Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 26. október 20076 Fréttir DV Sandkorn n DV hefur fjallað um sjóðinn sem týndist, minningarsjóð auðkon- unnar Sonju Zorilla til styrkt- ar börn- um. Frændi hennar, Guðmundur Birgisson frá Núpum, og bandarískur lögfræðingur eru sjóðs- stjórar og eru báðir þöglir sem gröfin um úthlut- anir úr sjóðnum. Íslensk líknar- samtök hafa ekkert fengið og vinir Sonju undrast kyrrþeyna. Hún var mikill listunnandi og átti verð- mætt safn málverka sem renna átti í sjóðinn fyrir börnin. Guð- mundur á glæsihús á Hofsvalla- götu 1 sem hann hefur verið að gera upp síðustu ár. Húsið keypti hann skömmu eftir andlát frænku sinnar og hafa vegfarendur veitt athygli glæsilegu safni málverka sem prýðir veggi hússins. n Siv Friðleifsdóttir alþingiskona Framsóknarflokksins og fyrrver- andi heilbrigðisráðherra ákvað nýlega að skella sér á kvöldnám- skeið í ljós- myndun. Siv heldur úti skemmtilegri heimasíðu þar sem hún fjallar um það sem á daga hennar dríf- ur og hefur hún verið dugleg að birta myndir af sér og sínum vandamönnum. Siv hefur meðal annars birt ófáar myndir úr veiðiferðum sínum um allt land. n Enski landsliðsmarkvörður- inn Paul Robinson er kominn til Íslands með konu sinni. Hérna ætlar hann að njóta lífsins milli stórátaka í ensku úrvalsdeild- inni meðan hann jafnar sig af meiðslum. Þau ætluðu sér meðal annars í Bláa lónið, á hestbak og í jeppaferð upp á jökul. Paul og frú komu til landsins í morgun og voru tveir vinir landsliðsmanns- ins væntanlegir með einkaþotu í gær. Ekki var ljóst í gær hverjir þeir væru en talið að þar væru þekktir fótboltakappar á ferð. Robinson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slaka frammi- stöðu og hvíldin því væntanlega velkomin. n Nú styttist í útgáfu bókarinn- ar Sex, Lies and Supermarkets, sem blaðamennirnir Ian Griffiths og Jonathan Edwards hafa ritað um feril Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og fyrirtæk- is hans, Baugs. Þegar er hægt að leggja inn pöntun fyrir bókina í betri netverslunum. Nú virðist sem nafni bókarinnar hafi skyndilega verið breytt og er hún markaðssett undir heitinu The Iceman Cometh. Hvort um efnis- lega breytingu á bókinni er einnig að ræða er ekki vitað, en blaða- mennirnir segja að Jóni Ásgeiri sé lýst sem glaumgosa. Bókin er gefin út í óþökk Jóns. Ferðamenn í Ólafsvík reka upp stór augu þegar þeir sjá að hægt er að kaupa bjór og barnasokka á sama stað. Þannig hefur þetta þó verið í tuttugu ár. Elsa Bergmunds- dóttir segir fyrirkomulagið prýðilegt. Hún er þó mjög efins um að það sé til heilla að bjóða áfengi til sölu í matvöruverslunum eins og nú hefur verið lagt til á Alþingi. „Þetta gengur alveg upp. Það eru helst ferðamenn sem reka upp stór augu,“ segir Elsa Bergmundsdóttir, útibússtjóri Vínbúðarinnar í Ólafs- vík. Í sama húsnæði er Verslun Þóru sem selur barnaföt og þarf Elsa oft að hafa hraðar hendur þegar viðskipta- vinir biðja um bjór og barnasokka. Vínbúðin í Ólafsvík er fyrsta sam- starfsverslunin sem Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins opnaði og eru nú komin tuttugu ár síðan starfsem- in hófst. Elsa hefur starfað þar frá upphafi. „Ég þekki ekki annað. Fólki finnst ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag en sumir verða hissa. Mörgum finnst líka sniðugt að hér sé hægt að kaupa brennivín og barna- föt,“ segir hún hlæjandi. Áfengi á hárgreiðslustofum Góð reynsla hefur verið af sam- starfsverslunum og má nú finna vín- búðir á hárgreiðslustofum og bygg- ingarvöruverslunum vítt og breitt um landið. Elsa segir það mikið hag- ræði fyrir vínbúðirnar að leigja pláss hjá öðrum verslunum frekar en að kaupa sitt eigið. Einnig er gott fyrir litlar búðir að fá þarna aukakrónur. Í Verslun Þóru er boðið upp á föt fyrir börn frá fæðingu og til um sex ára aldurs. Sú Þóra sem búðin er kennd við er móðir Elsu. Hún segir þó að jafnvel standi til að hætta með barnafötin og einbeita sér að sölu á garni meðfram áfengissölunni. „Barnafötin seljast mun minna en áður. Við höfum verið að selja garn og það gengur mjög vel,“ segir hún. Vodkinn flæddi út Kaupvenjur Ólafsvíkinga hafa breyst í gegnum tíðina. „Hér áður fyrr rann sterka vínið bókstaflega út þannig að nokkrum sinnum á dag þurfti að sækja heilu kassana og fylla á vodkann. Nú bæti ég bara einni og einni vodkaflösku í hilluna,“ segir Elsa. Síðustu ár hafa rauðvín, hvítvín og bjór trónað á toppi vinsældalist- ans. Hún segir mikla eftirspurn eftir léttvíni frá Ástralíu og Chile, auk þess sem íslenskur bjór er afar vinsæll. Í Vínbúðinni er boðið upp á tvö hundruð áfengistegundir. Elsa segir að vínbúðum sé skipt í fjórar stærðir þar sem boðið er upp á frá hundrað tegundum og upp í fjögur hundruð. Úti á landi bjóða búðirnar flestar upp á ýmist hundrað eða tvö hundruð tegundir. Elsa er eini starfsmaður Vínbúðarinnar sem er opin alla virka daga frá klukkan tvö til sex. Engar vínbúðir á lands- byggðinni Hart hefur verið deilt um hvort leyfa eigi sölu á bjór og léttvíni í mat- vöruverslunum. Elsa hefur ekki farið varhluta af því og hefur sterkar skoðanir á málinu. „Það er ástæða til að fyllast áhyggjum ef þetta fer í gegn. Ég get ekki séð hvernig það á að ganga,“ segir hún. Elsa segist þess fullviss að matvöru- verslanir komist ekki í hálfkvisti við vínbúðirnar hvað varðar þjónustu og úrval. „Ein matvörubúð getur aldrei boðið upp á tvö hundruð tegundir af áfengi. Það er líka alveg ljóst að ef léttvín og bjór fara úr vínbúðunum verður ekki grundvöllur til að reka þær. Allavega ekki úti á landi. Það er ekki hægt að halda úti þessum rekstri og selja bara sterkt vín. Það yrði hreinlega að leggja niður vín- búðir á landsbyggðinni,“ segir hún. Hærra verð í matvörubúðunum Elsa hefur einnig áhyggjur af því að ekki fáist starfsfólk til að selja áfengið, verði það á boðstól- um innan um matvörur. Máli sínu til staðfestingar bend- ir hún á að mikill meirihluti þeirra sem sinna afgreiðslu í matvöruverslunum sé undir átján ára aldri. „Yngri en tvítugur máttu ekki af- greiða vín,“ segir hún og sér ekki hvernig eigi að manna stöðurnar þegar þeir sem í þær sækja eru helst unglingar og skólakrakk- ar: „Mig grunar líka að eftirlit með aldri þeirra sem kaupa vínið myndi minnka ef þannig færi,“ segir Elsa. Fyrr í vikunni kom sölumaður vínbirgis að máli við hana og lýsti yfir andúð sinni á frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. „Hann fullyrti að ef áfengissala færðist inn í matvöruverslanir myndi verðið snar- hækka því einkaaðilarnir myndu leggja mun meira á áfengið en ríkið gerir. Hann vonar að þetta nái ekki fram að ganga enda sér hann þá fram á að missa vinnuna,“ segir Elsa. bús OG bARNAFÖT Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Það er líka alveg ljóst að ef léttvín og bjór fara úr vínbúðunum verður ekki grundvöllur til að reka þær.“ Bokkur hjá barnagöllum Áfengið selst mun betur en barnafötin í ólafsvík. ræða nýjar söluleiðir frumvarp um sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum mælist illa fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.