Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 37
Líkamsrækt ekki síður fyrir sálina Og beið íslenska þjóðin eftir þér? „Já, já, og er enn að taka við því sem ég hef fram að færa,“ svarar hún brosandi. „Það sem mér finnst svo kostulegt að eftir að hafa rekið skóla í yfir fjörutíu ár segir fólk ennþá við mig: „Ertu ENNÞÁ að þessu?“ Svona væri karlmaður með fyrirtæki aldrei spurður, ég get eiginlega lofað þér því. Þegar ég kom heim, á nítjánda ári, kenndi ég einn vetur hjá Sigríði Ármann og leigði svo sal hjá henni að vori. Þar vildi ég prófa minn eigin stíl og sjá hvort þetta virkaði. Ég fékk strax sextíu nemendur og tók svo á leigu efstu hæðina í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Þá tók alvaran við, því á þessum tíma var eins og lífið færi bara fram frá því í október fram í apríl og þá hættu allir að gera það sem þeir gerðu yfir vetrartímann. En ég þurfti að borga húsaleiguna allt árið svo mér datt í hug að herma eftir Bretun- um. Þar hafði ég nefnilega séð dans- ara vinna fyrir salti í grautinn með því að vera með líkamsræktaræfing- ar fyrir konur. Þessar æfingar voru svo ólíkar þeim sem við þekktum úr leik- fimitímum í skólum, enda leikfimi hönnuð af karlmönnum og miðað- ist við áhugasvið karlmanna: Hanga í köðlum, hoppa yfir „hestinn“. Hvaða stelpur hafa áhuga á þessu? Í Art´s hafði ég hins vegar séð fallegar æfing- ar við tónlist og það varð upphafið að líkamsrækt JSB sem er enn við lýði. Samt var ég ákveðin á þessum upp- hafspunkti að festast ekki í hlutverki kennarans. Ég var að semja dansa og sýna á árshátíðum og öðrum hátíðum og fannst upplagt að hafa einhverja dansara með mér og sýna þetta nýja listform. Ég ætlaði bara að vera tíma- bundið í hlutverki kennara. Ég er ekki viss um að fólk átti sig almennt á því að líkamsrækt eins og hún var upp- haflega er komin frá dansiðnaðinum. Líkamsrækt er líka annað og meira en að gera æfingar; hún er svo góð fyrir sálina. Þannig varð kennslusalurinn minn að nokkurs konar félagsmið- stöð fyrir konur, sem höfðu helgað heimilinu allan sinn tíma.“ Henti heimildaskrá um holdafar 20.000 kvenna! Í fyrra var húsnæði starfsemi skóla Báru í Lágmúla 9 stækkað um meira en helming, en þar höfðu aðalstöðv- ar verið í fjórtán ár eða frá því skólinn fluttist úr Suðurveri eftir 28 ára veru þar. Þá tók Bára ákvörðun um að fleygja nokkrum gömlum hlutum sem höfðu fylgt henni gegnum tíðina. „Meðal þess voru spjaldskrár með nöfnum allra þeirra kvenna sem höfðu komið í æfingar til okkar í Suð- urveri. Á þessum spjöldum voru nöfn yfir tuttugu þúsund kvenna, þannig að í rauninni var ég að henda afar mikilvægum heimildum yfir holdafar íslenskra kvenna í tæpa þrjá áratugi.“ Djassballet átti ekki beint upp á pallborðið hjá dansarastéttinni á Ís- landi þegar Bára kom heim úr nám- inu og hún þurfti að berjast fyrir til- veru sinni. „Eitt dæmi um það er að ég fékk ekki sæti í Danskennarasambandi Ís- lands,“ segir hún.„Ég átti annaðhvort að kenna klassískan ballett eða sam- kvæmisdansa, því annað var ekki marktækt til inngöngu. Sautján árum seinna var ég orðin meðlimur í sam- bandinu sem þá hét Dansráð Íslands. Þar var ég í stjórn í mörg ár og forseti félagsins í þrjú kjörtímabil. Það liggja nefnilega svo margar leiðir til Rómar! Ég leit þó aldrei svo á að þetta væru einhverjir erfiðleikar, heldur bara við- fangsefni og meira að segja spenn- andi viðfangsefni sem ég yrði að vinna úr, því á þessum tímum var það bara þannig að djassballett þótti tískubóla af mörgum í greininni eða bara ein- hver vitleysa en ekki eðlileg framþró- un og viðbót við danslistina. Auðvit- að þótti mér erfitt á tímabili að fá ekki að vera með í félagsskap danskenn- ara, en bar aldrei neinn kala til þessa fólks og eftir inngöngu mína í félag- ið höfum við unnið mjög vel saman um árabil. Við verðum að vera opin fyrir framþróun og eðlilegri „spírun“ í listinni. Nútímadans er mun meira dansaður í heiminum í dag en klass- ískur ballett og samkvæmisdansar. Þetta var vel þegin nýjung á Íslandi og reykvíska unglinga þyrsti í nýja list og tómstundaiðkun. Ég fékk strax tvö hundruð nemendur, enda djassballet þess eðlis að hann er hægt að dansa við hvaða tónlist sem er og auðvelt að semja dansa sem tilheyra þeirri tón- listarstefnu sem er ríkjandi hverju sinni.“ Skömmu eftir heimkomuna tók Bára þátt í keppninni Ungfrú Ísland. Hún var kjörin Ungfrú Reykjavík árið 1965 og hélt til Flórída í alheimskeppni fyrir hönd Sigrúnar Vignisdóttur sem hlutskörpust hafði orðið. Tvítug var hún gift og orðin móðir. „Maðurinn minn var Haraldur Ól- afsson, en hann lést þegar eldri sonur okkar, Ólafur , var tólf ára og sá yngri, Magnús, á öðru aldursári. Ég var því orðin ekkja þrjátíu og eins árs og með fangið fullt af lífsreynslu sem ég vissi ekki alveg hvað ég átt að gera við.“ Faðir Báru, Magnús Ingimarsson, hafði verið við störf sem smiður á Hvanneyri en við breyttar aðstæður dótturinnar skipti hann um gír. „Pabbi kom suður, flutti inn á heimilið, setti upp svuntu og tók við rekstri heimilisins svo ég gæti séð okk- ur farborða,“ segir Bára eins og ekkert sé eðlilegra. „Hann reyndist mér ein- staklega vel á þessum tímum. Síðar kynntist ég núverandi manni mínum Ágústi Schram og við eigum saman dótturina Þórdísi, sem er dansari og starfar líka sem kennari en hún lauk framhaldsnámi í Bretlandi 2003. Að verða fyrir lífsreynslu af þessu tagi svona ung er í eðli sínu áfall,“ segir hún. „Það er kannski eins og að eldast í reynslu um mörg ár á einu bretti. Sú reynsla gerði mig á vissan hátt ótta- lausa og um leið auðmjúka gagnvart því óumbreytanlega. Ég tel að mín reynsla geri það að verkum að ég get mun betur sett mig í annarra spor og oft er mikil þörf á því hér í skólan- um. Hingað koma konur sem eru að ganga í gegnum sára lífsreynslu og ég á auðvelt með að vera huggari; þori að ganga að fólki sem ég skynja að líður illa og þori að ræða málin. Ég er mikil tilfinningavera og geri allt á til- finningunum. Ég hef neyðst til að vera svolítið raunsæ og rökföst, þar sem ég er líka að reka fyrirtæki, en í dansin- um og líkamsræktinni er ég huglæg. Mínir bestu hæfileikar felast í mann- legum þáttum og það liggur vel fyr- ir mér að hvetja, skapa og kenna. Ég skynja mjög vel umhverfi mitt og finn ef einhverjum líður illa. Ég er mjög næm og finn vel fyrir áru fólks. Þess vegna á ég mjög létt með að setja mig í tilfinningalegt samband, hvort sem fólk er að ná árangri, líður illa eða er að fara í gegnum erfiðleika eins og skilnað. Fólk er misjafnlega gefið fyrir að koma að einhverjum sem líður illa, en það tengist starfinu mínu og ég á auðvelt með það.“ Málar tilfinningar sínar Hún fær útrás fyrir tilfinningar sín- ar með því að yrkja og mála myndir, nú þegar hún er ekki að semja dansa eða kenna í dansinum lengur. „Ég skrifa alltaf um tilfinning- ar og alltaf í bundu máli. Þetta er allt af sama meiði, dansverkið, ljóðið og myndin; þörfin fyrir að skapa finnur sér leið fram. Þegar ég mála, mála ég ekki myndir af húsum eða trjám – ég mála tilfinningar. Það er einhver dul- úð í myndunum mínum sem nærir mig og þær sýna mér inn í nýjar og spennandi víddir.“ Hún má vera stolt af lífsstarfi sínu og að hafa aldrei gefist upp þótt á móti hafi blásið í upphafi. Jazzballettskóli Báru heitir nú Danslistarskóli JSB og við hann nema átta hundruð nem- endur. „Þótt við höfum bætt átta hundruð fermetrum við þá fimm hundruð og fimmtíu sem við höfðum fyrir næg- ir það engan veginn,“ segir hún stolt. „Við leigjum aðstöðu í Laugardals- höll og í Kópavogi, tómstundamiðaði skólinn er með 650 nemendur og svo eru rúmlega hundrað nemendur á nýju listdansbrautinni sem var stofn- uð í fyrra. Nú geta nemendur fengið dansnámið metið til eininga á stúd- entsprófi og Listaháskólinn er kom- inn með dansbraut. Margir skólar er- lendis bjóða háskólatengt dansnám og útskrift með BA gráðu, er það mjög af því góða að listnámi sé gert jafnhátt undir höfði og öðru námi Þegar ég var að læra var það ekki svo en ég var svo heppin að hafa lent á svo góðum og þekktum skóla að í sjálfu sér voru það meðmæli að hafa lært þar. Mér finnst vera viss sigur að koma starfsemi skól- ans í stærra húsnæði, eiga vissan þátt í stofnun og starfsemi Dansleikhúss- ins sem er vettvangur fyrir unga dans- ara og danshöfunda til að koma verk- um sínum á framfæri og allt það sem dansflokkur JSB hefur gert í gegnum tíðina. Það er sigur að búa ungu lista- fólki viðunandi umhverfi. Fyrir mig skiptir gríðarlega miklu máli að dans- sköpunin sé atvinnubær; að ungt listafólk geti fundið tilgang í því að láta listamanninn í sér vaxa og bera ávöxt. Það er svo stutt síðan list hér á Íslandi þótti bara tilheyra auðnuleys- ingjum og þeim sem nenntu ekki að vinna. Þá gekk allt út á það að hafa í sig og á. Listin er nauðsynleg í hverju þjóðfélagi. Þjóð án listar verður metn- aðarlaus þjóð. Persónulegir sigrar mínir í lífinu eru án nokkurs vafa þeir að eignast börnin mín... nei, annars... það er nú frekar gæfa en sigrar, er það ekki? En hvað um það... Þau eru öll orðin fullorðið fólk núna og auðvitað alveg hreint frábærir einstaklingar og mitt uppáhaldsfólk Við Ágúst eigum saman tíu barnabörn sem ég nýt þess að vera með í ævintýraleikjum, fara í fjöruferðir og stunda útivist og ég held ég sé bara nokkuð góð og skemmtileg amma. En þegar þú spyrð hverjir séu mestu erfiðleikar lífs míns þarf ég að hugsa mig um...“ Aldrei flýja öldurnar Sem hún gerir og svarar svo: „Ætli ég hafi nokkurn tíma lent í erfiðleikum, ég held bara ekki. Nema þetta sé kannski bara allt erfiðleikar!“ Og þrátt fyrir að telja sig Reykvík- ing, eftir tuttugu ára búsetu í Garða- bænum, og þrátt fyrir að hún segi að rætur sínar séu á Akranesi, er það enginn þessara staða sem er eftirlætis- staður hennar á landinu. Netta ball- erínan á stað í sálinni sem hún tekur öðrum fremur. „Flateyri er eftirlætisstaðurinn,” segir hún án umhugsunar. „Þar dvaldi ég þrjú sumur á æskuárunum og síðan þá hefur Flateyri átt mjög stóran þátt í sál minni. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég stóð á Kambinum og horfði á bátana sigla inn fjörðinn; ég man eftir húsinu sem við fórum í til að fara í sturtu, þegar ég fór til berja inn á Grafning og þegar ég fylgdist með körlunum í beitiskúrun- um. Ég held að Vestfirðir hafi áhrif á alla sem þeim kynnast.“ Fjörutíu ára starfsferill að baki og fjörutíu ár fram undan? „Já, ég er enn að og það er enn- þá mikið verk að vinna. Ég á marga drauma. Einn þeirra er að sjá fleiri dansflokka og enn fleiri dansara og danshöfunda. Ég hlakka til hvers dags. Hver dagur er svo spennandi og dýrmætur og felur í sér svo margt sem hægt er að njóta.“ En er eitthvað sem hún hefði viljað sleppa við að upplifa? Svarið kemur umhugsunarlaust: „Nei, þannig hugsa ég aldrei, ein- faldlega vegna þess að það hefur eng- an tilgang. Það eina sem okkur stend- ur til boða er að upplifa það sem lífið færir okkur. Við eigum ekki að flýja til- finningarnar og ekki reyna að kom- ast frá þeim öldum sem koma upp að okkur. Með því að vera einlæg í verki og hugsun lifum við lífinu best. Það felst svo mikill sigur í því að takast á við lífið í þeirri mynd sem það bank- ar upp á hverju sinni. Um leið og við sigrumst á hlutunum, lærum við af þeim og verðum fyrir vikið sterkari manneskjur.“ annakristine@dv.is DV Helgarblað föstudagur 26. október 2007 37 Draumar dansdrottningar 1978 bára ásamt Jack gunn, vel þekktum dansara og danshöfundi. tók þátt í flestum danssýningum í West end í London á sínum yngri árum og síðar sem danshöfundur og kennari. kom sem gestakennari 1978 og tókst með þeim góð vinátta. Var sæmdur heiðursorðu enska danskennarasambands-ins árið 2000 og bauð þá báru ásamt önnu Norðdahl að vera viðstaddar, sem einnig er á myndinni, samstarfskona báru til marga ára, yfirkennari skólans frá 1983 og starfar nú einnig sem starfsmannastjóri. 1983 eftir frumsýningu á verkinu take it from the topp hjá dansflokki Jsb. 1965 frá New York áður en haldið er til Langasands. 1982 Á æfingu í bolholti fyrir sýninguna Jazz Inn. „Það eina sem okkur stendur til boða er að upplifa það sem lífið færir okkur. Við eigum ekki að flýja tilfinningarnar og ekki reyna að komast frá þeim öldum sem koma upp að okkur. Með því að vera einlæg í verki og hugsun lifum við lífinu best. Það felst svo mikill sigur í því að tak- ast á við lífið í þeirri mynd sem það bank- ar upp á hverju sinni. Um leið og við sigr- umst á hlutunum, lærum við af þeim og verðum fyrir vikið sterkari manneskjur.“ DV MynD Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.