Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 42
föstudagur 26. október 200742 Helgarblað DV U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Kertavax og kreditkort Nú er sá árstími sem hvað rómantískastur er til að kveikja á kertum. en það er minna gaman þegar kertavax lekur niður á borð og ósjaldan hefur fólki tekist að rispa borð með því að ætla að fjarlæga vaxið með hnífi. rétta leiðin er hins vegar sú að setja ísmola á vaxið og brjóta það þannig. Vaxið hverfur þó ekki alveg með þeirri aðferð og til þess að ná afgangnum af er gott að nota kreditkort til að skrapa það upp. Hnífar skilja eftir sig rispur, en kreditkort ekki. Kjartan Gíslason, Hjá Sigga Hall á Óðinsvéum Meistarinn Matarsódi er ómissandi Það er ekki nóg með að maður eigi náttúrlega alltaf að hafa dós af matarsóda uppi við í eldhúsinu til að kæfa eld, ef svo illa fer að það kvikni í, heldur gagnast matarsódinn í mörgum öðrum tilvikum. Hann er til dæmis einstaklega góður til að þrífa rauðvíns- eða berjabletti af borðum. blandið saman matskeið af matarsóda og smá vatni þannig að úr verði þykkt deig. berið á blettinn og látið liggja í hálfan sólarhring. Þvoið af með hreinu vatni. Súkkulaðifrauð með stökkum botni, karamelluðum banana og cafe au lait ís. Uppskrift fyrir fjóra HnetUsmjörsbotn l 50 gr hnetusmjör l 1 msk. rjómi l 60 gr mjólkursúkkulaði, brætt l 30 gr mulið korn flakes Hnetusmjör og rjómi þeytt þar til það verður ljóst að lit. Bræddu súkkulaði og korn flakes blandað vel saman við hnetusmjörið og rjóm- ann. Öllu hellt í mót og kælt. súkkUlaðimoUsse l 50 gr dökkt súkkulaði l 125 gr léttþeyttur rjómi Blandið rjómanum við volgt súkkulaðið varlega með sleif áður en súkkulaðið kólnar (mjög mikilvægt). Hellið því yfir hnetusmjörsbotn- inn og sléttið úr yfirborðinu. Kælið því næst eða frystið í minnst fjórar klukkustundir. Skerið í skammta og stráið yfir kakói. romm-karamellU-bananar l 2 msk. sykur l 2 msk. romm l 2 stk. bananar, afhýddir og skornir í tvennt l 1 msk. smjör Hitið sykur á pönnu þar til hann fer að brúnast, bætið smjörinu og bönunum út á pönnuna. Veltið því næst bönunum upp úr karamellunni og bætið romminu við varlega, þar sem það mun kvikna í því. Slökkvið undir en leyfið romminu að brenna og berið fram strax. Cafe aU lait ís l 500 ml mjólk l 5 stk. eggjarauður l 100 gr sykur l 1 msk. kaffibaunir Setjið mjólk, sykur og kaffi- baunir í pott og sjóðið upp á og lát- ið standa undir plasti í 20 mínútur. Bætið eggjarauðum við, hækkið var- lega undir, hrærið í með sleif þar til þykknar. Setjið í blandara og vinnið saman og sigtið. Frystið í ísvél eða formi í frystið. Bláberjakaka með kanilbragði berjakökur eru vinsælar á þessum árstíma og nú er um að gera að nýta bláberin sem við eigum, bjóða til kaffisamsætis og baka eina ljúffenga bláberjaköku. l 1 bolli púðursykur l ²⁄3 bollar hveiti l 1 tsk. kanill l ½ bolli smjör l 2 bollar hveiti l 2 tsk. lyftiduft l ½ tsk. salt l ½ bolli smjör l 1 bolli sykur l 1 egg l 1 tsk. vanilludropar l ½ bolli mjólk l 1 bolli fersk bláber l ½ bolli flórsykur til skrauts Hitið ofninn í 175°C gráður. smyrjið bökunarform vel, helst með bökunarúða. fyrst er blandað saman einum bolla af púðursykri, 2/3 bollum af hveiti og kanil. bætið ½ bolla af smjöri við (blandan verður „gróf“) geymið þar til síðast. Deig Þeytið ½ bolla af smjöri þar til það verður kremkennt, bætið við einum bolla af sykri og þeytið áfram þar til froðukennt. bætið eggjunum og vanilludropunum við. Pískið saman í annarri skál tvo bolla af hveiti, lyftidufti og salti og bætið því ásamt mjólkinni við deigblönduna. Þeytið vel eftir hverja viðbót. smyrjið helmingi deigsins í formið, breiðið bláber yfir og bætið afgangi deigsins ofan á. bakið við 175 gráðu hita í 55- 60 mínútur, þar til kakan er gyllt að lit. kælið á grind áður en tekin úr forminu. borin fram með ís eða þeyttum rjóma. kjartan Gíslason er matreiðslumaður á veitingastaðnum Hjá Sigga Hall á Óðinsvé- um þar sem hann hefur starfað frá byrjun árs 2005. Kjartan sérhæfir sig í eftirrétt- um og ætlar að bjóða lesendum DV upp á uppskrift að einum girnilegum. Súkkulaðifrauð með karamelluðum banana og cafe au lait ís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.