Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 10
tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags skila atkvæði þínuMundu að FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. janúar 22. janúar er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana É g hef fundið fyrir jákvæð-um straumum en maður veit aldrei í þessum stjórnmálum. Ég og við í Samfylkingunni í borgarstjórn erum ekki búin að vera sýnilegust af öllum en við höfum verið að vinna að hlutum sem skipta miklu máli, húsnæðismálum, betri skólum og velferð. Ég held að fólk kunni að meta þá festu og stöðugleika sem einkenna stjórn borgarinnar og að við höfum tekið á málum Orku- veitunnar. Við höfum unnið sem einn hópur með Besta flokknum og samstarfið hefur gengið mjög vel. Kannski er það ekki órökrétt í hugum borgarbúa í framhaldi af samstarfi okkar Jóns Gnarr að ég taki við,“ segir Dagur B. Eggerts- son, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, en flestir nefndu hann í vali á næsta borgarstjóra eða 33, 1%, samkvæmt könnun sem fram- kvæmd var um miðjan nóvember síðastliðinn af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. 11,7% nefndu Halldór Halldórsson og 10,9% Júlíus Vífil Ingvarsson. Stíft vaktaplan heima við Dagur er hamingjusamlega kvænt- ur faðir fjögurra barna á aldrinum tveggja til níu ára. Kona hans er Arna Dögg Einarsdóttir, sérfræði- læknir á Landsspítalanum. Dagur kynntist Örnu með í gegnum systur hennar sem hann var með í læknanáminu og segir hann að það hefði verið ást við fyrstu kynni. „Það var eins og það sem maður les um í bókum, það bara small... og eftir fyrsta kossinn þá spurði ég hana hvað hún vildi eignast mörg börn,“ segir Dagur. Arna og Dagur gegna bæði mjög annasömum ábyrgðarstörfum og þurfa að fylgja stífu vaktaplani heima við eins og í vinnu til þess að láta allt ganga upp. „Það gengur furðuvel annars værum við ekki í þessu en þetta er eilíft púsluspil og það reynir oft á og það kallar á meiri skipulagshæfileika sem við vissum ekki að við höfðum,“ segir Dagur. „Það er auðvitað alveg ótrúlegur fjársjóður að eiga börn en líka rosalega mikil vinna og Borgin þarf að draga vagninn inn í framtíðina Dagur B. Eggertsson telur hreinskiptni skipta mestu máli hjá stjórnmálamönnum. Hann lýsir stjórnmálaferli sínum sem rússíbana og segir að borgin skipti meira máli en fólk geri sér grein fyrir í heildarsamhenginu. Í borginni finnst honum árangur af vinnu sinni áþreifanlegri og þá er hann hamingjusamur. Framhald á næstu opnu Dagur með börnum sínum, Ragnheiði Huldu og Steinari Gauta, á heimili sínu í Þingholtunum. Mynd/Hari 10 viðtal Helgin 10.-12. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.