Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 23
DV Helgarblað föstudagur 26. október 2007 23 ur er hann draumahöfundur hvað það varðar að hann skilar bókunum sínum snemma þannig að það gefst góður tími til þess að snurfusa og laga. Hann er traustur og sýnir öðr- um líka traust, þar á meðal sínum út- gefanda sem sér um hans samninga- mál erlendis.“ Með traust bakland Þeim sem komið hafa að bók- um Arnaldar á vinnslustigi ber sam- an um að þar fari fagmaður sem gott sé að vinna með. „Hann er líka skemmtilegur og góður karakter.“ Þeir sömu eru líka sammála um að hann hafi verið að vissu leyti hepp- inn, bæði með tímasetningar og ekki síður samstarfsfólk. Pétur Már er oft- ast nefndur í því sambandi. „Hann vann að því öllum árum að koma Arnaldi á koppinn. Að sama skapi hefur Arnaldur þann kost að bera að taka rökum. Sigríður Rögnvaldsdótt- ir las hann yfir hjá Vöku og síðan Val- gerður Benediktsdóttir hjá Máli og menningu og hann hefur síðan átt gott samstarf við Pál Valsson útgáfu- stjóra síðustu árin.“ Hvað tilviljanirnar varðar nefna menn að norrænar sakamálasögur urðu á skömmum tíma að sérstöku fyrirbæri á alþjóðlegum bókamark- aði. Arnaldur er hluti af þessu og hefur rutt brautina fyrir aðra íslenska krimmahöfunda erlendis. „Það sýndi sig þegar Mýrin kom út fyrst í Þýskalandi, að þá var hún fyrsta inn- bundna íslenska bókin. Aðrir höf- undar hafa síðan fylgt í kjölfarið. Þannig á Viktor Arnar Ingólfsson þar sinn dygga hóp, vaxandi eftirspurn er víða eftir Árna Þórarinssyni og allt í einu var farið að berjast um Yrsu Sigurðardóttur, en nú stefnir í að bók hennar Þriðja táknið komi út á um þrjátíu tungumálum. Menn fóru sem sagt að spyrja hvort við, „þarna fyrir norðan“, hefðum ekki eitthvað fleira en Arnald.“ Það verður því ekki af Arnaldi tekið að hann sannaði tilverurétt ís- lenska krimmans. Bækur hans hafa komið út í yfir tuttugu löndum og heimamarkaðurinn hefur eflst með ári hverju. Þannig hefur komið fram að nýjasta bók hans, Harðskafi, sem kemur út 1. nóvember, verður prent- uð í 22 þúsund eintökum. Þá má ekki gleyma öllum við- urkenningunum sem hann hefur fengið hjá elítunni erlendis. Hann er eini rithöfundurinn sem hefur hlotið Glerlykilinn, norrænu glæpa- sagnaverðlaunin, í tvígang, tvö ár í röð. Auk þess hlaut hann Gullna rýt- inginn, verðlaun samtaka breskra glæpasagnahöfunda, árið 2005. 20 milljóna maður? Ævintýri Arnaldar halda því áfram og ekkert virðist benda til þess að dregið hafi úr velgengni hans erlend- is. Að sama skapi flæða tekjurnar inn og má áætla að miðað við sölu bóka hans síðustu þrjú árin megi hann reikna með 9 til 10 milljón króna tekjum af nýrri bók. Þá tikka inn á hann tekjur af útgáfum erlendis, kvikmyndarétti og útlánum á bóka- söfnum. Kunnugir í bókaviðskiptum telja ekki ósennilegt að Arnaldur hafi að minnsta kosti jafnmiklar tekjur af verkum sínum erlendis og innan- lands. „Hann er klárlega tekjuhæsti rit- höfundur Íslands, líklega fyrr og síð- ar. Og það er auðvitað ánægjulegt til þess að vita að það sé hægt að lifa af því að skrifa á Íslandi,“ segir félagi Arnaldar úr rithöfundastétt og bætir því við að einhvern tímann hefði rit- höfundur í sömu stöðu og Arnald- ur verið öfundaður og baknagaður. Því er ekki fyrir að fara með Arnald. „Á heildina litið hafa gagnrýnend- ur hampað honum í samræmi við vinsældir hans meðal almennings. Já, og kollegarnir tala líka vel um hann.“ En það er kannski eilítið kald- hæðnislegt að á sama tíma og Arn- aldur hefur sannað tilverurétt glæpa- sagna hefur glæpum á Íslandi fjölgað og þeir orðið alvarlegri. Líklega er Arnaldur eini Íslendingurinn sem sannarlega græðir á íslensku glæpa- öldunni. Blómstrar og græðir á glæpum Gleðipinni „Maður hélt í fyrstu að hann væri svona hlédrægur vegna þess að hann vildi helst ekki vera í fjölmiðlum. en hann leynir sannarlega á sér og getur verið hinn mesti gleðipinni,“ segir viðmælandi sem kynntist arnaldi snemma á rithöfundarferl- inum. arnaldur sést hér með kínverska útgefandanum sínum. Mömmustrákur? faðir arnaldar, sem lést árið 2000, er sagður hafa verið stoltur af syni sínum. en kunnugir segja að móðir arnaldar, Þórunn ólöf friðriksdóttir, hafi alltaf fyrst lesið handritin hans. „Það er ekki endilega vegna þess að hann hafi verið svona mikill mömmustrákur en það er gott á milli þeirra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.