Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 22

Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 22
hendinni finnst manni það heldur kalt og hvarflar ekki að manni að baða sig í læknum, jafnvel þó sólin skíni. Eftir viku fer maður að líta hýrara auga til þess að baða sig í læk og eftir tvær vikur er það einfaldlega orðið sjálf- sagt mál. Náttúran bara grípur inn í og rekur mann í bað.“ Í lífshættu í ísilögðu vatninu Þessar miklu samvistir bara tvö ein hefur gert þau einstaklega náin en þau hafa líka reynt sitthvað saman sem treyst hefur böndin enn frekar. „Ég hef stundum sagt í gamni,“ segir Páll, „að ég viti ekki hvar ég enda og hún tekur við, en við höfum líka lent í erfiðum hlutum. Rósa hefur bjargað lífi mínu.“ Hann biður Rósu að hefja frásögnina. „Þetta var um páska, veðurspáin var góð og við ákveðum að fara á göngu- skíði á Skjaldbreið. Við ökum austur, skiljum bílinn eftir við Meyjarsæti og göngum þaðan. Síðan ákváðum við það sem aldrei skyldi verið hafa, að stytta okkur leið yfir Sandkluftavatn. Það er ekki mikið vatn og þornar alveg upp á sumrin en yfir vetrar- tímann bólgnar það upp. Við fórum á gönguskíðunum út á ísinn og erum ekki komin langt frá landi, kannski 20-30 metra, og ég er aðeins á undan þegar ég heyri smá píp fyrir aftan mig, eins og einhver sé að taka andköf. Ég leit við og þá hafði Páll fallið niður um ísinn, með bakpokann, skíðin á fót- unum, skíðastafina, og botnar ekki í vökinni. Þegar hann reyndi að komast upp úr brotnaði alltaf undan honum. Það sem bjargaði okkur báðum var að ísinn var nógu sterkur til að halda mér þannig að ég komst á skíðunum nógu nærri til að rétta honum skíðastafinn minn.“ Páll tekur við: „Ég krækti mínum í stafinn hennar og hún gat dregið mig upp úr. Ég kom bara eins og selur upp úr vökinni. Ég var rennandi blautur, fór úr gallanum, vatt úr honum mesta vatnið og fór svo í hann aftur. Okkur var vitanlega brugðið og hættum við að fara á fjallið. Þess í stað gengum við aftur í bílinn og þá náði ég aftur upp hita. Reynslan af þessu sýnir manni hvað það er mikilvægt að halda ró sinni og verða ekki hræddur. Rökhugs- unin segir að þetta séu hættulegar að- stæður, þú ert ofan í vatni, um hávetur, fjarri mannabyggðum og það er frost. Maður þarf samt að vera rólegur og átta sig á því að sá sem er uppi er líf- lína manns, ferðafélaginn sem er ekki kominn ofan í. Við brugðumst rétt við og komumst úr þessu. Það er auðvitað ekki hægt að bera eitt samband saman við annað, en að hafa farið saman í gegnum erfiða hluti og verið í nánum samvistum sólarhringum saman fjarri mannabyggðum tengir okkur saman með mjög sérstökum hætti,“ segir Páll. Notar GPS í listaverk Árum saman hafa þau bæði síðan verið að leiðsegja og unnið aðra vinnu innan veggja heimilisins. „Fyrir um tuttugu árum, þegar við vorum nýlega flutt í bæinn, vorum við eins og venjulegt fólk, unnum úti og hittumst heima á kvöldin. Við sáum þá ekkert athugavert við þann lífsmáta en það er langt síðan við höfum verið í þeirri stöðu,“ segir Páll. „Við höfum í raun getað hagað öllu eftir okkar höfði, við eigum ekki börn saman og höfum getað farið og komið eins og okkur hentaði,“ segir Rósa. „Meðan við vorum að hluta til að vinna önnur störf, ég að kenna og hann í blaðamennsku, fóru öll frí og sumar- leyfi í ferðalög og við lögðumst þá út í einn eða tvo mánuði eftir atvikum. Þetta vatt síðan upp á sig og hvorugt okkar gerir annað núna en að stunda leiðsögn og vinna tengd verkefni. Ég vinn líka sem myndlistarmaður og hef mikið sótt innblástur í náttúruna. Ég hef haldið sýningar sem snúast um minjagripi sem ég hef safnað á ferðum. Núna er ég að gera steinamyndir og tek þá með mér kannski einn stein úr fjalli, til að mynda Heklu, Esju eða Snæfellsjökli. Ég myl síðan steininn niður og raða brotunum upp á nýtt. Þetta er í raun ummyndun náttúrunnar.“ Sem dæmi um önnur verk Rósu má nefna málverk sem hún hefur unnið út frá gögnum í GPS-tæki eftir fjallgöngu. „Tækið sýnir hæðina og í lok hverrar ferðar er hægt að sjá hækkunina á út- prenti og lítur hún þá út eins og fjall. Það má því halda því fram að prófíllinn sé nokkurs konar mynd af fjalli. Hver leið um fjallið á sinn prófíl og ef sama leið er farin upp og niður verður myndin samhverf. Myndirnar þurfa hins vegar ekkert að líkjast fjallinu sjálfu, útkoman fer eftir því hversu mikið er gengið upp og niður á leiðinni,“ segir hún. Ákvað að vera barnlaus Páll á tvö börn af fyrra hjónabandi og þrjú barnabörn, en Rósa er barnlaus. „Ég tók þá meðvituðu ákvörðun að eiga ekki börn. Ég hef aldrei haft löngun til þess og fyrst ég gat stjórnað því þá ákvað ég þetta. Auðvitað hef ég horft til framtíðar þar sem ég á hvorki að dætur né syni en ég á bara annað fólk að. Það er mín ákvörðun að ég á enga afkomendur,“ segir Rósa. Páll skýtur inn í að í raun sé hún að ganga gegn hefðbundnum viðmiðum í samfélaginu og Rósa tekur aftur við boltanum. „Það er félagskerfi í kring um foreldra og ég geri mér fulla grein fyrir að ég þekki ekki reynsluheim foreldra. Ég horfi því öðrum augum á ýmsa hluti og upplifi þá á annan hátt en þeir sem eiga börn. Það er bara óhjákvæmilegt.“ Páll segir að enn líti sumir á að móð- urhlutverkið hljóti að vera æðsta mark- mið hverrar konu og þegar kona er barnlaus sé sífellt leitað að ástæðu og talið víst að hún geti ekki eignast börn. Í þessu listaverki notaði Rósa stein sem hún tók úr Esjunni, muldi niður og endurraðaði brot- unum. Hún hefur unnið með ummyndun náttúr- unnar í fleiri verkum. MAZDA3 SKYACTIV spartækni og KODO hönnun Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Margverðlaunaða SKYACTIV spartæknin hefur veitt Mazda sérstöðu á markaðnum. Með þessari byltingarkenndu tækni hefur Mazda náð fádæma árangri til lækkunnar eyðslu án þess að fórna afli né viðbragði – enda er akstursánægja eitt aðalsmerki Mazda. Til viðbótar er bíllinn smíðaður í anda KODO hönnunarinnar sem gælir svo sannarlega við augað. zo om - z oo m VERÐ FRÁ 3.190.000 KR. MAZDA. DEFY CONVENTION. NÝR Mazda3_5x18_03.01.2013.indd 1 6.1.2014 11:53:58 22 viðtal Helgin 10.-12. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.