Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 15
DV Helgarblað föstudagur 26. október 2007 15 Brotasaga úr Breiðavík– þjóðfélagsmein sem verður að lækna eins sannur og texti getur verið. Þótt þarna séu rifjaðar upp margar gleði- stundir var ógnin alltaf undir niðri. Þetta er þjóðfélagsmein sem varð að opna á. Örlög einstaklinganna hljóta að skipta einhverju máli.“ Margbúið að segja frá ofbeldinu Við ræðum um það að oft áður hefur komið upp tækifæri til að segja söguna frá Breiðavík. En ekkert gerð- ist fyrr en DV opnaði málið í blaðinu 2. febrúar síðastliðinn. Eftir það fór snjóboltinn stækkandi. Bárður bend- ir á að hann hafi flutt fyrirlestur fyrir fólk í félagsmálageiranum árið 1987 þar sem hann sagði frá öllu sem gerst hafði í Breiðavík. Honum var hrósað fyrir fyrirlesturinn en ekkert var að gert. „Þá voru fimm ár frá því ég kom úr meðferð og nefnd á vegum forsætis- ráðherra, Steingríms Hermannsson- ar, fjallaði um fíkniefnaneyslu og meðferð við henni. Það var haldin ráðstefna og ég var beðinn að flytja þar erindi sem ég gerði. Þar sagði ég frá Breiðavík, að þar hefðu drengir verið beittir ofbeldi árum saman.Sal- urinn sem á hlýddi var fullur af fólki úr félagsmálageiranum. Fólk hef- ur vitað af þessu í kerfinu í áratugi, flestir bundnir trúnaði og gátu ekki farið fram með það sem þeir vissu. Erindi mitt kom út í riti frá heilbrigð- isráðuneytinu en ekkert gerðist.“ Páll skýtur inn í einni setningu hér: „Ég er að vona það að bókin verði lesin líka af ungu fólki,“ og Bárður tekur undir þau orð. „Mér finnst að við Páll getum verið stoltir af þessari bók. Hún byrjar og endar á flugvell- inum í Reykjavík sem er dæmi um hvernig ritstjórar svona bóka vinna. Það eru margir sem koma að útgáfu bókar og ég vil sérstaklega vekja at- hygli á vel unnu starfi ritstjóranna, Sigurðar Svavarssonar og Bjarna Guðmarssonar.“ Ekki nornaveiðar í bókinni Páll samsinnir þessu og segir út- gáfufélagið ekki hafa skipt sér af hvað færi inn í bókina. „Ég er ekkert bættari með því að vera með stæla, hótanir eða sví- virðingar í orðum. Fólk getur lesið milli línanna hverju ég vil koma til skila. Þessi bók er ekki nornaveiðar. Hún er skrifuð handa fólkinu í land- inu svo það skilji sálarástand okkar drengjanna í Breiðavík.“ Páll var í sambúð með Yvonne, sænskri konu, í tuttugu ár. Þau eiga dæturnar Sólrúnu Önnu, 18 ára, og Svanhildi Elínu, 20 ára. Engin þeirra vissi hvað Páll hafði mátt þola á æskuárunum, fyrr en þær sáu DV og Kastljós. „Yvonne vissi að ég hefði verið á heimavistarskóla, en hún vissi ekki sannleikann. Það var bara þegar ég fékk mér í glas að ég fór að ýja að því að hún vissi nú ekkert hvað ég væri búinn að ganga í gegnum. Þegar hún vissi sannleikann vildi hún að ég kærði meðferðina. Ég fullyrti að málið væri fyrnt og ríkið myndi ekk- ert gera.“ Hvers vegna sagðirðu ekki konu sem þú bjóst með í tuttugu ár frá þess- ari reynslu? „Vegna þess að þetta var svo mik- il skömm. Auðvitað grunaði Yvonne að það væri eitthvað sem ég leyndi hana. Nú er sá tími kominn að ég hef ekkert að fela. Þetta er þjóðar- uppgjör. Sem betur fer er umræð- an komin upp á yfirborðið og bókin undirstrikar það. Fólk á ekki að vera að baslast með þetta mál næstu árin, það á að gera þetta upp endanlega og læra af þessu. Síðan er hægt að hafa þetta til hliðsjónar. Yvonne og dætur mínar komu til landsins til að vera hjá mér þegar bókin kæmi út. Sjálfur hef ég ekki þorað í bókabúðir að líta á hana, en í gær buðum við systir mín mömmu í Kringluna í kaffi. Mamma sá bókina úti í glugga bókaverslunar og þótt hún sé alvarlega veik af öldr- unarsjúkdómi og muni lítið þekkti hún andlitið á þessum litla dreng á bókarkápunni. Hún fór að gráta. Ég vil ekki að mamma lesi þessa bók og held henni utan við þetta. Pabbi mætti hins vegar á frumsýninguna á myndinni Syndir feðranna.“ Bárður bað um að fara aftur í Breiðavík Meðan við ræðum þetta er Bárð- ur hugsi. Hann er að hugsa um það hvernig barnshugurinn virkar. „Móðursystir mín og mað- ur hennar tóku mig til sín á Ísa- fjörð þegar ég hafði verið í eitt ár í Breiðavík. Þar gekk mér vel í skólan- um en um vorið vissi ég ekki hvað ég átti af mér að gera. Ég saknaði strákahópsins í Breiðavík og bað um að fara þangað aftur sumarið 1966... Það er í raun mjög undar- legt. Ástandið í Breiðavík batnaði meðan Siggi prestur var þar í tvo mánuði. Eftir að ég fór frá Breiða- vík til mömmu versnaði ástandið aftur. Við mamma áttum ekki skap saman. Ég var orðinn lokaður til- finningalega, var bældur og ákvað að fara á sjóinn. Svo tók við hörmung- arganga, þvælingur í Skandinavíu og smá krimmastarfsemi en samt var ég lengi að komast í fangelsi miðað við aðra Breiðavíkurdrengi Ég var orðinn 23 ára þegar ég fór í fangelsi í fyrsta sinn. Á árunum 1976 til 1982 sat ég samtals í þrjú ár inni á Litla-Hrauni. Ég losnaði í júlí 1982 og fór í meðferð nokkru síðar. Ég er því nýbúinn að fagna 25 ára edrúmennsku minni. Ég fór í meðferð í Bandaríkjunum, þökk sé Magnúsi Skúlasyni geðlækni, og þegar ég kom heim byrjaði ég í skóla en gafst upp. Haustið 1984 skrifaði Magnús bréf til Félagsmálastofnun- ar, sem studdi mig til stúdentsprófs. Ég byrjaði því í menntaskóla um þrí- tugt og lauk síðar námi í latínu og forngrísku frá Háskóla Íslands.“ Þeir tala um fangavist eins og eðlilegasta hlut veraldar. Enda kom- ust flestir Breiðavíkurdrengjanna í kast við lögin. Þá má nefna að nærri fjórðungur þeirra drengja sem voru á Breiðavík árin 1952–1972 er látinn. „Njörður Snæhólm lögreglu- maður spurði einu sinni árið 1970: „Georg Viðar, varst þú í Breiða- vík?“Hann sá að allir verstu drengir og hörðustu menn á götunum höfðu verið í Breiðavík. Það segir sitt.“ Þegar ég spyr Pál hvort einhver upprifjun sem fram kemur í bókinni hafi kallað fram góðar minningar brosir hann. „Já, þegar ég hugsa um Víkur- botna og Engidalinn. Þeir staðir eru mér mjög kærir því þangað flúði ég til að leita einveru. Þar var ég á stað þar sem ég gat látið mig dreyma. Jólaskemmtanir eru líka falleg- ar minningar því þá fengum við að hitta önnur börn. Það sem þó stend- ur upp úr sem bestu stundirnar eru sögustundirnar hans Guðbjörns bróður. Um þær má lesa í bókinni.“ En í bókinni kemur líka glöggt fram hvernig bjartsýni stríðnispúkinn Páll Rúnar Elíson breyttist á þremur og hálfu ári í Breiðavík. Dýravinur- inn fór að meiða og drepa fugla. „Þá var ég orðinn mjög skemmd- ur. Við skírðum fuglana nöfnum eins og Þórhallur, Mumma og Grímur – í höfuðið á fólkinu sem við höt- uðum mest. Dæmdum fuglana til dauða. „Þórhallur, þú ert dæmdur til dauða...“ Hann verður hugsi í langan tíma en segir svo: „Ég er búinn að fyrirgefa sjálfum mér þetta. Aðstæðurnar sköpuðu þetta; þetta var ekki mér að kenna. Ég er mikill dýravinur og í mörg ár leið ég óskaplega fyrir þennan verknað. Á unglingsárunum fór ég blint í gegnum hatrið, drakk mig frá minningunum, en lenti aldrei í eitur- lyfjaneyslu. Vinir mínir hrundu nið- ur í dópáti og ég þorði aldrei út í það. Svo kom martraðatímabil í mörg ár og ég kvaldist um nætur. Var í hörku- slagsmálum við sjálfan mig á nótt- unni. Ég forðaðist að hugsa um það sem ég hafði gert, en svo kom að því að horfa á og gera upp þetta vonda tímabil.“ Þeir eru sáttir við vinnu sína; sátt- ir við að hafa komið á framfæri því sem hvílt hefur á þeim. „Mér finnst ég vera að fara í aðra ferð. Fara til þjóðarinnar. Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott, hluti af mér er að fara í ferðalag um Ísland. Ég hef að leiðarljósi að vera auð- mjúkur. Ég lifði of lengi á hrokanum og lyginni. Þegar ég þurfti að svara hver maður væri, datt mér ekki í hug að segja hvaðan ég kæmi. En þegar maður hefur gert upp málin og unn- ið í þeim og finnur árangurinn dettur manni ekki í hug að taka skref aftur á bak. Þá eyðileggur maður það sem maður hefur skapað.“ annakristine@dv.is VEikur og hræddur: „Ég æddi um borðsalinn og kallaði á hjálp. Ég reyndi svo að taka utan um Mummu og bað hana að hjálpa mér. Hún sagði bara við mig: „Vertu nú til friðs, Páll. Það er ekki neitt alvarlegt að þér. farðu bara í rúmið og liggðu þar.“ Ég sleppti af henni takinu og lagði af stað en við dyrnar út úr borðsalnum fékk ég enn eitt svimakastið og ég hrópaði aftur upp yfir mig að ég væri að deyja. Þær svöruðu: – Já, Palli, þú ert örugglega að deyja. og aftur ráku þær upp hlátur. Ég ákvað að fara til hans bróður míns áður en ég dæi, og þegar ég kom til hans lét hann mig setjast á rúmstokkinn, hélt utan um mig og róaði mig niður. sagði að ég væri örugglega ekkert að deyja heldur bara með háan hita og það gengi yfir. Ég átti bágt með að trúa honum en nú var ég hjá honum og leið því betur. bróðir minn gat svo ekki vikið frá mér næstu stundirnar. um kvöldið kom hann inn í herbergi til mín, lagðist hjá mér í rúmið og sagði mér sögur þangað til ég datt út af.“ Fugla-Fallöxin: – Við þurfum að taka fuglana fyrir, þeir verða að fá sinn dóm, sagði raggi. Ég var ekki alveg sáttur við þetta svar og daginn eftir þegar við vorum að stússa við fuglana í gamla bænum sagði raggi: – Við verðum að skíra fuglana. Við látum þann stærsta heita Þórhall. Við Maggi samþykktum það. – Þessi í miðið getur heitið Mumma, hélt raggi áfram. Nú vildi ég skipta mér af þessu og sagði að sá þriðji ætti að heita grímur. og þótt þeir hefðu ekki verið komnir þegar grímur réð öllu samþykktu þeir það. – og þeir fara undir fallöxina, sagði raggi, ég er að verða búinn með hana en fyrst skulum við rétta yfir Þórhalli. raggi náði í fuglinn Þórhall úr búrinu, hélt á honum í fanginu og sagði: – Við dæmum þennan fugl, Þór- hall, til hengingar. og skal hann hengdur strax svo óvinirnir frelsi hann ekki. Maggi var samþykkur dómnum og rétti ragga snæri. Hann hnýtti á það hengingarhnút og svo var snaran sett um hálsinn á fuglinum. raggi sagði: – Þú ert hér með dæmdur til dauða og þú ferð örugglega til helvítis. svo lét hann fuglinn hanga í snörunni. Hann barðist um í smátíma og drapst svo. Mér leið illa og fannst þetta ekki rétt. samt var eitthvað gott við það að dæma Þórhall til dauða. Með mömmu „Þegar ég sagði mömmu frá ofbeldinu hélt hún að ég væri að ýkja.“ Breyttur drengur eftir ofbeldi Með svarta bauga undir augum. Með Palla afa sem kynnti hann fyrir Jesú „Hér er ég óskemmdur, glaðvær prakkari.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.