Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 8
Í DV á þriðjudaginn var viðtal við Svandísi Rós Þuríðardóttur, sem þurfti að flýja með þrjú börn sín úr hriplekri íbúð sem hún fékk leigða hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík. Mikill raki er í íbúðinni og þegar Svandís reif lista frá vegg og reif upp parket á gólfi blöstu við henni smá- kvikindi og sveppir. Tveir hamstrar og tveir naggrísir sem börn Svandís- ar áttu drápust milli veggja heimil- isins og telur Svandís ekki ólíklegt að sveppirnir hafi haft áhrif þar á. Því miður er Svandís ekki sú fyrsta og líklega ekki sú síðasta sem upplif- ir það að missa heimili sitt af völdum sveppa. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur þekkir það af eigin raun að búa í húsi sem myglusveppur hefur hreiðrað um sig í. Ekki aðeins misstu Sylgja og fjölskylda henn- ar heimili sitt, heldur líka búslóðina og heilsuna. Sú reynsla varð til þess að Sylgja Dögg ákvað að hjálpa öðr- um í sömu sporum, enda hefur hún menntunina til þess og stofnaði fyr- irtækið Hús og heilsa. Hér er saga Sylgju Daggar. Flúið af heimilinu „Að morgni 11. nóvember 2004 fluttum við fjölskyldan út úr hús- inu okkar og skildum eftir allar okk- ar veraldlegu eigur,“ segir Sylgja Dögg. „Ástæðan var myglusveppur. Við höfðum verið mjög veik í marga mánuði og leitað til margra sérfræð- inga. Rannsóknir og lyfjataka skiluðu litlum árangri og fátt var um skýring- ar. Við bjuggum í tæplega tuttuga ára gömlu húsnæði úr steinsteypu og hvergi var sýnilegur leki í húsnæð- inu. En það varð vatnstjón í íbúðinni sem var illa gengið frá og síðar kom í ljós að vegna þess hafði raki verið viðvarandi undir gólfefni í eldhúsi og í sökkli innréttingar. Þessi við- varandi raki leiddi til þess að kjörað- stæður mynduðust fyrir vöxt myglu. Loks þegar átti að „gera við“ settu verktakarnir sem rifu upp parketið af eldhúsgólfinu upp stóra blásara til þess að þurrka upp svæðið og voru þeir látnir ganga yfir nótt. Það var þessa nótt sem loksins rann upp fyrir okkur að það voru rakaskemmdirnar í húsinu sem voru að valda veikind- um okkar. Við urðum öll fárveik um nóttina og flúðum heimili okkar und- ir morgun.“ Eftir að fjölskyldan var flutt út voru tekin sýni og þau greind. Í ljós kom að í húsnæðinu voru nokkrar tegundir myglusveppa sem eru afar hættulegir heilsu fólks. „Margir þessara sveppa geta fram- leitt mjög hættuleg eiturefni,” útskýrir Sylgja Dögg. „Við fengum mjög góðar upplýsingar um það á sínum tíma hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.” Mörg og mismunandi líkamleg viðbrögð Hver urðu líkamleg viðbrögð ykk- ar við sveppnum? „Einkenni fjölskyldunnar voru mjög mismunandi eftir því hver átti í hlut og það var ein ástæða þess að okkur kom ekki fyrr til hugar að hús- næðið væri að valda þessum veik- indum. Einkennin eru líka mjög mis- munandi á milli daga, suma daga er maður nokkuð hress en aðra nær rúmliggjandi. Einkennin eru ekki viðvarandi og koma ekki endilega öll í einu eða á sama tíma. Helstu ein- kenni okkar voru meðal annars mik- il þreyta, ennisholubólgur, vöðva- og stoðkerfisverkir í líkama, sjóntruflan- ir, höfuðverkur, verkur bak við augu, þurrkur í hálsi á morgnana, sviðatil- finning í lungum, minnisleysi, hjart- sláttartruflun og kvíðaköst. Yngri börnin okkar, sem voru þá tæplega eins árs og tveggja ára, voru með stanslausar sýkingar í eyrum, ennis- holum og lungum. Þau grétu mikið og sváfu illa af vanlíðan. Sonur okkar sem er eldri sýndi einkenni ofvirkni að því leyti að hann var ör og gat lítið einbeitt sér. Hann var líka með verki í fótum, framan á sköflungum og stundum í hnjám og að auki var hann með stanslausa hellu fyrir eyrum og þrýsting í höfði eða ennisholum vegna slímmyndunar í öndunarvegi. Hann hóstaði nær stanslaust og var á tímabili greindur með astma. Hann svaf lítið vegna hósta og það kom fyr- ir að hann ældi vegna þess hversu mikið hann hóstaði. Sonur okkar hafði sofið allar nætur frá fæðingu og aðeins einu sinni fengið flensu. Dóttir okkar sem þá var tæplega eins árs svaf mjög illa og var með miklar meltingartruflanir sem voru ekki til staðar áður en vatnstjónið varð og sveppamyndunin í kjölfarið. Hún var með stanslausar sýkingar í eyrum og útbrot á líkama sem engar skýringar fundust á. Hún var afar viðkvæm fyr- ir mjólkurvörum á þessu tímabili og ég hélt jafnvel að hún hefði mjólkur- óþol. Það er rétt er að taka það fram að ekkert okkar sem bjuggum í þessu húsnæði greindist með ofnæmi fyr- ir þessum tegundum sveppa eða nokkru öðru, það var ekki hægt að sjá á blóðprufum að við mynduðum aukin mótefni gegn þessum myglu- sveppum. Samt sem áður vorum við fárveik.” Myglusveppur drepur gæludýr Í viðtalinu við Svandísi kom fram að gæludýr barna hennar hefðu dáið á milli veggja. Telur þú líklegt að þau hafi látist af völdum eiturárhrifa sveppsins? „Ég get ekki sagt til um það þar sem ég veit ekki hvaða tegund- ir myglsuveppa er að finna í þessari íbúð. Margar rannsóknir eru til um áhrif myglusveppaeiturs á dýr sem hafa sýnt fram á að við inntöku geta þau leitt til dauða. Einnig eru til rann- sóknir sem sýna fram á að gró, sem við öndum að okkur og erum í snert- ingu við, fara í meltingarveg og valda sömu einkennum og við inntöku um munn. Í ljósi þeirra rannsókna sem ég hef kynnt mér í þessum fræðum er hugsanlegt að dýrin hafi dáið vegna þess að þau hafi búið í sambýli við myglusveppi og því andað að sér gró- um og eiturefnum sem þeir gefa frá sér. Sum þessara eiturefna hafa mjög mikla eiturvirkni og eru til dæmis notuð í eiturefnahernaði. Það ætti nú að segja okkur eitthvað.” Sylgja Dögg nefnir dæmi um eitur- efni í matvælum eins og möndlum. „Það er hægt að nefna aflatoxin sem finnst í sumum matvælum eins og möndlum, hnetum og ostum. Árið 2005 dóu margir hundar vegna aflatoxin-inntöku vegna þess að korn sem var notað í hundamat var með hættulegu magni af þessum eiturefn- um. Þetta eru afleiðingar við beina inntöku. Ekki er að fullu rannsakað hversu miklu magni af gróum eða eiturefnum þarf að anda að sér til að hafa sömu eða svipuð áhrif á heilsu- far viðkomandi. En þess er vonandi ekki langt að bíða að þær upplýsing- ar liggi fyrir. Núna um miðjan október fannst mikið magn af þessum eiturefnum í korni í Iowa í Bandaríkjunum, og er varað við því að við inntöku geti kom- ið fram krabbamein í lifur og inntaka valdið dauða húsdýra.” Búslóðin brennd Sylgja Dögg og fjölskylda hennar misstu allar veraldlegar eigur sínar í kjölfar sveppamyndunarinnar fyrir þremur árum. „Já, við misstum við allar okkar veraldlegu eigur þar sem gró myglu- sveppanna höfðu dreifst vel og vand- lega yfir alla búslóðina okkar vegna blásaranna sem notaðir voru við þurrkun á rakanum í eldhúsinu. Við fundum það fljótt út að hvaða hlut- ir sem höfðu verið inni í húsnæðinu ollu einkennum í líkingu við þau ein- kenni sem við þekktum frá því að búa í húsnæðinu. Eftir margar tilraun- ir til að hreinsa föt og annað úr bú- slóð sem við höfðum tekið með okk- ur þennan afdrifaríka morgun, sáum við fram á að heilsa okkar og barn- anna skipti meira máli en þessar ver- aldlegu eigur. Búslóðin var brennd.” Óholl sumarbústaðalykt Fjölskyldan fluttist til ættingja, sem skaut yfir þau skjólshúsi, en fyrsta árið fluttu þau milli fimm íbúða. „Það var vegna þess að við þekkt- um svo lítið til veikindanna og gerð- um okkur ekki ljóst hvað það væri sem skipti máli til að ná heilsu. Við höfðum engan til að leita til og fá ráð- leggingar um neitt. Það hafði eng- inn opinberað þessa reynslu sína áður hérlendis svo við vissum til. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því á þessu tímabili að við höfðum feng- ið svokallað umhverfisóþol sem lýs- ir sér þannig að við þolum illa hvers kyns leysiefni sem og önnur kemísk efni sem eru mikið í notkun í dag, hvort sem er við nýbyggingar eða við hreinsun. Við leigðum okkur sumar- bústað á þessu tímabili sem við höfð- um verið í áður án nokkurra vand- ræða, en eftir að hafa andað að okkur þessu lofti í húsinu okkar þoldum við ekki að vera í sumarbústað sem ekki var upphitaður allan veturinn og safnaði því sagga og fúa, eða svona sumarbústaðalykt eins og margir kannast eflaust við.“ Töldu Ísland vera sökudólginn... Hvernig breyttist heilsufarið eftir að þið fóruð úr húsinu og hvernig er það nú? „Áður en við fluttum út úr húsinu höfðum við farið í þriggja vikna frí til Spánar og gantast með það hversu vel okkur liði öllum á Spáni. Við tengdum vanlíðanina auðvitað ekki ekki við okkar eigið húsnæði, heldur héldum við að loftið á Íslandi væri bara svona slæmt fyrir okkur! Það eru margir sem fá hugmynd um það að húsnæði þeirra hafi áhrif á heilsu eftir að hafa verið í burtu í einhvern tíma. Ég hef lært það í seinni tíð eftir þessa reynslu og eftir að hafa ferðast víða að loftið hérna á Íslandi er mjög hreint og lítið um myglusveppagró í lofti utandyra. Strax fyrstu nóttina eftir að við flutt- um út náðum við þó nokkrum bata. Það er afar mismunandi hversu fólk er fljótt að finna til breytinga á heilsu- fari, en allir eiga það þó sameiginlegt föstudagur 26. október 20078 Helgarblað DV sveppabaninn sylgja Dögg Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir sylgja dögg og fjölskylda hennar misstu heimili sitt, búslóðina og heilsuna af völdum myglusveppa sem hreiðruðu um sig í húsi þeirra. dv-myndir stefán AnnA KriSTine blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.