Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 36
föstudagur 26. október 200736 Sport DV
Laugardagur
08:35 Premier League WorLd
Heimur úrvalsdeildarinnar
09:05 PL CLassiC matChes
bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
09:35 PL CLassiC matChes
bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
10:05 goaLs of the season
2002/2003
öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar
Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til
dagsins í dag.
11:05 Premier League PrevieW
Leikir helgarinnar
Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp
fyrir leiki helgarinnar.
11:35 CoCa-CoLa ChamPionshiP
13:45 man. utd - middLesbrough
enska úrvalsdeildin
16:00 Portsmouth - West ham
enska úrvalsdeildin
18:10 4 4 2
19:30 4 4 2
20:50 4 4 2
22:10 4 4 2
23:30 4 4 2
sunnudagur
08:30 Portsmouth - West ham
enska úrvalsdeildin
10:10 CheLsea - man. City
enska úrvalsdeildin
11:50 4 4 2
13:10 boLton - aston viLLa
enska úrvalsdeildin
15:40 LiverPooL - arsenaL
enska úrvalsdeildin
18:15 tottenham - bLaCkburn
enska úrvalsdeildin
19:55 derby - everton
enska úrvalsdeildin
21:35 4 4 2
23:00 man. utd - middLesbrough
enska úrvalsdeildin
Eyjólfur fær fæsta
vináttulandslEiki
Íslenska landsliðið hefur
hlotið mikla gagnrýni
fyrir árangur og spila-
mennsku að undanförnu.
DV talaði við nokkra
knattspyrnuspekinga í síð-
ustu viku og þar kom fram
nokkur gagnrýni á það
hversu fáa landsleiki Ís-
land hefur spilað undir
stjórn Eyjólfs Sverrisson-
ar landsliðsþjálfara. DV
kannaði árangur ein-
stakra þjálfara með tilliti
til fjölda vináttulands-
leikja. eyjólfur sverris-
son hefur spilað hlutfalls-
lega fæsta vináttu-
landsleiki allra lands-
liðsþjálfara frá 1991.
ásgEir Elíasson 1991–1995
liðið spilaði í tíð hans 35 landslEiki
og þar af voru 17 vináttulandslEikir.
Fjöldi leikja 35
Fjöldi vináttulandsleikja 17
HlutFall vináttulandsleikja 49%
Fjöldi stiga í undankeppni eM eða HM 19 af 54
HlutFall aF MöguleguM stigaFjölda 35%
Markatala í Heild 31 - 39
undir stjórn ásgeirs elíassonar Fékk ísland
19 stig í undankeppni eM og HM í 18 leikjuM.
logi ólafsson 1996–1997
í þjálfaratíð loga spilaði íslEnska
landsliðið alls 14 lEiki og þar af átta
vináttulandslEiki.
Fjöldi leikja 14
Fjöldi vináttulandsleikja 8
HlutFall vináttulandsleikja 57%
Fjöldi stiga í undankeppni eM eða HM 3 af 18
HlutFall aF MöguleguM stigaFjölda 17%
Markatala í Heild 15 - 26
undir stjórn loga ólaFssonar Fékk landsliðið
þrjú stig í sex leikjuM í undankeppni HM.
guðjón þórðarsson 1997 –1999
þEgar guðjón þjálfaði liðið spilaði
ísland 25 landslEiki og þar af
11 vináttulandslEiki.
Fjöldi leikja 25
Fjöldi vináttulandsleikja 11
HlutFall vináttulandsleikja 44%
Fjöldi stiga í undankeppni eM eða HM 21 af 42
HlutFall aF MöguleguM stigaFjölda 50%
Markatala í Heild 37 - 26
undir stjórn guðjóns þórðarsonar Fékk
landsliðið 21 stig á eM og HM í 14 leikjuM.
atli Eðvaldsson 2000 – 2003
alls spilaði íslEnska landsliðið 30
landslEiki undir hans stjórn og þar af
voru 17 vináttulandslEikir.
Fjöldi leikja 30
Fjöldi vináttulandsleikja 17
HlutFall vináttulandsleikja 57%
Fjöldi stiga í undankeppni eM eða HM 16 af 39
HlutFall aF MöguleguM stigaFjölda 41%
Markatala í Heild 38 - 44
undir stjórn atla Fékk landsliðið 16 stig
í 13 leikjuM í undankeppni eM og HM.
ásgEir sigurvinsson og logi ólafsson
liðið lék alls 24 lEiki í tíð loga og ásgEirs
og þar af voru 9 vináttulandslEikir.
Fjöldi leikja 24
Fjöldi vináttulandsleikja 9
HlutFall vináttulandsleikja 38%
Fjöldi stiga í undankeppni eM eða HM 14 af 45
HlutFall aF MöguleguM stigaFjölda 31%
Markatala í Heild 31 - 47
undir stjórn ásgeirs og loga Fékk landsliðið 14
stig í 15 landsleikjuM í undankeppni HM og eM.
Eyjólfur svErrisson
alls hEfur liðið lEikið 14 landslEiki
undir stjórn Eyjólfs og þar
af 3 vináttulandslEiki.
Fjöldi leikja 14
Fjöldi vináttulandsleikja 3
HlutFall vináttulandsleikja 21%
Fjöldi stiga í undankeppni eM eða HM 8 af 33
HlutFall aF MöguleguM stigaFjölda 24%
Markatala í Heild 11 - 27
undir stjórn eyjólFs sverrissonar HeFur
íslenska landsliðið Fengið 8 stig í 11 leikjuM.
langfæstir æfingalEikir undir stjórn Eyjólfs
vináttulandsleikir Hlutfallslegur árangur
logi ólaFsson 57% 3 stig aF 18 = 17% árangur
atli eðvaldsson 57% 16 stig aF 39 = 41% árangur
ásgeir elíasson 49% 19 stig aF 54= 35% árangur
guðjón þórðarson 44% 21 stig aF 42 = 50% árangur
ásgeir og logi 38% 14 stig aF 45 = 38% árangur
eyjólFur sverrisson 21% 8 stig aF 33 = 24% árangur
Í síðustu viku birtist viðtal við nokkra
valinkunna einstaklinga um stöðu
íslenska landsliðsins. Þar tilgreindu
þeir Kristján Guðmundsson, þjálf-
ari Keflavíkur, Ólafur Kristjánsson,
Heimir Guðjónsson og Atli Eðvalds-
son, fyrrverandi landsliðsþjálfari,
hvað mætti betur fara hjá íslenska
landsliðinu. Nokkur samhljómur
var meðal manna um það að KSÍ
skapaði þjálfaranum ekki nógu góða
umgjörð og stór hluti gagnrýninnar
sneri að því hve fáa vináttulands-
leiki íslenska landsliðið hefur spil-
að undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar
landsliðsþjálfara. Ólafur Kristjáns-
son gagnrýndi hve fáa landsleiki Ís-
land hefur spilað undir stjórn Eyj-
ólfs. „Það er alveg sama hver verður
næsti þjálfari ef landsliðið fær ekki
æfingaleiki til þess að spila verð-
um við áfram í sama basli. Það eru
margir leikmenn sem spila í Skand-
inavíu sem eru á undibúningstíma-
bili í febrúar og það væri tilvalið að
spila þá á móti þar sem landsliðs-
þjálfarinn hefur þá í viku og þar ætti
þjálfarinn að hafa tækifæri til að
skóla liðið inn í eitthvert leikkerfi,“
segir Ólafur.
Heimir Guðjónsson tók í sama
streng. „Eins þarf KSÍ að fá fleiri vin-
áttuleiki fyrir landsliðsþjálfarann til
þess að hann geti þróað liðið. Það er
ekki nægilega góð afsökun hjá KSÍ
að segja að það sé erfitt að fá leiki og
þeir þurfa að sýna af sér meiri dug í
þessum efnum,“ segir Heimir.
DV tók saman fjölda æfingaleikja
og árangur sex landsliðsþjálfara
síðan 1991 til að kanna árangur og
fjölda vináttulandsleikja á þessum
tíma.
Enginn þjálfari frá 1991 hefur
spilað hlutfallslega færri vináttu-
landsleiki en landsliðið undir stjórn
Eyjólfs Sverrissonar, núverandi
landsliðsþjálfara. Undir stjórn Eyj-
ólfs hefur íslenska landsliðið spilað
þrjá vináttulandsleiki en hlutfalls-
lega flestir vináttulandsleikir voru
undir stjórn Atla Eðvaldssonar og
Loga Ólafssonar
Undir stjórn Loga Ólafssonar
árið 1996–1997 spilaði Ísland hlut-
fallslega flesta vináttulandsleiki en
undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar
hefur liðið spilað hlutfallslega fæsta
vináttulandsleiki. Þeir deila þó þeim
vafasama heiðri að hafa náð hlut-
fallslega fæstum stigum úr undan-
keppni EM og/eða HM. Það sýn-
ir það að vináttulandsleikir tryggja
ekki endilega betri árangur enda er
margt sem getur spilað inn í eins
og styrkur andstæðinga í riðlinum,
meiðsli lykilmanna og annað.
Hlutfallslega er Guðjón Þórð-
arson með bestan árangur eða 50
prósent mögulegra stiga en 44 pró-
sent allra leikja sem Ísland lék undir
hans stjórn voru vináttulandsleikir.
aðrar norðurlandaþjóðir spila
mun fleirri vináttulandsleiki
Athyglisvert er hve Ísland hefur
spilað fáa vináttulandsleiki undir
stjórn Eyjólfs Sverrissonar þegar tek-
ið er tillit til þess hve marga vináttu-
landsleiki aðrar Norðurlandaþjóðir
hafa spilað á þeim tíma sem Eyjólf-
ur Sverrisson hefur verið landsliðs-
þjálfari.
Ísland spilaði sinn fyrsta leik
undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar 28.
febrúar árið 2006 sem var æfinga-
leikur á móti Trínódad og Tóbagó.
En alls hefur Ísland spilað þrjá æf-
ingaleiki til dagsins í dag. Á sama
tíma hafa Danir spilað 9 vináttu-
landsleiki, Svíar 12 vináttulandsleiki
viðar guðjónsson
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Á sama tíma hafa
Danir spilað 9 vináttu-
landsleiki, Svíar 12
vináttulandsleiki og
Norðmenn 9 vináttu-
landsleiki.
og Norðmenn 9 vináttulandsleiki.
Það rennir stoðum undir gagnrýni
Ólafs og Heimis á getuleysi KSÍ til
þess að fá vináttulandsleiki fyrir Eyj-
ólf Sverrisson landsliðsþjálfara.
hermann hreiðarsson
Íslenska landsliðið hefur spilað
hlutfallslega fæsta vináttu-
landsleiki undir stjórn eyjólfs
sverrissonar af þeim
landsliðsþjálfurum sem hafa
verið síðan 1991.
Einstök bók með
bráðsnjöllum
þrautum sem fá okkur
til þess að gefa íslenskri
tungu betri gaum en
ella, spá og spekúlera
í merkingu orða og
orðasambanda og
beita hugmyndaflugi
og kímni við lausn
þeirra.
Orðabrellur