Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Qupperneq 49
DV Helgarblað Föstudagur 5. október 2007 49 KviKmyndagerð er hópíþrótt vinna eftir þeim leiðum og hefur þeg- ar gert það. „Það var sama upp á ten- ingnum við gerð Næturvaktarinnar,“ segir Ragnar um gamanþættina sem eru sýndir á Stöð 2 um þessar mund- ir. „Við erum fimm handritshöfundar að þáttunum,“ segir Ragnar og nefn- ir sjálfan sig, Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon og Jörund Ragnarsson sem leika aðalhlutverkin auk Jóhanns Ævars Grímssonar sem meðal ann- ars skrifaði handritið að Astrópíu. „Við byrjuðum síðasta haust og sett- umst þá fimm niður og skrifuðum handritið saman. Við bjuggum til persónurnar og þá atburði sem við vildum að myndu gerast í þáttun- um,“ og segir Ragnar að undirbún- ingsferlið hafi verið mjög skemmti- legt. „Í kjölfarið á því fórum við að taka upp og spinna í senur,“ en þó það geti virkað þunglamalegt að hafa marga handritshöfunda segir Ragnar að það gangi betur upp ef leikararn- ir eru með því þeir þurfa þá að fylgja því sjálfir eftir á tökustað. Ragnar er mjög sáttur við þau við- brögð sem Næturvaktin hefur fengið og og segir ekki hafa staðið á þeim. „Það var mjög spennandi að sjá hvernig þetta gengi upp því þættirn- ir eru ekki eins og íslenskir grínþætt- ir eru yfirleitt,“ og á Ragnar þá við hið svokallaða sketsaform sem hefur einkennt íslenska grínþætti eins og Fóstbræður, Spaugstofuna, Stelpurn- ar, Svínasúpuna og áramótaskaup- in. „Þættirnir hafa upphaf, miðju og endi. Þannig að þeir segja einhverja samliggjandi sögu.“ Gullni svanurinn sætur Eins og áður hefur komið fram hefur Börn unnið til nokkurra verð- launa. Ragnar fékk leikstjóraverðlaun- in á Transilvaníuhátíðinni í Rúmeníu og Ólafur Darri var valinn besti leik- arinn á hátíð í Rússlandi svo fátt eitt sé nefnt. Nú síðast hreppti myndin Gullna svaninn í Kaupmannahöfn en það eru aðalverðlaun alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar þar í borg. „Gullni svanurinn var alveg sér- lega sæt verðlaun. Ástæðan er sú að á mörgum hátíðum er verið að ein- blína á að sýna nýjar myndir eða myndir sem hafa ekki verið sýndar neins staðar áður en hátíðin í Kaup- mannahöfn einbeitir sér bara að því að sýna brot af því besta það árið og því verðlaunin ennþá sérstakari fyr- ir vikið.“ Auk þess að hafa hlotið öll þessi verðlaun erlendis hreppti Börn einnig ein Edduverðlaun á síðasta ári en var tilnefnd til átta. Ragnar segir að þrátt fyrir að Börn hafi það sem af er fengið fleiri verð- laun hafi myndin Foreldrar í raun verið sýnd á betri kvikmyndahátíð- um. „Foreldrar hefur verið sýnd til dæmis á kvikmyndahátíðinni í Rott- erdam sem flokkast undir A-hátíð. Þá á Foreldrar einnig eftir að fara á um tíu hátíðir í viðbót á næstu mán- uðum og því allt opið ennþá,“ segir Ragnar en auk þess keppir Foreldrar til Edduverðlaunanna í ár. Gerir skaupið í ár Þrátt fyrir velgengnina undanfar- ið ætlar Ragnar ekkert að slaka á og er með nokkur járn í eldinum. „Þessa dagana er ég að undirbúa áramóta- skaupið,“ en þessi rótgróni sjónvarps- viðburður er iðulega einn sá stærsti ár hvert. „Þegar maður fær eitthvað svona rótgróið verkefni í hendurn- ar vill maður gjarnan hrista aðeins upp í því og ég stefni á að gera skaup sem að fólk hefur ekki séð áður,“ segir Ragnar en hann fær hjálp frá tveim- ur af handritshöfundum Næturvakt- arinnar við gerð þess. „Þeir Jón Gnarr og Jón Ævar skrifuðu fyrsta hluta handritsins og tökur fara að hefjast bara á næstu vikum,“ en Ragnar úti- lokar ekki að fleiri handritshöfundar bætist við hópinn seinna meir. Ragn- ar stefnir á að hafa ný andlit í skaup- inu þó svo að mörgum af reyndustu grínurum landsins muni bregða fyr- ir. „Við búum í það litlu samfélagi að leikararnir eru nú ekki það marg- ir. Auk þess að leikari þarf að hafa ákveðna hæfileika til þess að vera fyndinn þannig að auðvitað verður mikið af kunnuglegum andlitum.“ Kvikmynd næsta haust Undirbúningsvinna að næstu kvikmynd Ragnars er einnig hafin og býst hann við því að hefja tökur næsta haust. „Ég er með tvö handrit í hönd- unum. Eitt sem ég er búinn að klára og annað sem ég er að vinna í,“ en þó svo að Ragnar skrifi handritið að þessu sinni segist hann ætla að halda áfram að nýta sér þá vinnuhætti sem hann hefur notast við í gegnum tíð- ina. „Samspil mitt við leikarana mun halda áfram. Bæði til þess að fá það besta út úr hverjum og einum og svo er þetta hópíþrótt eins og ég nefndi áður,“ en Ragnar vill ekkert gefa upp um söguþráð handritanna að svo stöddu. Ragnar segir að fjármögnun á verkefninu sé á frumstigi en að und- irbúningsvinnan sé komin vel af stað. „Grunnvinnan og undirbún- ingurinn eru aldrei ofmetin í þessari starfsgrein. Þau eru undirstaðan að öllu og lykillinn að góðu verki,“ seg- ir Ragnar sem flýtir sér hægt. Ragnar segist hafa lært það fljótt að í þessum bransa sé aldrei hægt að hengja sig á eitt verkefni. „Maður verður eigin- lega að vinna fimm ár fram í tímann. Það þýðir ekki að hengja sig á eitt- hvert eitt verkefni og setja allt púður í það. Svo dettur það kannski upp fyr- ir og þá er allt í volli. Maður verður að vera með nokkra bolta í gangi og sjá hver hittir í mark,“ segir Ragnar að lokum óþreyjufullur að hefja næsta verkefni. asgeir@dv.is Foreldrar Á eftir að fara á tíu kvikmynda- hátíðir á næstu mánuðum. Börn Hefur farið sigurför um evrópu. Gullni svanurinn í höfn ólafur darri ólafsson, Nína dögg Filippusdóttir, ragnar bragason og gísli örn garðarsson. RaGnaR BRaGason segir kvikmyndagerð vera hópíþrótt og leggur mikla áherslu á samspil við samstarfsfólk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.