Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 4
Löður er með Rain-X á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Bjarni tekur við af Jónasi Þóri veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hvöss A-átt. Rigning sA-lAnds, en ÞuRRt noRðAntil. HlýnAR í Bili. HöfuðBoRgARsvæðið: Milt og lítilsháttar væta. snýst í sv-átt uM kvöldið. KólnAR og él sunnAn- og suðvestAnlAnds. BiRtiR upp n-til. HöfuðBoRgARsvæðið: hiti undir frostMarki og dálítil él. HvessiR Af A ÞegAR líðuR á dAginn og feR smám sAmAn HlýnAndi. HöfuðBoRgARsvæðið: strekkingur og sMá rigning eða slydda síðdegis. snjóar sv-lands á laugardag greinileg umskipti eru að eiga sér stað þessa dagana í veðrinu. sa- og a-átt með vægum blota verður ríkjandi veðurlag langt fram í næstu viku. Þó nær kaldara loft úr vestri tökum á laugardag og fram á sunnudag, en síðan hlýnar aftur. spáð er éljum eða jafnvel snjókomu um tíma suðvestan- og vestanlands á laugardag. Þurrt hins vegar að mestu á sunnudag. Þá er spáð a- og sa-stormi og úrkomusvæði nálgast úr suðri með rigningu um kvöldið. 4 0 -2 1 3 -2 -2 -3 -4 -2 -1 -5 -8 -7 1 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Börnum í 4. bekk kópavogsskóla fannst gaman að læra tölvuleikjaforritun. samstarf við stærsta eignastýringarfyrirtæki heims víB, eignastýringarþjónusta íslandsbanka, hefur undirritað samstarfssamning við Blackrock, stærsta eignastýringaraðila heims. Með samstarfinu eykst enn frekar fjölbreytni vöru- og þjónustuframboðs víB á sviði eignastýringarþjónustu á erlendum mörkuðum, að því er fram kemur í tilkynn- ingu íslandsbanka. „Blackrock býður mjög fjölbreytt úrval vöru og þjónustu á sviði eignastýringar sem spannar sex heimsálfur, hlutabréfa- sjóði, skuldabréfasjóði, hrávörusjóði, fasteignir og aðra sérhæfðari sjóði sem henta fagfjárfestum sérstaklega vel. vegna fjármagnshafta gefst einungis viðskiptavinum sem eiga erlendar eignir eða hafa heimild til endurfjárfestingar í erlendum verðbréfum kostur á að fjárfesta í vörum BlackRock. Samstarfið er liður í stefnu víB að bjóða viðskiptavinum, sem í dag eiga erlendar eignir, sterkt vöru og þjónustuframboð, sem mun vonandi sem fyrst nýtast öllum viðskiptavinum víB þegar fjármagnshöft verða afnumin,“ segir enn fremur. „ég er mjög stoltur af því að Blackrock, stærsti og einn af virtustu eignastýringar- aðilum heims hafi valið okkur til samstarfs á íslandi. samkvæmt könnun Capacent myndu flestir velja að leita til VÍB og Ís- landsbanka eftir eignastýringarþjónustu eða 31% og er samstarfið við BlackRock liður í því að halda áfram að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina. við vonum svo sannarlega að þess sé ekki langt að bíða að íslenskir sparifjáreigendur og fagfjár- festar geti nýtt sér þjónustu Blackrock og víB erlendis í auknum mæli,“ segir stefán sigurðsson, framkvæmdastjóri víB. í tilkynningu bankans kemur fram að Blackrock sé stærsta eignastýringar- fyrirtæki heims með um 3.800 milljarða Bandaríkjadala í stýringu og starfsemi í 30 löndum. Starfsmenn BlackRock eru yfir 10 þúsund en margir af stærstu lífeyris- sjóðum og tryggingafélögum heims nýta eignastýringarþjónustu Blackrock. -jh  sjóður Forritarar Framtíðarinnar Grunnskólar landsins vilja efla sína tækniþekkingu Mun fleiri umsóknir bárust sjóðnum „Forritarar framtíðarinnar“ en búist var við sem sýnir að áhugi á tækniþekkingu innan grunnskóla og framhaldsskóla er mjög mikill. fyrirtæki geta lagt sjóðnum lið með fjárframlögum, tæknibúnaði, þekkingu og ráðgjöf til að efla íslensk ungmenni. m óttökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum. Opið var fyrir umsóknir í fyrsta skiptið og við vissum ekki við hverju mætti búast. Ég hafði gert mér í hugarlund að vera ánægður með um 20 umsóknir en þetta fór alveg í 49 umsóknir,“ segir Guðmundur Tómas Axelsson, markaðs- og sam- skiptastjóri Reiknistofu bankanna, um fjölda umsókna sem bárust í sjóðinn „Forritarar Framtíðarinnar“. „Sumir skólar eru nánast á byrjunarreit og aðrir eru komnir þó nokkuð lengra þannig að hug- myndin hjá okkur er að reyna að hjálpa einhverjum að komast af stað og svo að hjálpa þeim sem eru lengra komnir að komast á næsta skref. Umsóknirnar voru fjölbreyttar. Við fengum um- sóknir frá skólum sem ekki voru vissir um að hverju þeir væru að leita að nákvæmlega og frá skól- um sem sóttu um ákveðna pakka sem voru í boði sem var allt frá því að þjálfa kennara, setja upp forritunarnámskeið eða fá nýjan vélbúnað eins og tölvur og skjái,“ segir Guðmundur. Hugbúnaðarfyrirtækið Skema hefur verið að sér- hæfa sig í ákveðinni aðferðarfræði við kennslu í for- ritun fyrir börn og hefur þjálfað grunnskólakennara til að kenna með góðum árangri. Í framhaldinu hafi kennarar sett slík námskeið á námsskrá með aðstoð frá Skema. „Eitt af vandamálunum er að kennarar eru oft smeykir og upplifa að nemendur séu með meiri þekk- ingu en þeir sjálfir sem og að aðstaðan og tölvurnar séu oft ekki nógu góðar. Margir eru áhugasamir og þeir sem hafa farið í þessa þjálfun hafi opnað augun fyrir þessu. Það er ekki eins stórt mál og þeir héldu,“ segir Guðmundur. Mun fleiri umsóknir bárust sjóðnum en búist var við og nú þarf sjóðurinn „Forritarar fram- tíðarinnar“ að fá fleiri bakhjarla til að leggja fjármagn í verkefnið því að eftirspurnin er alveg gífurleg. „Það er mikill áhugi í skólum og margir eru aðeins með úreltan tækjakost. Þess vegna getur það verið ómetanlegt fyrir skóla að fá 3ára gamlar vélar. Fyrir- tækin sem eru að leggja verk- efninu lið eru kannski að endur- nýja tölvurnar sínar á 2 til 3 ára fresti og það er gull fyrir skólana,“ segir Guðmundur. „Við fórum í samstarf við Skema síðasta sumar og þeir komu og tóku að sér forritunar- kennslu fyrir börn í 4. bekk hjá okkur. Það er komin reynsla á það og við sóttum um styrk í framhaldinu af því. Krökkunum fannst þetta prýðilega skemmti- legt því að þeir fengu að gera hluti sem þeir hafa ekki fengið að gera áður og allt í einu þurfa þeir að horfa til þess sem kemur út úr leiknum í stað þess að láta leikinn stýra sér. Mér finnst frá- bært að þessi sjóður sé kominn og þarna eiga skólarnir möguleika á að sækja um og fá aðstoð sérfræðinga,“ segir Guðmundur Ólafur Ásmundsson, skólastjóri í Kópavogsskóla. Bakhjarlar sjóðsins eru Nýherji, Íslandsbanki, Landsbankinn, Microsoft, Reiknistofa bankanna, Cyan veflausnir og CCP. Fyrirtæki af ýmsum stærðum geta lagt sjóðnum lið með fjárframlögum, tæknibúnaði, þekkingu og ráðgjöf til að efla enn frekar tækniþekk- ingu íslenskra ungmenna. maría elísabet pallé maria@frettatiminn.is Frumyfirferð á umsóknum í sjóðinn Forritarar framtíðarinnar: Helstu niðurstöður Umsóknir voru samtals 49. Þær skiptust þannig eftir landshlutum: Ein umsókn var frá framhaldsskóla og þrjár frá skólaskrifstofum. Alls er sótt um allt að 930 tölvur/spjaldtölvur, forritunarkennslu fyrir 2.700 nemendur og 340 kennara. Þrjár umsóknir bárust of seint og ein var sögð ekki hafa skilað sér. Gefið var tækifæri til að senda hana inn aftur. sKipting umsóKnA eftiR lAndsHlutum Jónas Þórir Þórisson sem hefur verið framkvæmdastjóri hjálpar- starfs kirkjunnar frá 1990 hefur látið af störfum. Eftirmaður hans í starfi er Bjarni gíslason. „ég er fyrst og fremst þakklátur eftir öll þessi ár, bæði guði og mönnum. ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt starfið af trúfesti. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með góðu starfsfólki, sjálfboðaliðum og fólki í stjórn hjálparstarfsins, án þeirra væri starfið ekki eins öflugt og raun ber vitni,“ sagði Jónas þegar hann afhenti Bjarna lyklavöldin með því að afhenda honum skiptilykil og bætti við „skiptilykillinn er til merkis um að starfið þarf að vera sveigjanlegt og þróast áfram og þannig finna lausnir og opna nýjar dyr.“ starf framkvæmdastjóra var auglýst í lok september. 69 sóttu um starfið. Bjarni gíslason sem verið hefur fræðslu- og upplýsingafulltrúi hjálparstarfsins í 6 ár, var ráðinn. hann er kennari að mennt, hefur lokið námi í endurmenntun hí í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og námi í þróunarfræðum, viðbótardiplóma, við hí. hann hefur áralanga reynslu af störfum í afríku og við kennslu. hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoð um allt land og er með verkefni á ind- landi og afríkulöndunum eþíópíu, Malaví og Úganda. Bjarni gíslason tekur við skiptilykli af Jónasi Þóri Þórissyni. 4 fréttir helgin 10.-12. janúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.