Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 20
Menning
föstudagur 26. október 200720 Menning DV
Leyndarmál-
ið hans pabba
Út er komin hjá Máli og
menningu Leyndarmálið hans
pabba eftir Þórarin Leifsson.
Hversu lengi er hægt að þegja
yfir hræðilegu leyndarmáli?
Því velta systkinin í þessari bók
fyrir sér, umkringd litríkum
persónum á borð við leynilög-
reglumanninn Vidda nikótín,
íþróttabrjálæðinginn Ívar bang-
bang, besta vininn Bjössa bör-
ger, hina óþolandi Bertu bleiku,
að ógleymdri mannætunni í
Hlíðunum sem sumir trúa að sé
einhvers staðar á kreiki. Þórar-
inn hefur myndskreytt bækur,
bókakápur og blaðagreinar.
Leyndarmálið hans pabba er
fyrsta skáldsaga hans handa
börnum.
bækur
Ritsmiðja er að hefjast í Bókasafni Kópavogs:
Skáldsaga skrifuð á mánuði
„Ef fólk vill sækja stuðning í aðra
sem eru jafnbrjálaðir og þeir eru
þeir velkomnir,“ segir Arndís Þór-
arinsdóttir hjá Bókasafni Kópavogs
en á þriðjudagskvöldum í nóvem-
ber geta íslenskir
rithöfundar, sem
vilja skrifa skáld-
sögu á aðeins einum mánuði, átt
skjól í safninu í verkefninu NaNo-
WriMo.
Ár hvert frá árinu 1999 hafa rit-
listaráhugamenn um allan heim
tekið þátt í átakinu National Novel
Writing Month, eða NaNoWriMo.
Hver og einn þátttakandi freist-
ar þess að skrifa uppkast að skáld-
sögu, eigi styttra en 50 þúsund
orð, í nóvembermánuði og er öll-
um heimil þátttaka. Víða um heim
hittast höfundar af sömu svæðum
nokkrum sinnum á meðan á átak-
inu stendur til að veita hver öðr-
um stuðning, en aldrei fyrr hafa ís-
lenskir þátttakendur í NaNoWriMo
átt þess kost að skrifa saman þó að
ár hvert hafi allnokkrir Íslendingar
tekið þátt.
Hugmyndafræðin á bak við
NaNoWriMo-átakið gengur út á það
að skynsamlegt sé að koma fyrsta
uppkasti að skáldsögu á blað á sem
skemmstum tíma og fága svo verk-
ið síðar. Að sögn Arndísar er engin
eiginleg skráning heldur á fólk bara
að mæta á svæðið á þriðjudaginn.
„Við getum tekið dálítið lengi við.
Hér eru mjúkir sófar og skrifborð
hæfilega í bland.“ Og Arndís úti-
lokar ekki að meistarastykki fæðist
í safninu. „Ja, núna eru jólabæk-
urnar að flæða inn til okkar þannig
að auðvitað daðrar maður við þá
tilhugsun að í næsta jólabóka-
skammti verði eitthvað meistara-
verk sem hefur fæðst hérna.“
Ósagt
Skáldsagan Ósagt eftir
Eyvind Karlsson er komin út
hjá JPV. Ung kona situr í yfir-
heyrsluherbergi lögreglu. Hvert
einasta orð
sem hún
segir er lygi.
Hún segir
ekkert um
undarlegt
ferðalag með
alræmdum
fíkniefnasala.
Hún minnist
ekki á látinn eiginmann sinn.
Ekki orð um bróður sinn, erfiða
æsku, eða annað sem hefur
komið henni þangað sem hún
er stödd. Allt þetta lætur hún
ósagt. En það var ástæða fyrir
öllu sem gerðist. Eyvindur hef-
ur meðal annars komið fram
á sjónvarpsstöðinni PoppTíví,
flutt pistla í Síðdegisútvarpi
Rásar 2 ásamt því að koma víða
fram með uppistand.
Nuddbók
Hjá Vöku-Helgafelli er kom-
in út Nudd - fyrir þig og þína,
eftir Monicu
Rosenberry.
Í bókinni
eru skýrar
og einfald-
ar leiðbein-
ingar ásamt
litmyndum
notaðar til
að útskýra
nuddaðferðir þrep fyrir þrep og
er farið yfir allan líkamann frá
hvirfli til ilja og áhersla lögð á
þau svæði þar sem algengast er
að spennu og verkja verði vart.
Oftast er gert ráð fyrir samspili
nuddara og nuddþega en einn-
ig er lýst ýmsum aðferðum sem
þú getur beitt á sjálfa(n) þig
til að slaka á og auka orkuna.
Hér er líka lýst aðferðum til að
vinna bug á til dæmis flug-
þreytu og þynnku.
Brekkukotsannáll
Kvikmyndin Brekkukotsannáll er viðfangsefni annars stofuspjalls
vetrarins um verk mánaðarins á Gljúfrasteini á sunnudaginn kl. 16. Ætla
Sveinn Einarsson leikstjóri, Björn G. Björnsson og Jón Þórisson
leikmyndahönnuðir að rifja upp ævintýrið um gerð myndarinnar sem
byggð er á samnefndri bók Halldórs Laxness.
VIÐTAL „Ég kalla þetta bæði
vídeólist og skjáskraut. Eða skjál-
ist,“ segir Sigrún sem hefur getið
sér gott orð fyrir verk sín á undan-
förnum misserum, burtséð frá því
hvaða merkimiði er hengdur á þau
eða hvaða nafni listageirinn sem
hún vinnur innan er kallaður. „Á
ensku heitir þetta „visuals“ en ef þú
þýðir þetta beint yfir á íslensku er
það „myndrænt“, og það virkar ekki
alveg.“
Undirbúningurinn fyrir útgáfu
DVD-disksins sem Sigrún var að
gefa út og ber heitið Eyelove Ice-
land - Volume 1 hefur staðið yfir
frá því rétt fyrir jól í fyrra . „Fram að
því hafði þetta bubblað í maganum
á mér í þó nokkurn tíma. Í sumar
ákvað ég svo að taka þetta alla leið.
Ég ætla að stofna fyrirtæki í kring-
um þetta og ætla þá bæði að vera
með visuals fyrir tónleika og búa til
innsetningarverk fyrir fyrirtæki og
verslanir og svoleiðis. Og gefa út
fleiri diska,“ segir Sigrún.
Nýjung á Íslandi
Nýja disknum lýsir hún sem list
fyrir sjónvarpið. „Þú breytir sjón-
varpinu þínu í listaverk. Þetta eru
sex verk sem eru öll á hreyfingu og
breytast hægt og rólega. Þú getur
annað hvort valið að spila eitt verk
í einu eða öll í röð og diskurinn
stoppar ekki fyrr en þú ýtir á stopp.
Þetta er því ekki þannig að þú spil-
ir eitt verk og þá ertu kominn aft-
ur í valmynd,“ segir Sigrún og hlær.
„Svo geturðu líka valið hvort þú
hlustar á tónlistina með sem er
rosalega flott, samin af hinum frá-
bæru tónlistarmönnum Apparat
Organ Quartet, Jóhanni Jóhanns-
syni, Ólöfu Arnalds, Paul Lydon,
Skúla Sverris og Evil Madness.
Þetta er dálítil nýjung á Íslandi.
Áður hefur verið hægt að fá arin og
fiskabúr en hérna er kannski far-
ið aðeins lengra. Það er meiri list.
Og þarna er líka eitthvað sem er
ekki alveg eðlilegt, eins og lopap-
eysa með hreyfandi mynstri. Mað-
ur sér það ekki á hverjum degi,“
segir Sigrún í léttum dúr. Í hinum
verkum disksins vinnur hún með-
al annars með gömul hús í mið-
borg Reykjavíkur og kindahóp sem
sá sem horfir fer að sjá í allt öðru
ljósi, svo ekki sé meira sagt. Hægt
er að kaupa diskinn í 12 Tónum,
Nakta apanum og KVK-búðinni og
er hann einnig væntanlegur í Mál
og menningu, Iðu og Skífuna.
Sigrún fékk styrk frá félagsmála-
ráðuneytinu, undir yfirskriftinni
Atvinnumál kvenna, til að vinna að
disknum og stofnun fyrirtækisins.
Hún segir styrkinn hafa komið sér
afar vel. „Þetta var alveg frábært og
hjálpaði mér rosalega mikið.“
SJÓNVARPINU
breytt í listaverk
viðtalSigrún Lýðsdóttir og Tom Goulden
Parið kynntist þegar sigrún lærði við the
Liverpool Institute for Performing arts, eða
Paul McCartney-skólann eins og hann er
gjarnan kallaður, í heimaborg toms.
Sigrún Lýðsdóttir og Tom Goulden vöktu nokkra athygli á Sequences-hátíðinni á
dögunum fyrir vegglistaverk sem þau unnu og vörpuðu á vegg hússins að Laugavegi
25. Sigrún hefur á undanförnum misserum gert vídeóverk fyrir tónleika hljómsveita
á borð við Gus Gus og Steed Lord auk þess sem hún var að gefa út DVD-disk með
verkum sínum, líklega þann fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigrún og Tom
kynntust þegar hún lærði við Paul McCartney-skólann svokallaða í Liverpool, heima-
borg Toms. Kristján Hrafn Guðmundsson hitti parið á Tíu dropum í vikunni.