Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 24
24 fjölskyldan Helgin 10.-12. janúar 2014
Umbætur Upphaf að einhverju nýju
Þ egar fólk er komið á efri ár er það gjarnan beðið um að líta yfir farin veg og segja hvað það hefði viljað gera öðruvísi í lífinu ef það fengi tækifæri til að lifa því upp á nýtt. Ýmislegt er tínt til. Margir segjast hafa viljað ferðast meira, verið
óhræddari við að standa með sjálfum sér eða hafa átt meiri tíma með fjölskyldunni og
unnið minna. Óhætt er að segja að sumir eiga fárra kosta völ og neyðast til að vinna
mikið, jafnvel langtímum saman fjarri fjölskyldu sinni til að geta séð fyrir sér og sín-
um. Margir Íslendingar þekkja vel þungar greiðslubyrðar af lánum. Aðrir kjósa
að helga sig vinnunni og láta fjölskyldu og vini mæta afgangi vegna „aðkallandi
verkefna“ sem engan enda virðist taka.
Bæði ríki og mörg sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir hafa komið sér upp fjöl-
skyldustefnu og sýnt vilja til að reyna koma á móts við þarfir foreldra á vinnu-
markaði s.s. með samræmdum starfsdögum í leik- og grunnskóla og með sveigj-
anlegum vinnutíma sem er hið besta mál.
Stundum geta þó ákvarðanir þessara aðila skapað vanda fyrir fjölskyldur sem
hafa þá lítið svigrúm til að ákveða hvað hentar þeim sjálfum. Nefna má sem dæmi
þegar fólk er skikkað í sumarfrí á ákveðnum tíma, sumarlokanir leikskóla og
ákvarðanir íþróttafélaga, stundum án samráðs við foreldra um að keppa eigi á Sel-
fossi um helgina og svo á Seltjarnarnesi helgina þar á eftir. Auðvitað er allt gott og
blessað við að börn fái sumarfrí og taki þátt í íþróttum en þurfi allir að vera í fríi á
sama tíma og af hverju þarf allar þessar keppnir, sérstaklega fyrir yngri deild-
irnar? Eins og með annað finnst sumum þessar keppnir bæði ómissandi og bráð-
skemmtilegar og sumarfrístíminn hentar þeim vel sem og sumarlokanir leikskóla.
Aðrir hafa minni áhuga og langar að gera eitthvað allt annað með börnunum um
helgar eða taka frí á öðrum tíma með þeim, en láta sig hafa það að taka þátt og
þegja þunnu hljóð af ótta við að vera álitnir fremur lélegir foreldrar.
Flestir foreldrar vilja vera með börnum sínum í sumarfríi og hvetja þau áfram í íþrótt-
um eða í tómstundum en vilja hinsvegar fá að hafa eitthvað um það að segja hvar og
hvenær. Það er ekki sjálfgefið að foreldrar, stjúpforeldrar eða fósturforeldrar geti fengið
sumarfrí eða mætt á mót á þeim tíma sem bæjarstjórn eða íþróttafélagið ákveður hverju
sinni. Fjölskyldur þurfa að geta átt meira val um hvernig þær ráðstafa tíma sínum og
peningum. Með reglulegum könnunum er hægt að komast að hvað hentar – og hvernig
er hægt að koma á móts við ólíkar þarfir fólks. Ólíklegt er að hægt sé að koma á móts
við þær allar – en það er gott að geta átt val og taka þann kost sem hentar best.
Stundum virðist okkur líka skorta fjölskylduvæna stefnu á heimilinu sem gerir ráð
fyrir óskiptri athygli fjölskyldumeðlima og þar er lítið við aðra að sakast nema þá okkur
sjálf. Víða eru mörkin milli einkalífs og starfs óljós. Við getum látið sem við séum að
taka þátt í samræðum eða að horfa á sjónvarpið með fjölskyldunni með því að muldra
reglulega „aha“ og brosað en verið í raun andlega fjarverandi – á kafi í excelskjalinu
eða verið að svara „aðkallandi“ tölvupóstum. Fólk getur líka verið andlega fjarverandi á
heimili þó það sé ekki á kafi í vinnu en auðvelt er að týna sér í feisbúkk, kandíkruss eða
tölvuleikjum, vanti sjálfsstjórn.
Samkeppni barna um óskipta athygli foreldra og foreldra um athygli barna sem og
maka getur því stundum verið hörð vanti stefnu á heimilinu um tölvunotkun. Mörgum
hefur reynst vel að ákveða saman í fjölskyldunni hve miklum tíma fólk ver í tölvunni og
þá hvar og hvenær. Svo getur verið hjálplegt að hver og einn segi til um hvernig hann
vilji láta minna sig á – hafi hann gleymt sér. Í stað þess að líta á umkvartanir sem nöldur
sem vert er að reyna leiða hjá sér – má líta á þær sem tækifæri til umbóta. Upphaf að
einhverju nýju. Fjölskyldustefna er því ekki bara eitthvað sem aðrir eiga að sjá um –
hún er líka í höndum okkar sjálfra. Gleðilegt ár!
Fjölskyldustefna er því ekki bara eitthvað sem aðrir
eiga að sjá um – hún er líka í höndum okkar sjálfra.
Fjölskyldustefna er líka
í höndum okkar sjálfra
Valgerður
Halldórs-
dóttir
félagsráðgjafi
og kennari
heimur barna
Mörgum hefur
reynst vel að
ákveða saman í
fjölskyldunni hve
miklum tíma fólk
ver í tölvunni
og þá hvar og
hvenær.
Það er alltaf gaman og skemmtileg tilbreyt-
ing að fara í skreppitúr út fyrir borgarmörkin
þegar vinnuviku líkur og fá að upplifa smá
náttúru til tilbreytingar. Nú yfir vetrartímann
er auðvitað gráupplagt að kíkja á skíði með
alla fjölskylduna en þegar fjöllin eru lokuð er
ýmislegt annað hægt að gera. Öll börn hafa
gaman af því að fara í sund og sundferð er
ódýr og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Grundarhverfi á Kjalarnesi er lítil perla rétt
við borgarmörkin sem býður upp á fallegar
gönguleiðir og sérstaklega fallega fjöru sem
öll börn geta haft gaman af að dunda sér í við
fjársjóðsleit.
Grundarhverfi býður auk þess upp á eitt
best geymda leyndarmál borgarinnar en þar
er Klébergslaug. Laugin er sú eina á Stór-
Reykjavíkursvæðinu sem liggur í fjöruborði
og jafnframt sú eina sem býður upp á aðstöðu
til sjósunds en þar hittist hópur ofurhuga til
að baða sig í sjónum alla sunnudaga klukkan
ellefu. Við hliðina á sundlauginni er svo
íþróttasalur sem nú á laugardaginn býður
upp á ókeypis leiktíma fyrir fjölskylduna frá
klukkan 11 til 12.
Klébergslaug er opin frá 11 til 15 um helgar
yfir vetrartímann.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Sund eina laugin í reykjavík við Sjávarbakka
Skreppitúr á Kjalarnes með börnunum
Sjósundsaðstaða í fjör-
unni við Klébergslaug.
SUÐRÆNSveifla
Suðræn sveifla er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á
öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun,
latin dönsum eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl.,
ásamt kviðæfingum og góðri slökun.
Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar sinnum í viku
á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 í leikfimissal
Hvassaleitisskóla. Kennari er Birgitta Sveinbjörnsdóttir
danskennari. Skráning er hafin á námskeiðið sem hefst
þriðjudaginn 14. Janúar. Upplýsingar og skráning
í síma: 899-8669
Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna
Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum,
langflestir á aldrinum 40 ára og eldri.
• 10 getustig með áherslu á tal
• Öllu lesefni fylgja hljóðdiskar
• Styrkt af starfsmenntasjóðum
Skráning stendur yfir í síma 8917576 og erlaara@gmail.com
Enskuskóli Erlu Ara - Let‘s speak English
www.enskafyriralla.is
Sumarið 2014 verður boðið upp á námsferð til Englands,
bæði fyrir unglinga og fullorðna.
Kvennaleikfimin í Fossvogi
„Fimleikafjólurnar“
Leikfimi fyrir 50 ára og eldri á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 17 í íþróttasal Fossvogsskóla.
Vorönn á aðeins 16.000 kr.
Tímabil frá 14. janúar til 29. apríl.
Kennari: Ásdís Halldórsdóttir íþróttafræðingur
og ýmsir gestakennarar.
Nánari upplýsingar í síma 777-2383