Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 30

Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 30
Bleikt eða blátt á Bessastöðum É „Ég hef einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta.“ Þessi frægu einkunnarorð Sævars Karls festust varanlega í kolli þeirra sem hlýddu á Pál Magnússon flytja þau af munni fram fyrir margt löngu. Hugmyndaríkur var klæðskerinn þegar hann fékk þann sjónvarpsmann sem einna oftast sást á skjám landsmanna til að flytja fagnaðarerindið. Páll hefur enda verið smekklega klæddur alla tíð, í dökkum jakka og skyrtu – og stundum með bindi. Við sjáum ekki nema efri hlutann á þeim sem þylja sjónvarpsfréttir. Sá neðri nær ekki máli. Allar líkur eru samt á því að Páll sé og hafi verið smekklega klæddur hið neðra líka, annað hvort í buxum í stíl við jakkann eða gallabuxum. Þetta er hinn einfaldi klæðnaður karl- manna, það er að segja þeirra sem vinna skrifstofustörf á ýmsu tagi. Þeir sem vinna úti við verða að sjálfsögðu að miða klæðnaðinn við aðstæður, viðfangsefni hverju sinni og veður. Frá því að ég var ungur maður hef ég unnið inni við, sem blaðamaður. Það verður að segjast eins og er, blaðamenn fara tiltölulega sjaldan úr húsi, að frátöldum ljósmyndurum – með heiðarlegum undantekningum þó. Þeir hafa stundum verið gagnrýndir fyrir heldur slakan fatasmekk, ekki þótt nógu fínir á ýmsum mannamótum. Vel má vera að eitthvað sé hæft í því. Ljósmyndarar, sem yfirleitt eru fulltrúar blaða út á við, fara fund af fundi, frá atburði til atburðar og vilja því fremur vera í þægilegum fötum en mjög fínum. Eitt sinn man ég eftir því, sem stjórnandi á öðru blaði en Fréttatím- anum, að hafa fengið vinsamleg tilmæli frá forsetaskrifstofunni að senda ljósmyndara snyrtilegan á vettvang, það er að segja í jakkafötum og með bindi. Ég kom þeim boðum áleiðis til viðkomandi ljósmyndara. Hann gerði eins og fyrir var lagt, mætti prúðbúinn þótt jakkaföt væru fráleitt hans hvunndagsklæði. Þegar hann mætti til baka á ritstjórnina var hann vissulega með bindi um hálsinn – en tæpast hefðbundið miðað við hátíðleika athafnarinnar. Við blasti stór mynd af Mikka mús á bindinu. Ekki var ástæða til að ávíta ljósmyndarann fyrir bindisvalið – enda var það hið eina sem hann átti. Hann var með einfaldan smekk, eins og fleiri. Ég hef nokkurn skilning á þessari vöntun í fataskáp ljósmyndarans. Bindi eru, að mínu mati, heldur óþægilegur klæðnaður, einkum vegna þess hve þau þrengja að í hálsi. Ég á mörg bindi en nota þau ekki nema spari – þegar varla verður undan því vikist – en ekki í vinnu. Ég nýti mér þau forréttindi blaðamannastéttarinn- ar að geta mætt í vinnuna í gallabuxum og skyrtu, fráhepptri í hálsinn – og kannski peysu til viðbótar þegar kaldast er að vetri til. Hið sama á við um flesta starfsbræður á þeim ritstjórnum sem ég hef haft við- komu á. Stöku blaðamenn hafa þó klæðst jakka og bindi í vinnunni – og samstarfs- konur hafa haft meira við en karlpeningur- inn, svona yfirleitt. Við buxurnar og skyrtuna hef ég síðan klæðst svörtum sokkum – alveg síðan þeir hvítu áttu stutt vinsældatímabil fyrir einhverjum áratugum. Það er einfaldur smekkur og þægilegur, einkum af því að sokkar hafa tilhneigingu til að segja sig úr parasambandi. Þá skiptir ekki öllu máli, við leit að sokkum á morgnana, þótt sokkurinn á vinstri fæti sé sentimetranum styttri, eða svo, en á hinum hægri ef báðir eru blakkir. Yngri dóttir mín hefur hins vegar reynt að hafa áhrif á þetta sokkaval og nokkrum sinnum gefið mér röndótta sokka. Fyrst fór hún varlega í sakirnar, gaf mér sokka með steingráum og svörtum röndum. Það taldi hún, með réttu, að væri nægilega lítil breyting frá þeim svörtu. Ég brúkaði þá gráröndóttu sem varð til þess að hún færði sig upp á skaftið og gaf mér litskrúðuga randasokka. Ég lét til leiðast og geng stundum í svo skrautlegum fótabúnaði, þótt nokkuð byltingarkenndur sé. Þetta varð til þess að yngri sonur minn sá sér leik á borði nú um jólin og gaf hinum íhaldssama föður sínum, með sinni fjölskyldu, heilan pakka af sokkum. Þeir eru þeirrar náttúru að vera í megin- atriðum svartir en þó með hæl og tá í afar skrautlegum litum, himinbláum, límónu- grænum, appelsínulitum og bleikum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi litasamsetning gerir sokkana sér- lega áberandi ef maður tiplar um á sokk- unum, jafnvel svo að spurning er hvort maður á virðulegum aldri geti leyft sér að ganga um svo búinn. Á hinn bóginn eru þeir þeirrar náttúru að hvorki skræpóttur hæll né tá sjást í skóm. Þannig búnir geta menn á fyrrnefndum virðulegum aldri gengið um kinnroðalaust – svo lengi sem þeir þurfa ekki að fara úr skónum. Strákurinn, sem er gamansamur, vissi að faðir hans átti erindi á forsetasetrið um áramótin. Hann hvatti mig því til að taka áhættu, einu sinn í lífinu, og mæta á hina prúðbúnu samkomu í jakkafötum með bindi að sjálfsögðu – en í vel völdum sokkum við, helst með bleikri tá en að öðr- um kosti appelsínulitri. „Það sést ekkert,“ sagði strákur föður sínum til hughreyst- ingar, „en þú veist það sjálfur.“ Þegar ég valdi sokkana fyrir forseta- heimsóknina varð mér hugsað til ljós- myndarans sem á sínum tíma skreytti sig með Mikka mús á forsetaslóðum. Einfaldast var að sjálfsögðu að láta hvatn- ingu míns góða sonar sem vind um eyru þjóta og velja svarta sokka – en litskrúðugi pakkinn freistaði. Bleikar eða sægrænar tær ættu svo sannarlega við á Álftanesinu – en ég hikaði, setti öryggið á oddinn en valdi engu að síður skærbláar tær. Hver veit nema kjarkurinn aukist og ég mæti með bleikar tær næst – það er að segja ef mér verður boðið. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L Svo létt á brauðið EN N EM M / SÍ A / N M 57 65 5 Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, á laugardögum 10 - 14 Góð þjónusta fagleg ráðgjöf. Hugsaðu vel um fæturna Hágæða skófatnaður í hálfa öld 30 viðhorf Helgin 10.-12. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.