Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 23

Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 23
„Svona eins og það geti varla verið að neinn taki þessa ákvörðun,“ segir Rósa og bendir á að það sé eins og einhverjir upplifi barnleysið sem svik við hugsjónina. „Hreinlega svik við viðhald mannkyns. En það er ljóst að leið okkar um lífið hefði verið öðruvísi ef við hefðum ákveðið að eignast börn saman,“ segir hún. Rósa talar almennt ekki mikið um þessa ákvörðun sína en þegar hún gerir það eru viðbrögðin yfirleitt já- kvæð. „Fólk verður frekar forvitið en hitt. Ég fæ þau viðbrögð að þetta sé alltaf að verða algengara þegar fólk hefur þetta val og finnst í sjálfu sér virðingar- vert að standa með þeim ákvörðunum.“ Einstök yfirsýn af toppnum Nánd þeirra Páls og Rósu birtist á fjölbreyti- legan hátt en atvik sem átti sér stað við Síðu- jökul er afar lýsandi. Páll rifjar upp að þau hafi verið þar með nokkrum göngufélögum og að- stæðurnar hafi verið erfiðar við jökulröndina. „Þar er ís undir jörðinni, vatn kemst ekki í burtu og því myndast hálfgert fenjasvæði og drullupyttir. Ég og félagi minn vorum komnir upp á jökulinn og biðum efir hinum þegar við sjáum Rósu sökkva ofan í drulluna. Hún var komin upp á mið læri þegar maðurinn við hliðina á mér fór að ókyrr- ast á meðan Rósa byltist um í leðjunni. Hann ýtti loks við mér og spurði hvort við ættum ekki fara að hjálpa henni en ég sagði: „Nei, hún myndi ekki vilja það.“ Og það var líka alveg satt því ef við hefðum hjálpað henni þá hefði hún ekki leyst verkefnið sjálf. Við vorum alveg í kallfæri og ef hún hefði viljað hjálp þá hefði hún kallað. Sýn manns- ins var hins vegar blinduð af því að þeirri staðalmynd að alltaf þegar konur eru vandræðum þá eigi karlmenn að koma og hjálpa þeim. Rósu tókst sjálfri að losa sig og komst til okkar af sjálfsdáðum.“ Rósa segir fjall- göngurnar gefa sér mikið og á mjög fjöl- breytilegan hátt. „Fjallstoppurinn er markmið í svo marg- víslegum skilningi, hann er andlegt markmið ekki síður en líkamlegt. Þegar þú nærð markmiðinu færð þú yfirsýn sem þú færð hvergi annars staðar en af toppnum. Ég held að því oftar sem fólk sér hlutina frá nýju sjónarhorni af toppnum því meiri líkur á að það yfirfæri þá hugsun á fleiri þætti lífsins. Það sem við kennum fólki sem fer í ferðir með okkur er að það er hins vegar ekki síður mikilvægt að finna hvar mörkin liggja, hvort sem þau eru hjá þér eða í aðstæðunum. Að kunna að snúa við er ekki síður mikilvægt en að fara á toppinn. Sennilega er mikilvægara að læra að snúa við.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Við lágum þá saman úti í tjaldi í þrjár vikur, fengum matarsend- ingar tvisvar og vorum alltaf í sömu fötunum. ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNAR SJÓÐI AURORU Í APRÍL 2014 ��������������� FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UM SÓKNUM RENNUR ÚT 15. FEBRÚAR HÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að mark miði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhags lega aðstoð� Nánari upplýsingar um út hlutaða styrki og leið­ beiningar vegna um sókna er að finna á www.honnunarsjodur.is� Umsóknir og fyrir spurnir sendist á info@honnunarsjodur. is�Hönnunarsjóður Auroru viðtal 23 Helgin 10.-12. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.