Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 26. október 200756 Helgarblað DV
TónlisT
Það er sjaldgæft að hljómsveitir
komi fram sem allir þjóðfélagshóp-
ar geta samþykkt. Sprengjuhöllin
virðist hafa ótrúlega breiða skír-
skotun og síðasta árið hafa strák-
arnir verið að hitta poppnaglann
rækilega á höfuðið. Eftir mikla eftir-
væntingu er frumburður Sprengju-
hallarinnar loksins kominn út. Á
köflum eru Tímarnir okkar vægast
sagt frábær poppplata. Fyrstu tvö
lögin, Keyrum yfir Ísland og Síðasta
bloggfærsla ljóshærða drengsins,
eru með bestu lögum plötunnar.
Ég gæti trúað því að fyrrnefnda lag-
ið yrði með tímanum einkennislag
ungra Reykvíkinga með fullt skott
af bjór á fleygiferð niður Kambana
á leið í útilegu. Svolítið eins og lagið
Tætum og tryllum með Stuðmönn-
um er fyrir eldri kynslóðir. Vænting-
arnar og vonin í laginu eru eitthvað
svo falleg. Bergur Ebbi Benedikts-
son er nefnilega þrælgóður texta-
höfundur og ljúfsár söngur Snorra
Helgasonar hentar sveitinni mjög
vel. Íslensk dægurlagatónlist hef-
ur að mestu verið rjúkandi auðn í
allt of mörg ár, en Sprengjuhöllinni
virðist takast að græða hana upp á
nýtt. Allar útsetningar, raddanir og
almenn popp-krúttheit eru afgreidd
með glæsibrag.
Það tekur því varla að minnast
á poppundrin Verum í sambandi
og Tímarnir okkar sem annar hver
Íslendingur er búinn að raula allt
þetta ár. En þó svo stærsti hluti plöt-
unnar sé algjört gæðapopp, þá eru
á henni aðeins of margar misdjúp-
ar lægðir sem maður freistast til að
spóla hratt yfir. Á lokasprettinum
missir platan svo nokkuð dampinn,
en ég fyrirgef henni það alveg. Það
er nefnilega óraunhæft að gera þá
kröfu til hljómsveitar að hún sendi
frá sér tólf laga skotheldan frum-
burð. En mikið lofar byrjunin góðu.
Valgeir Örn Ragnarsson
Nýárstónleikar
í Höllinni
bubbi Morthens ætlar að halda
stórtónleika á nýárskvöld í Laugardals-
höll. Ásamt bubba verður á tónleikun-
um stórsveit reykjavíkur undir stjórn
Þóris baldurssonar. Hugmyndin
kviknaði þegar bubbi útsetti þrjú lög
með stórsveit fyrir afmæli ólafs
ólafssonar í janúar síðastliðnum en á
tónleikunum á nýárskvöld verða hvorki
meira né minna en 22 lög eftir bubba
sett í hátíðarbúning. Þá verða
tónleikarnir teknir upp og gefnir út
bæði á dVd og geisladiski líkt og bubbi
gerði á afmælistónleikum sínum á
síðasta ári.
Tónlistarakademía DV segir
Hlustaðu á þessa!
tímarnir okkar - sprengjuhöllin
Hold er mold - Megas og senuþjófarnir
Iceland airwaves 07 - Ýmsir
síðasta vetrardag - síðan skein sól
Mugiboogie - Mugison
Ósáttir við
Vanilla Sky
Á tónlistarvefsíðunni NMe er sagt frá
því að hljómsveitin sigur rós hafi ekki
verið ánægð með myndina Vanilla sky
sem skartaði tom Crusie í aðalhlut-
verki. Lag frá hljómsveitinni var í mynd-
inni og sagði kjartan sveinsson að
Vanilla sky hafi verið „a crap film“ þegar
hann var spurður. atvikið átti sér stað
eftir tónleika sveitarinnar á miðviku-
daginn í London þegar blaðamenn
spurðu út í heimildarmyndina hér
heima.
Armin Van
Buuren bestur
Hollenski plötusnúðurinn armin Van
buuren var í gær kjörinn besti
plötusnúður heims af breska
tónlistartímaritinu dJ Magazine. Hann
skákaði þar með hinum heimsfræga
landa sínum dj tiesto sem endaði í
öðru sæti en hann hefur unnið titilinn
oftast allra. kosningin fór fram á netinu
og voru 345.000 atkvæði greidd frá 220
löndum. kjörið er einn stærsti
viðburðurinn í plötusnúðaheiminum ár
hvert og er talið það marktækasta sinn-
ar tegundar. tiesto er á leiðinni til
Íslands og spilar á broadway 9.
nóvember næstkomandi.
GRÆÐA UPP AUÐNINA
„Það er bara eins og hver önnur staðreynd,“
segir Magnús Þór Jónsson, betur þekktur sem
Megas, aðspurður hvers vegna nýjasta platan
hans ber nafnið Hold er mold. Platan er sam-
starfsverkefni Megasar og Senuþjófanna en þetta
er önnur platan sem þeir gefa frá sér á skömmum
tíma. Fyrri platan sem kom út í sumar heitir Frá-
gangur og fékk frábærar móttökur hjá gagnrýn-
endum sem og almenningi.
Tímabær kvenhylli Jónasar
Plötuumslag Hold er mold hefur vakið
töluverða athygli en þar sitja þrjár fáklæddar
konur á leiði Jónasar Hallgrímssonar. „Mynd-
in er listaverk eftir hann Ragnar Kjartansson,“
segir Megas en Ragnar, sem oft er kallað-
ur Rassi prump, er einnig söngvari hljósm-
veitarinnar Trabant. „Það vildi svo til að ég
og Rassi vorum að sýna á sömu sýningu fyrr
norðan árið 2005 og ég sá þessa mynd hjá
honum og hreifst mikið af henni,“ en Megas
segir að ákvörðunin um að nota hana sem
plötuumslag hafi ekki komið fyrr en löngu
seinna. „Þegar við vorum svo búnir að klára
plötuna og hana vantaði umgjörð fóru Kiddi
og Siggi Senuþjófar til Rassa að leita að mynd
því þeir þekkja hann líka. Þeir komu svo með
þessa mynd til baka og ég þekkti hana strax.
Þá fannst mér þetta allt smella.“
Megas gefur lítið fyrir þær gagnrýnisraddir
sem hafa heyrst út af myndinni. „Það var löngu
kominn tími til að einhver kvenmaður kæmist
á Jónas,“ segir Megas glettnislega og nefnir að
það fari tvennum sögum af því hvort Jónas hvíli
þarna í raun og veru. „Annars er þetta listaverk
sem dekkaði allt sem dekka þurfti. Þarna eru
konurnar ofan á leiði þar sem Jónas á að liggja
eða það sem eftir af honum er, mold. Þær verða
eins og hann og hann varð eins og þær. Bara
ekki jafnfallegur.“ Megas segir að jafnframt liggi
viss sannleikur í myndinni: „Hún segir manni
vissan sannleik sem maður veit ekki alveg hver
er nema að hann er sannur.“
Of gott til að sleppa
Eins og áður segir byrjaði mikið af efni Hold
er mold sem afgangslög af plötunni Frágangi
en við nánari hlustun reyndust þau vera eitt-
hvað miklu meira. „Þegar búið var að raða að-
allögunum á eina plötu voru nokkur afgangs
og þegar farið var að hlusta á þau aðeins betur
komumst við að því að það voru eiginlega að-
allögin,“ segir Megas um þróun Hold er mold.
„Lögin eru kannski ekki eins miklir smellir eða
jafngrípandi textar en mjög góð engu að síður.
Þau þurfa bara aðeins meiri hlustun og aðeins
meiri hugsun.“
Þegar í ljós kom að gæðaefni var þarna á
ferð ákváðu Megas og Senuþjófarnir að koma
saman aftur til að taka upp það sem upp á vant-
aði. „Á endanum reyndust lögin svo vera fleiri
en á fyrri plötunni,“ segir Megas sem er mjög
ánægður með útkomuna. „Það tók mig reyndar
smá tíma að venjast því að lag eitt á plötunni
væri númer eitt en nú er það allt í lagi og það
er frábært fyrsta lag,“ segir Megas og útskýrir
að fyrsta lag hverrar plötu sé mikilvægt. „Það er
gömul hjátrú að ef plata opnast vel hafi menn
meiri áhuga á að hlusta á hana.“
Megas segir að hann ætli ekki að hafa jafn-
stutt á milli í næsti plötu. „Nú gef ég aðeins
andrými. Þetta er gott í bili,“ en við tekur spila-
mennska að sögn Megasar. „Við ætlum til dæm-
is að spila á Vatnasafninu í Stykkishólmi núna á
föstudaginn,“ segir Megas að lokum.
asgeir@dv.is, krista@dv.is
Plötudómur
SPReNGjUhöllIN
TímARNIR okkAR
Sena
Niðurstaða: HHHHH
Hold er mold með Megasi og Senuþjófunum kom út nýlega og er það önnur platan
sem samstarf þeirra elur af sér. Mörg lög Hold er mold byrjuðu sem afgangslög af
Frágangi sem kom út í sumar en reyndust svo vera burðarásinn í nýja plötu.
BITASTÆÐIR AFGANGAR
FRÁGANGSINS
Megas segir um plötuumslagið að löngu tímabært hafi
verið að kvenmaður kæmist á Jónas.
Megas og Senuþjófarnir
Hafa notið mikilla vinsælda
með plötunum frágangur og
Hold er mold.