Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Side 12

Fréttatíminn - 10.01.2014, Side 12
Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR um nýgerða kjara- samninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda hefst kl. 9:00 að morgni 15. janúar 2014 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 20. janúar 2014. Kjörgögn með nánari upplýsingum og lykilorði inn á rafrænan atkvæðaseðil berast félagsmönnum á næstu dögum. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is Kjörstjórn VR Kosið um kjarasamninga VR maður þarf bara að viðurkenna það og það þýðir ekkert að stytta sér leiðir. Það sem mér finnst eiginlega merkilegast við að eiga fjögur börn er það að þó að það sé ofboðslega mikill systkinasvipur með þeim þá eru þau líka mjög ólík á sama tíma. Þau hafa sín sérkenni, sína styrkleika og veikleika og ég held að það sé mjög mikilvægt að maður viðurkenni það alveg frá því að þau eru mjög lítil, þau eru einstaklingar sem hafa sinn rétt að fá að þroskast á sínum forsendum,“ segir Dagur. Virðing borin fyrir börnunum „Ég ólst upp hjá venjulegri fjöl- skyldu í Árbæjarhverfinu sem einkenndist af því að mamma og pabbi unnu mikið en þau gáfu okkur mikið af tíma sínum þess utan. Það sem mér fannst ein- kenna þeirra uppeldi var mikil virðing fyrir okkur sem persónum, einstaklingum og skoðunum okkar og þau hlustuðu og færðu rök fyrir sínum ákvörðunum. Auð- vitað höfðu þau síðasta orðið en ég held að þetta sé eitthvað sem hafi verið fjársjóður sem maður tók með sér út í lífið. Þessi hlustun og að rökin skuli ráða og maður verði að geta fært rök fyrir máli sínu, hlýja og jafnræði. Ég held að það sé með mikilvægustu lærdómum í lífinu. Það gildir líka í læknisfræði að geta sett sig í spor annarra og ef fólk finnur það þá slaknar á öllu og þá er auðveldara að finna lausnir jafnvel á mjög flóknum málum því að lífið er auðvitað fullt af flóknum málum, einkalífið, opinbera lífið, pólitíkin og í raun allt,“ segir Dagur. Læknastarfið togar í mann Dagur hefur sýnt áberandi leiðtoga- hæfileika frá því að hann var ung- lingur í Menntaskólanum í Reykjavík og síðar í háskólapólítíkinni þar sem hann var meðal annars í Stúdenta- ráði fyrir Röskvu og síðan sem for- maður Stúdentaráðs. Eftir að hafa lokið embættisprófi í læknisfræði hér heima vann hann í nokkur ár sem læknir áður en hann tók sæti á lista fyrir Reykjavíkurlistann árið 2002. „Ég hafði alltaf áhuga á stjórnmálum en fór meðal annars í læknisfræði til þess að vinna við fag sem væri áhugavert og spennandi og gengi mikið út á samskipti við fólk en væri líka ákveðin vísindi,“ segir Dagur og segir að læknisfræðin hafi í raun áhrif á hvernig hann hugsar um starf sitt í borginni. „Það eru ótrúlega margar ákvarð- anir sem eru teknar í borgarstjórn sem hafa áhrif á heilsuna, hvort við hreyfum okkur í daglegu lífi, erum örugg á götunum, löbbum eða hjól- um og krakkarnir hreyfi sig á skóla- tíma. Hvort að við borðum hollt getur líka verið háð því hvernig við skipu- leggjum þjónustu í hverfum okkar og skipulagsmálin eru nátengd heilsu og hafa reyndar alltaf verið,“ segir Dagur og minnist þess að það voru læknar sem börðust fyrir vatns- veitu Reykjavíkur fyrir 100 árum. Dagur segir margt geti farið saman í stjórnmálum og læknisfræði. „Þarna kemur jöfnuðurinn líka inn, við sjáum það í læknisfræðirannsóknum að jafnaðarsamfélög eru betri hvað heilsu snertir, við sjáum það í sam- félögum sem leggja áherslu á rétt- indi kvenna að heilbrigði er meira og grunnþættir eins og læsi hafa mikil áhrif,“ segir Dagur. „Læknastarfið togar í mig og ég finn það alveg að ég gæti vel hugsað mér að gera það aftur og jafnvel í bland við stjórnmálin. Suma daga í borginni þá finnst mér ég þó vera að sinna einhvers konar borgarlækning- um því að maður er að taka ákvarð- anir sem varða fólk, umhverfi þess og lífsgæði,“ segir hann. Með of marga bolta á lofti Dagur segist hafa verið mjög lán- samur í starfi sem og í einkalífi og því þakkar hann sína velgengni í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Pólitíkin hefur verið mik- ill rússíbani, töluvert upp en líka niður og reynt á og þá er ég ekki bara að tala um mig heldur allt samfélagið,“ segir Dagur. „Ég á það stundum til að vera með alltof marga bolta á lofti í einu og ég hef áhyggjur af því að ég sé ekki að sinna mínu heima gagnvart börn- unum og konunni minni, vinum og fjölskyldu. Það eru ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringn- um en samt set ég í gang stór verkefni í vinnunni sem ég vil að nái árangri og ég veit ég get verið ofboðslega óþolinmóður gagnvart samstarfsfólki en vonandi á minn mjúka hátt,“ segir Dagur. „Lýðræðið er leiðin sem við höf- um til þess að breyta samfélaginu í betri átt og hún reynir stundum á þolinmæðina, lýðræði tekur tíma og ekkert er fullkomið en mér finnst einhvern veginn þegar mað- ur horfir yfir heiminn, til dæmis Norðurlandanna og sér hvernig stjórnmálunum hefur tekist að skapa sterk góð samfélög sem bera virðingu fyrir fólki þá finnst mér ekki hægt að halda öðru fram en að stjórnmálunum hafi tekist að skapa frið og gott samfélag,“ segir Dagur. „Stjórnmálin gera hins vegar ekkert ein. Norræna leiðin er að vinna náið með atvinnulífinu, fjöldahreyfingum eins og verka- lýðshreyfingunni, kvennahreyf- ingum og frjálsum félagasam- tökum. Samstarf er lykill að góðu samfélagi.“ Dagur segir að hreinskiptni og heiðarleiki skipti mjög miklu máli í stjórnmálum sem og í lífinu almennt. „Að koma bara eins og maður er klæddur og segja sína skoðun en geta þá líka hlustað á rök og jafnvel skipt um skoðun eða komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu,“ segir hann. Sjálfhverfa stjórnmálamanna Ýmis færi hafi skapast hjá Degi í fortíðinni til að fara í landspólítíkina og sú spurning hefur komið upp. „Mér finnst borgin skipta miklu meira máli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Ef við erum að hugsa um Ísland og hvernig við ætlum að halda komandi kyn- slóðum hérna og skapa lífskjör sem standast samanburð við nágranna- löndin þá skiptir Reykjavík og blómlegt borgarsamfélag lykilmáli. Við þurfum að byggja á þekkingu, skapandi greinum og nýsköpun. Við eigum tækifæri til að gera það hér í Reykjavík í samstarfi við há- skólana og fyrirtækin sem eru nægilega stór og öflug. Borgin þarf að draga vagninn inn í framtíðina og búa til lífskjör og lífsgæði. Hjá borginni ertu að vinna í þessum verkefnum nánast með eigin hönd- um,“ segir Dagur. „Ég geri miklar kröfur. Ég vil ná árangri í því sem ég er að gera og ég er ekki í borgarmálum til að eiga sæti í borgarstjórn heldur til að koma hlutum í verk. Ég vil að hlut- irnir gangi helst hratt og vel þannig að allt komist í mark,“ segir Dagur. Hann segir að sjálfhverfa sé versti gallinn hjá íslenskum stjórn- málamönnum. „Ef manni tekst að taka egóið aðeins til hliðar þá tekst manni að koma miklu meira í verk. Ef maður leggur minna upp úr því hver fái hrósið og viðurkenninguna þá er hægt að láta miklu fleiri hluti verða að veruleika, það er mín reynsla,“ segir Dagur. „Ég hef líka kynnst mjög mörgu fólki í stjórnmálum sem brennur fyrir því sem það trúir á og er í þessu alveg af heilum hug og hjarta. Þetta er bara eins og í öðru, fólk er bara ólíkt og gerir hlutina af mismunandi forsendum. Ég er mjög hamingjusamur í því sem ég er að gera og það gefur mér mikið.“ María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Ég hafði alltaf áhuga á stjórn- málum en fór meðal annars í læknis- fræði til þess að vinna við fag sem væri áhugavert og spennandi og gengi mikið út á samskipti við fólk en væri líka ákveðin vísindi. 12 viðtal Helgin 10.-12. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.