foreldrar með leik- hópnum Vesturporti. „Ég gerði heimildarmynd um sýningu Vestur- ports á Rómeó og Júlíu í London sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Myndin hét Love Is In The Air en sýningin tafði í rauninni gerð Barna og Foreldra um eitt ár,“ segir Ragn- ar en hann var byrjaður að skipu- leggja myndirnar með leikhópnum áður en boðið um að sýna í London kom til. „Ég þekkti marga af helstu leik- urunum áður en ég gerði Love Is In The Air. Til dæmis fann ég Nínu og Gísla þegar þau voru ennþá í leik- listarskólanum og þau léku í mín- um parti af Villiljósum. Þá lék Ólaf- ur Darri í Fíaskó þannig að þetta var allt komið af stað,“ segir Ragnar en handrit myndanna skrifaði Ragnar ásamt leikurunum myndanna. „Ég og þrír aðalleikararnir úr hvorri mynd erum titluð sem hand- ritshöfundar myndanna en það er í raun allur leikarahópurinn sem kom að handritinu.“ Ragnar segir að hver og einn leikari hafi borið ábyrgð á sinni persónu og fengið að ráða ýmsu í sambandi við hana. Gagnvirk kvikmyndagerð og Næturvaktin Ragnar segir að samspil hans við leikarana sé eitt það mikilvæg- asta í vinnuferli sínu og sé lykillinn að góðu samstarfi. „Ég reyni mik- ið að brjóta upp þetta egósentríska umhverfi sem leikstjórar hafa í kvik- myndabransanum. Leikstjórar hafa oft á tíðum hálfgert einræðisvald,“ og segir Ragnar það ranga og óheill- andi nálgun á kvikmyndagerð. „Mér finnst það mjög undarlegt í ljósi þess að kvikmyndagerð er hópíþrótt og eitthvað sem einn maður gæti aldrei framkæmt. Þetta er svolítið gömul hugsun og á kannski frekar við rit- höfundinn eða málarann þó að auð- vita þurfi alltaf að setja nafn einhvers við myndina.“ Ragnar segir að gerð myndanna Barna og Foreldra hafi því ver- ið mjög opið ferli og gagnvirkt en Ragnar segist ætla að halda áfram að KviKmyndagerð er hópíþrótt Leikstjórinn Ragnar Bragason hefur gert það gott undanfarin misseri með myndun- um Börn og Foreldrar. Börn hreppti ný- lega aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Kaupmannahöfn en hún hafði áður hlotið verðlaun víðs vegar um heim. Ragnar undirbýr þessa dagana ára- mótaskaupið auk þess sem hann vinnur að nýrri kvikmynd sem tökur eiga að hefjast á næsta haust. Ragnar segist reyna að brjóta niður hið hefðbundna form leik- stjórnar og leggur alla áherslu á samspil við leikara og samstarfsmenn. ÆtLaði að veRða RithöFuNduR Áhugi ragnars á kvikmyndagerð kviknaði óvænt í menntaskóla. dv myNdiR áSGeiR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.