Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 17
Nú hafa sérfræðingar fundið út að nyt íslenzka kúastofnsins sé síðri en útlendra kúa og mismunurinn liggi í milljörðum. Innleiðing fjöl- menningar í samfélagi nautgripa er mörgum þyrnir í augum og bakland Búkollu virðist gott. Hitt er svo önn- ur saga hvort nokkur sæi mun á ís- lenzkri mjólkurkú og útlendri jórtr- andi í haga. Nefni þetta því margt er sammerkt heimi kúa og manna þó svínin séu auðvitað nærtækust. En nyt Íslend- ings virðist dalandi og verkmenning forfeðranna óeftirsóknarverð orðin. Svo tannhjól samfélagsins haldi samt áfram að rúlla er hafinn innflutning- ur útlends vinnuafls sem stjórnast af markaðslögmálum atvinnulífsins. Heiðarlegir fyrirtækjastjórnendur kappkosta að uppfylla þær skyldur sem þessu fylgir en of margir falla í þá gryfju að hnika til hlutum eða jafnvel fela. Þetta skekkir samkeppn- isaðstöðu fyrirtækja. Samhliða grafa undirboð undan innlendum verka- lýð og til verða tvö launakerfi, yfir borði og undir. Að auki hefur kom- ist upp um þó nokkur mál þar sem upplýsingar, laun, samningar og húsnæði innfluttra verkamanna eru í molum, sumir þeirra segja hótan- ir í gangi og réttindi sín fótum troð- in. Vinnumálastofnun er eftirlitsaðili þessara mála og veifar viðurlögum en hægt virðist ganga. Annað er útlendingalöggjöfin sem þrátt fyrir nokkra agnúa virð- ist í heild ágæt. Þar kveður m.a á um skyldur þeirra sem sækja um dval- arleyfi. Eitt af því sem umsækjendur þurfa að uppfylla er að halda lands- ins lög, annars eigi þeir yfir höfði sér ógildingu dvalarleyfis. Auðvitað, eins og með atvinnurekendur, er ekki ein- ungis hreint mjöl í pokahornum allra sem hingað flytjast og nokkuð borið á glæpastarfsemi sem rakin er til út- lendinga. Fjölmiðlar eru duglegir að upplýsa um þessi mál en hvernig eru þau leyst? Alltént er ljóst að gagnkvæm- ar skyldur, okkar sem gestgjafa og fólksins sem sækir hingað vinnu, eru til páraðar á blaði, eftirlitinu virð- ist hins vegar ábótavant. Það er öll- um hagkvæmt að koma skikki á þessi mál, annars klofnar atvinnulífið í tvö hagkerfi með tilheyrandi stéttaskipt- ingu og fordómum. Stjórnmálamenn í Reykjavíkurborg voru nýverið tekn- ir í bólinu, vonandi hafa menn meiri vara á sér í þessum málum. Sandkassinn Ó, hve líf okkar væri snautt ef ekki væri fyrir blessað veðrið. Þetta veður er nefnilega alveg magnað fyrirbæri. Það hafa allir lent í því að hitta einhvern gaml- an kunningja niðri í bæ sem þarf endilega að kasta á þig kveðju. Þið vitið ekkert hvað þið eigið að segja en þú leysir það farsællega með því að segja: „Jæja, óskaplega hefur rignt mikið undanfarið.“ Kunn- inginn svarar að bragði: „Já, satt segirðu, það er best að drífa sig heim áður maður blotnar í gegn.“ Málið leyst. veðrið hér í reykjavík er alveg merkilegt. Í sumar kom ekki dropi úr lofti svo vikum skipti. Síðan þá hefur ekki stytt upp. Í síðustu viku rigndi reyndar bara tvisvar, fyrst í þrjá daga, svo í fjóra. Á Akureyri rignir aldrei. Þar getur hins vegar snjóað óskap- lega, sem er æðislegt. Snjórinn gerir allt svo hreint og fallegt, lýs- ir upp umhverfið og kætir börn- in. Allir verða vinir allra og allir hjálpast að. Það skapast svo notalegt and- rúmsloft þegar eitthvað liggur niðri vegna veðurs. Í æskuminn- ingunum eru rafmagnslausu dagarnir eftirminnilegastir. Ekkert sjónvarp, útvarp eða ljós. Enginn heitur matur. Bara kerta- ljós, fjölskyldan og Lúdó. Storm- urinn fyrir utan gluggann og brakið í þakinu fullkomnaði róm- antík æskunnar. Allt í einu höfðu foreldrarnir allan heimsins tíma til að leika. Þvílík sæla. Skemmti- legast var þó þegar ég fór með pabba í björgun- arleiðang- ur. Pabbi átti jeppa og var því iðulega kallaður út þegar einhver sat fastur í skafli. Þá var gam- an. Sjá ekki handa sinna skil, í bókstaflegri merkingu. Finna kuldann bíta í kinnarnar og frost- ið naga tærnar. Vitandi af ný- bökuðum kanilsnúðum og heitu súkkulaði sem mamma var að laga heima fyrir. Ég vildi óska að það væri oftar óveður. Baldur Guðmundsson elskar vonda veðrið: Ónyt Íslendinga LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar „En nyt Íslendings virðist dalandi og verkmenning forfeðranna óeftir- sóknarverð orðin.“ DV Umræða föstudagur 26. oktÓber 2007 17 Bleikjueldi tálknfirðingar hafa stundað bleikjueldi um nokkurra ára skeið. Þó að bergið á Vestfjörðum sé nokkuð komið til ára sinna eru heitavatnsborholur á tálknafirði sem gefa nógu mikið af fjórtán gráðu heitu vatni til þess að eldi á bleikju og regnbogasilungi megi þrífast. Hér má sjá starfsmenn tungusilungs fóðra fiskinn og undirbúa slátrun. dv-mynd sigtryggur myndin P lús eð a m ínu s DV fyrir 25 árum Spurningin „sennilega er þetta svipað og bara samkynhneigðir mega kalla homma öfugugga,“ segir einar skúlason, framkvæmdastjóri alþjóðahússins. Í hádeginu í gær fóru fram umræður í alþjóðahúsi um hugtakanotkun í málefnum innflytjenda. að sögn einars er hugmyndin með málþinginu ekki að boða svokallaðan pólitískan rétttrúnað. Mun fremur að skapa umræðu um notkun þessara hugtaka. „Þetta eru viðkvæm mál og tilfinningaþrungin,“ segir einar. Má bara svart fólk kalla blökkuMenn niggara? Plúsinn að þessu sinni fær Auðunn Helgason knatt- spyrnumaður fyrir að láta ekki bjóða sér að sitja á bekknum hjá FH og ganga til liðs við Fram í Lands- bankadeildinni. Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar G S æ g r e i f a n s Humarsúpa r i l l ve is l a Fiskur á grillið Hin fullkomna humarsúpa samkvæmt New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.