Fréttatíminn - 10.01.2014, Side 67
— 7 —10. janúar 2014
Ekki viðbúin fjölgun aldraðra
Það besta
við efri árin
Framtíðarþing um farsæla
öldrun var haldið síðasta
sumar í tilefni af Evrópuári
um virkni aldraðra og sam-
stöðu kynslóðanna. Fyrir-
komulag þingsins var það
sama og á Þjóðfundunum
2009 og 2010 þar sem fólk
vann saman í hópum. Eitt af
viðfangsefnunum var að taka
saman það besta við efri árin.
Eftirfarandi eru nokkur atriði
sem þátttakendur nefndu.
Tækifæri til að gera
ýmislegt sem hefur
beðið, eins og ferðast
og sinna áhugamálum.
Frelsi
Meiri tími með
börnum og ættingjum
Að ráða tímanum
sínum
Vakna á morgnana og
dóla sér
Að sjá barnabörnin
vaxa úr grasi
Öðlast meiri yfir-
vegun
Vera meðvitaður um
hvað tíminn er dýr-
mætur
Ferðast og skoða
heiminn
Áunnin hugarró og
þroski
Nægur tími til að lesa
Rækta samband við
gamla vini
Sofa frameftir
Tími til að flokka
myndir og bréf
Kaffi og hvítvínsboð
með vinkonunum
Njóta þess að vera
maður sjálfur
Það er flott að vera
ættmóðir eða ættfaðir
Lesa sér til ánægju
allan daginn
Að gera allt í róleg-
heitum, ekkert stress
Eiga frí í miðri viku
2014 2024 2034 2044
15,1%
17%
við viku til að úthluta rýminu aftur og það
gildir líka í þessum tilvikum. Þetta er tilraun
og eigum við eftir að sjá hver niðurstaðan
verður.“ Núna hafa tveir nýtt sér þetta úrræði
á Hrafnistu í Kópavogi og leggur Hrönn
áherslu á að aldraðir séu fjölbreyttur hópur
fólks með ólíkar þarfir sem koma þurfi til
móts við.
Samlokukynslóðin
Í sumum tilfellum er það þannig að þegar
fólk kemst á það háan aldur að þurfa á
miklum stuðningi barna sinna að halda eru
börnin sjálf orðin mjög fullorðin. Líklegt er
að börn níræðs fólks séu á milli sextugs og
sjötugs og jafnvel eldri. Þessi hópur fólks
er gjarnan kallaður samlokukynslóðin og
segir Hrönn til útskýringar að foreldrar
fólks í þessum hópi séu oft háaldraðir og
mikið veikir og að á þeim sé einnig álag frá
börnum og barnabörnum sem þeir sjái um
að passa. „Þetta kallast að vera í samlokunni
og ef til vill er að fjölga í þessum hópi. Hérna
sjáum við oft marga sjúklinga verða til úr
einum. Fólk getur sjálft veikst af álaginu og
ábyrgðinni sem fylgir því að bera ábyrgð á
umönnun foreldra sinna.“
Ný hugmyndafræði
Hrafnista í Kópavogi opnaði
fyrir fjórum árum og
hefur verið
farin
ný leið í hugmyndafræði þannig að staðurinn
sé líkari heimili en sjúkrastofnun. „Fólk kem-
ur með gardínur, rúmföt og handklæði með
sér og starfsfólkið er ekki í einkennisfötum,
heldur í hefðbundnum klæðnaði. Svo
erum við ekki með ákveðna fóta-
ferðar- og baðtíma. Flest hjúkr-
unarheimili sem opna í dag
eru á þessum nótum, eins
og Ísafold í Garðabæ,
Hlíð á Akureyri
og Brákarhlíð í
Borgarnesi.“
Rannsókn sem gerð var árið 2003 meðal
sjúklinga á öldrunarsviði Landspítala
leiddi í ljós að nær 60 prósent þátttakenda
væru vannærðir. Slík rannsókn hefur
ekki verið framkvæmd síðan hér á landi
svo lítið er vitað um stöðuna nú. Nær-
ingarástand fólks á hjúkrunarheimilum
hér á landi hefur ekki verið rannsakað.
Að sögn dr. Ólafar Guðnýjar Geirsdóttur,
næringarfræðings á Rannsóknarstofu í
öldrunarfræðum, hvarflaði ekki að fólki
árið 2003 að svo mikil vannæring væri
meðal aldraðra sjúklinga á Landspítala
og rannsóknin leiddi í ljós. „Það er mikil-
vægt að skoða hver staðan er í dag og
hvort sú vitundarvakning sem varð þá
hafi einhverju breytt því hvernig við
sinnum þessum málaflokki. Annars erum
við ekki að sinna þessu góða fólki sem
gerði okkur kleift að hafa það eins gott og
við höfum það núna.“
Ýmsar ástæður, bæði líkamlegar og
félagslegar, geta legið að baki því að eldra
fólk nærist illa og nefnir Ólöf sem dæmi
að það sé ekki eins skemmtilegt að elda
og borða einn og í góðum félagsskap.
„Það þyrfti að stofna hópa sem hittast og
elda og borða saman. Það myndi auka
lífsgæði margra. Stundum læt ég mig
dreyma um að eldra fólk geti fengið til sín
skemmtilega félagsliða sem fara með því í
búðina og kaupa í matinn, elda og borða.“
Ólöf segir bragðskyn einnig minnka með
aldrinum og að lyf geti truflað bragðskyn,
til dæmis þannig kaffi- eða kjötbragð
verði vont.
Þörf á rannsókn á næringu aldraðra
Hrönn Ljótsdóttir,
forstöðumaður
Hrafnistu í Kópavogi.
Lj
ós
m
yn
di
r/
H
ar
i
Lj
ós
m
yn
d/
N
or
di
cP
ho
to
s/
G
et
ty
Im
ag
es