Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 9
DV Helgarblað föstudagur 26. október 2007 9 að einkenni minnka þegar húsnæð- ið er yfirgefið eða hreinsað. Það tek- ur síðan einhvern tíma að öðlast fyrri styrk og dæmi eru til um að fólk sé óvinnufært í einhvern tíma á eftir. Í okkar tilfelli erum við það lánsöm að hafa næstum öðlast fyrri heilsu og má þakka það meðal annars íslenskum læknum.” Eiturefnaílát líkamans „Fyrsta árið á eftir var mjög erf- itt heilsufarslega. Það mátti mjög lítið bregða út af í umhverfi okkar til þess að við fyndum til einkenna eins og áður. Við vorum orðin mjög viðkvæm og ég hef reynt að útskýra þetta á einfaldan hátt. Við erum öll með mismunandi gen og þar af leið- andi tilheyrum við mismunandi vefjaflokki og erum með ólík ónæm- iskerfi. Við erum misjafnlega í stakk búin að losa líkamann við eiturefn- in í umhverfi okkar. Við fáum með genauppskrift mismunandi stórt ílát í líkamann fyrir eiturefni, við erum stanslaust að setja eiturefni í þetta ílát og erum jafnhraðan að vinna við að tæma það og skila aftur út til um- hverfisins. Við þær aðstæður að búa í myglu mestan hluta sólarhringsins nær líkaminn ekki að skola út eitur- efnum nógu hratt og ílátið fyllist og það flæðir yfir. Þegar það flæðir yfir verður ofvirkni í ónæmiskerfinu sem reynir að gera allt sem það getur til að losa þessi eiturefni út úr líkaman- um. Rannsóknir hafa bent á tengsl- in milli þess að búa í myglu og að fá ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma þar sem ónæmiskerfið er í raun ofvirkt. Þegar ílátið hefur einu sinni fyllst er afar erfitt og tímafrekt að tæma það aftur og það eina sem hægt er að gera er að passa að ekki flæði upp úr, en eftir þetta þarf mun minna til þess að það geti gerst. Þess vegna verða þeir sem lenda einu sinni í þessu afar við- kvæmir fyrir hvers konar kemískum efnum, lykt og ilmefnum, svo ekki sé talað um myglu og fúa. Viðkomandi verður mun næmari á umhverfið og þolir ekki miklar breytingar án þess að finna til gamalkunnra einkenna.“ Í sérhönnuðu húsi Þau eru enn að kljást við afleiðing- ar myglusveppsins sem hefur sett svip á líf þeirra svo um munar. „Við erum ennþá mjög viðkvæm fyrir öllum breytingum í nánasta um- hverfi og eigum til dæmis mjög erfitt með að ferðast og sofa annars stað- ar en heima hjá okkur. Húsið okk- ar er sérhannað fyrir okkur og okkar sérstöku kröfur um hreint loft. Við bygginguna voru ekki notuð nein leysiefni og það er sérstaklega góð loftöndun í húsnæðinu með viftum og gluggum. Til að endurheimta fyrri heilsu fengum við mikla hjálp frá lækni í Bandaríkjunum auk nokkurra lækna hérlendis eins og áður sagði. Þessi bandaríski læknir hefur rann- sakað og tekið til meðferðar yfir níu þúsund einstaklinga sem hafa búið í mygluhúsnæði og náð miklum ár- angri. Hann starfrækir rannsóknar- setur sem eingöngu rannsakar áhrif myglusveppaeiturs (biotoxina) á líkamann. (www.chronicneurotox- ins.com) Í rauninni má segja að við fjölskyldan munum aldrei ná fyrri heilsu, en við getum haldið okkur einkennalausum með því að forð- ast það sem veldur einkennum. Við verðum líklega viðkvæm fyrir myglu- sveppum alla ævi en það á eftir að koma í ljós hversu vel við náum okk- ur. Það eru einungis þrjú ár síðan við fluttum út úr húsnæðinu og við erum ennþá að læra hvað ber að forðast í sambandi við mataræði og umhverfi. Í dag lifum við í sátt með þessum ein- kennum en ekki í örvæntingu eins og áður.” Hjálpar öðrum í sömu sporum Þú stofnaðir fyrirtækið Hús og heilsa í kjölfar þessarar upplifunar ykkar. Hvernig kom það til? „Það var ágæt kona sem kallaði mig í viðtal í útvarpi vegna þessarar upplifunar og í kjölfarið hafa margir leitað til mín. Þar sem ég er líffræð- ingur og hafði aðstöðu til að kanna þessi mál út frá þeim fræðum safn- aðist ótrúlega mikil vitneskja og upp- lýsingar hjá mér. Ég ákvað að reyna að aðstoða aðra sem lentu í þessu og stofnaði þetta fyrirtæki enda sá ég að þörfin var mikil og enga hjálp að fá fyrir fólk í sömu aðstæðum og við lentum í eins og til dæmis varðandi sýnatökur og ráðgjöf við hreinsun. Áður en fyrirtækið var stofnað leitaði ég mér mikilla upplýsinga og kynnti mér ótal rannsóknir um myglu- sveppi auk þess að afla mér sérþekk- ingar um sýnatökur og hreinsun á myglusveppum á þessum þremur árum sem liðin eru. Hús og heilsa var stofnað árið 2006.” Byggingarefni nútímans henta myglusveppnum vel Hafa margir leitað til þín vegna gruns um svepp í húsum? „Já, það hafa mjög margir leitað til mín – að meðaltali hafa þrír til fimm samband við mig í hverri viku til að fá upplýsingar eða ráðgjöf um myglu- sveppi. Myglusveppagró eru eðlilega til staðar í lofti utandyra enda gegna myglusveppir mikilvægu hlutverki við niðurbrot á lífrænum efnum. En myglusveppir eiga ekki að vaxa inn- andyra. Myglusveppur þarf vatn og æti til að vaxa upp. Vöxtur myglusveppa á sér ekki stað innandyra nema þar sem er raka- eða lekavandamál. Hættulegustu tegundir myglusveppa finnast þar sem raki er mikill og við- varandi, gró þeirra myglusveppa er ekki að finna að jafnaði í lofti utan- dyra á Íslandi. Eftir að við fórum að þétta hús – raunar yfirþétta hús – hafa skapast betri aðstæður fyrir myglu- sveppi að vaxa innandyra. Bygging- arefni nútímans eru mjög vel til fallin fyrir myglusveppi sem geta til dæmis bæði nýtt sér málningu og þvottaefni sem næringu.” Myglan falin inni í veggjum og gólfi Hvernig getur almenningur greint hann? Á myndunum í DV á þriðju- daginn er þetta bara eins og leki og það myndast loftbólur. Er það dæmi- gert fyrir að það sé sveppavöxtur á bak við? „Almenningur getur ekki alltaf greint hvort um myglusveppavöxt sé að ræða og oft er myglan ekki sjáan- leg heldur falin inni í veggjum eða undir gólfefnum. Þar sem vatn nær að liggja og raki er viðvarandi má reikna með að gró sem eru á sveimi í loftinu eða hafa lokast inni í veggj- um á byggingartíma nái að vaxa upp. Mjög miklar líkur eru á að myglu- sveppir og ákveðnar bakteríur þríf- ist þar sem raki er til staðar. Til þess að koma í veg fyrir að myglusveppur nái að vaxa, er fyrst og fremst mikil- vægt að koma í veg fyrir að vatn nái að leka í íbúðarhúsnæði. Þá þarf líka að huga vel að lögnum innanhúss og bregðast þarf fljótt við ef vatn byrjar að leka innandyra. Besta forvörnin er að bregðst fljótt og örugglega við þeg- ar vatnstjón á sér stað. Það er mjög erfitt og mikil barátta að hreinsa hús- næði þar sem myglusveppur hefur náð að vaxa. Við munum aldrei ná að útrýma myglusveppum en við getum vissulega reynt að lifa með þeim í sátt og samlyndi.” Getur hver sem er drepið sveppinn eða þarf sérstök efni til þess? „Það þarf sérstök efni og kunnáttu til að reyna að fjarlægja myglusveppi úr húsnæði sem hefur verið með rakavandamál. Það er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig þessi lífvera hagar sér og dreifir sér áður en byrjað er að hreinsa. Enginn ætti að koma nálægt hreinsun myglusveppa án þess að hafa öndunargrímu og hlífðarfatnað.” Skilningur á sambúð við sveppi? Það kom fram í viðtalinu við Svandísi í DV á þriðjudaginn að Heil- brigðiseftirlitið sá enga ástæðu til að taka sýni. Hefur þú átt í erfiðleikum með að fá sýni greint? „Nei, ég get tekið loftsýni, lím- bandssýni, stroksýni og snertisýni og fengið greiningu frá rannsóknarstof- um á þeim myglusveppategundum sem finnast í þessum sýnum. Það er oft mikilvægt að vita hvaða tegund af myglusveppum er verið að eiga við til að vita hversu róttækar og alvarlegar hreinsunaraðgerðir þurfa að vera.” Hver er skýringin á þessum „for- dómum“? Telja stofnanir bara að þetta sé tóm þvæla? „Ég geri ekki ráð fyrir að stofnan- ir eða allir sérfræðingar á sviði um- hverfismála og í læknisfræði þekki til fulls áhrif þess að búa í sambýli við myglusveppi. Rannsóknir á þessu sviði eru flestar yngri en tíu ára og því ekki hægt að ætlast til að allir hafi öðl- ast þessa þekkingu. Ég hef á þessum þremur árum upplifað mikla breyt- ingu á afstöðu hjá starfsmönnum á heilbrigðissviði vegna áhrifa myglu- sveppa. Það kemur oftar fyrir að fólk hefur samband við mig vegna þess að læknir hefur haft áhyggjur af um- hverfi fólks vegna einkenna sem má hugsanlega rekja til myglusveppa. Flóðin í New Orleans hafa til dæmis leitt til þess að yfirvöld þar eru með- vitaðri.” Myglusveppir óháðir aldri húsa Heldur þú að það sé mikið um sveppi í íslenskum húsum? „Já, það er mun meira um myglu- sveppi í húsum á Íslandi en ég hefði getað gert mér í hugarlund. Það er mjög algengt að fólk sé með myglu- sveppi í gluggum og í þvottavélum. Mikill myglusveppavöxtur í glugg- um eða þvottavél bendir oft til þess að vandamálið sé stærra og gró berist í glugga, vaxi upp í rakaþétt- ingu við rúðu, frá öðrum svæðum þar sem myglusveppur er í miklum vexti.” Er sveppurinn algengari í göml- um húsum en nýjum? „Í gömlum húsum eru tegundir fúasveppa algengari en í þeim nýju en þeir eru ekki eins hættulegir og þeir myglusveppir sem vaxa upp þar sem raki er viðvarandi. Myglu- sveppir finnast þar sem raki er vandamál , alveg óháð aldri hús- anna.” Hús jöfnuð við jörðu Ég hef fregnir af Bandaríkjamanni sem veiktist andlega af því að búa í húsi með svona sveppi. Húsið var jafnað við jörðu. Þekkir þú til slíkra alvarlegra tilfella? „Já, ég er í sambandi við fólk um allan heim sem hefur búið með myglusveppum. Það eru mjög marg- ir í Bandaríkjunum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og hús þeirra ver- ið brennd. Ég þekki mann sem býr í hjólhýsi sem hann smíðaði sjálfur úr áli án lífrænna byggingarefna. Þessi maður var mjög veikur og var með- al annars notaður sem úrtak við skil- greiningu á sjúkdómnum síþreytu. Hann ferðast um á milli staða og sefur helst í hálendi þar sem eru fá myglusveppagró og á þurrum svæð- um í Bandaríkjunum eins og í Ne- vada. Í dag hefur hann náð það mikl- um bata og náð tökum á umhverfi sínu að hann klífur fjöll á hverju sumri, maður sem var rúmliggjandi og óvinnufær til margra ára. Ég þekki til nokkurra fjölskyldna á Íslandi sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín til lengri eða skemmri tíma. Sumir eiga ekki afturkvæmt í fyrra húsnæði þó að það sé hreinsað. Það má skýra með því að viðkvæmni og óþol gegn myglusveppum er komið til að vera hjá þessu fólki. Það eru sem betur fer ekki allir eins og í flestum tilfellum er hægt að myglu- hreinsa húsnæði þannig að það telj- ist að fullu íbúðarhæft. En eins og ég sagði, einstaklingur sem hefur áður búið í þessu húsnæði og fengið slíkt óþol á ekki alltaf afturkvæmt. Miðað við rannsóknir sem ég hef kynnt mér er aðeins einhver hluti fólks sem fær þetta mikla óþol, sumir ná að jafna sig fljótlega eftir að myglusvepp- ur hefur verið fjarlægður. Það er því miður ekki einsdæmi með fólk eins og Svandísi að það missi heimili sitt og hugsanlega búslóð. Nýlega þurfti einstæð móðir með fjögur börn að yfirgefa húsnæði vegna myglusveppa og mikilla veikinda. Í þeirri íbúð var magn gróa á hvern rúmmetra það mesta sem ég hef mælt hérlendis eða rúmlega 1,2 milljónir gróa. Við þess- ar loftsýnatökur eru tekin viðmiðun- arsýni utandyra og því tekið mið af þeim gróum sem eru á sveimi í eðli- legu umhverfi.” Nefið nauðsynlegt við greiningu Er yngra fólk ófeimnara en það eldra við að leita ráða hjá þér? „Já, ég hef ekki hugsað um það fyrr, en það er yngra fólk sem hefur frekar samband við mig. Að vísu gæti ég ímyndað mér að lifnaðarhætt- ir unga fólksins geri það að verkum að við finnum frekar til einkenna en eldra fólk. Ég fer sjálf í öll þau hús sem þarf að skoða. Ég þarf á nefinu og lyktarskyni mínu að halda við þessar húsaskoðanir. Þó að nefið sé ekki ennþá viðurkennt sem vísinda- legt mælitæki hjálpar það mér ansi oft við að finna hvar upptök myglu- sveppsins eru og hvort mikill sveppa- vöxtur sé í húsnæðinu eða ekki. Það hefur færst í aukana að ég sé kölluð til þegar fólk er að hyggja að kaupum á notuðu húsnæði, þá raka- mæli ég íbúð og skoða öll svæði þar sem myglusveppur gæti leynst. Við þessar skoðanir hef ég fundið þak- leka, galla frá byggingartíma og galla í pípulögnum hússins.” Þolir þú ennþá illa að koma í hús þar sem myglusveppur er virkur? „Já, ég þoli það ennþá mjög illa. Ég hef sett mér þá reglu að skoða sveppasýkt húsnæði í mesta lagi tvo daga í viku til að forðast að einkennin verði viðvarandi. Forðast að það fljóti upp úr eins og ég lýsti hér á undan. Ég finn mjög fljótt á viðbrögðum lík- amans hvort það eru myglusveppir í vexti í húsnæði eða ekki. Ég finn fyrir þyngslum við öndun, sviða í öndun- arfærum og verkjum. Það er stundum mismunandi eftir myglusveppateg- undum hvaða einkenni koma fram.” Að missa öryggi sitt og athvarf Áttu til ráðleggingar handa þeim sem telja sig búa í sveppasýktu hús- næði? „Ef það vaknar einhver grunur um að það sé myglusveppur í hús- næðinu ráðlegg ég að leita aðstoðar og ráðgjafar um það hvort þörf er á sýnatöku eða ekki og hvernig eigi að hreinsa. Við getum ekki lifað í dauð- hreinsuðu umhverfi en það hjálpar að ná tökum á umhverfinu og ráða hvernig aðstæður við búum við. Það getur enginn gert sér í hugarlund hvernig það er að missa heimili sitt og eigur án þess að hafa upplifað það sjálfur. Þú missir öryggi þitt og at- hvarf. Þetta er sérstaklega erfitt þegar maður stendur eftir allslaus, fárveik- ur og með veik börn. Það versta sem getur gerst í þessari stöðu er að þurfa að mæta fordómum annarra.“ Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér fleiri lífsreynslusögur sem tengjast sambúð með sveppum, er bent á slóðina: http://www.mold-help.org/content/ category/107/ Þegar Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræð- ingur og fjölskylda hennar flúðu eigið heim- ili um miðja nótt eftir óvanalega mikil og óviðráðanleg veikindi fjölskyldunnar óraði sjálfsagt fáa fyrir því hver orsakavaldurinn væri. En Sylgja Dögg fann hann og hefur nú hafið baráttu til að hjálpa fólki að útrýma myglusveppum úr húsnæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.