Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 32
Ég var mjög
sérvitur og
tók ekki
mark á
neinu sem
neinn sagði
við mig
nema ég
hefði lesið
það í bók.
Rökrétt að eiga
maka á einhverfurófi
Elías Halldór Ágústsson kyssti Kristínu Vilhjálmsdóttur beint á munninn á fyrsta stefnumótinu þeirra,
um leið og hann mætti. Henni var eilítið brugðið en heillaðist fljótt af framhleypni hans. Þau eru bæði á
einhverfurófinu og finnst báðum satt að segja afar rökrétt að vera í hjónabandi með annarri manneskju
á einhverfurófinu. Þau urðu bæði fyrir hrottalegu einelti sem börn en njóta lífsins í dag, þrátt fyrir ein-
staka árekstra í félagslegum samskiptum.
V ið kynntumst fyrst hér um árið þegar við vorum bæði að vinna hjá Skýrr. Þeg-
ar ég byrjaði þar var mér strax
sagt að hann Elías væri svolítið
skrýtinn,“ segir Kristín Vil-
hjálmsdóttir og lítur glottandi á
eiginmann sinn, Elías Halldór
Ágústsson, sem brosir til baka.
Þau eru bæði á einhverfurófinu
og sumum finnst þau líklega
skrýtin, þó frekar Elías svo
það sé bara sagt hreint út, en
þau eru hins vegar langt frá því
sem sumir ímynda sér að fólk á
einhverfurófi sé. Bæði eiga þau
hvor sitt hjónabandið að baki,
Kristín átti fyrir tvíburadrengi
en Elías þrjú börn eftir sambúð
með þremur konum, og saman
eiga þau þriggja ára soninn,
Vilhjálm Stefán.
Það var reyndar hægara sagt
en gert að finna tíma þar sem
við öll gátum hist. Kristín var
reyndar tiltölulega laus við utan
skóla en hún er í meistaranámi
í þýðingarfræði við Háskóla
Íslands. Elías hefur um árabil
verið kerfisstjóri hjá Reikni-
stofnun Háskólans og átti hann
eilítið erfitt með að komast frá
í viðtal. Þau segjast bæði ekki
aðeins vera á einhverfurófinu
heldur líka með athyglisbrest.
„Ég var 34 ára þegar ég var
greind með Asperger,“ segir
Kristín. Annar sonur hennar
var þá greindur með ódæmi-
gerða einhverfu og þegar hún
fór að lesa sér til í framhaldinu
sá hún að margt við einhverfu
rímaði vel við hennar barn-
æsku. „Það var líklega fyrst og
fremst þessi myndræna upplif-
un af heiminum sem ég tengdi
svo sterkt við og erfiðleikar við
félagsleg samskipti. Ýmis púsl
fóru að raðast saman fyrir mér
og í raun breytti það öllu þegar
ég fékk greiningu. Ég hafði
alltaf skorið mig úr og upplifað
mig sem „frík“ en um leið og
maður veit að maður er hlut af
hópi, hversu sundurleitur sem
hann er, þá fer maður að skilja
veröldina svo mikið betur,“
segir Kristín.
Erfitt uppdráttar félagslega
Elías hefur aldrei formlega
verið greindur með einhverfu
heldur greindi hann sig sjálfur.
„Í gegnum tíðina hefur reyndar
fullt af fólki greint mig þannig,
jafnvel bara fólk sem ég hitti í
fyrsta skipti á kaffishúsi,“ segir
hann og eiginkonan skýtur
inn í: „Ég vissi alltaf að þú
værir einhverfur, Elías minn.“
Elías heldur áfram: „Ég byrjaði
snemma að lesa sálarfræði en
komst reyndar að því að þessi
greiningarviðmið eru ekki allt-
af mjög nákvæm. Ég varð líka
heillaður af bókinni Steppen-
wolf eftir Hermann Hesse sem
fjallar um mann sem hrærist
í borgarsamfélaginu en lifir
í raun utan samfélagsins. Ég
dróst líka mikið að Nietzsche
og sá að hann var í raun mikið
að fjalla um einhverfu, og ég
held að hann hafi verið ein-
hverfur,“ segir Elías en það fór
fyrst að draga til tíðinda með
sjálfsgreininguna þegar hann,
árið 1991, sat við morgun-
verðarborðið ásamt þáverandi
sambýliskonu sinni í London og
las blaðagrein sem bar heitið
„Obsessive bores may have a
disease“ sem Elías þýðir sem
„Leiðindaskarfar með áráttu/
þráhyggju kunna að vera haldn-
ir sjúkdómi.“ Í greininni var
meðal annars tekið dæmi um
mann sem þekkti 50 afbrigði af
gulrótum og var sem heillaður
af þeim, hann vildi ekki borða
gulrætur eða rækta þær heldur
bara fræðast um þær. „Þegar
sambýliskona mín sá þessa grein
sagði hún: Þeir hafa loksins kom-
ist að því hvað er að þér, elskan.“
Þó lífið leiki við Elías og Krist-
ínu í dag hefur það ekki alltaf
verið þannig því bæði lentu þau í
hrottalegu einelti í skóla og áttu
mjög erfitt uppdráttar félags-
lega. Elías segist sífellt hafa verið
jaðarsettur. „Ég varð fyrir öllum
gerðum af einelti. Ég var líka
mjög sérvitur og tók ekki mark
á neinu sem neinn sagði við mig
nema ég hefði lesið það í bók. Oft
var ég í raun óþekkur þó ég væri
rólegur. Svo sótti ég mikið í að
vera hjá ömmu og afa þegar ég var
lítill. Þar var svo rólegt og húsið
fullt af bókum,“ segir hann.
Eftir að upplifa helvíti í Austur-
bæjarskóla ákvað Kristín að
taka til sinna ráða. „Ég tók þá
ákvörðun að ég ætlaði að verða
vinsæl, ég ætlaði að eignast vini
og hætta að vera þessi mús sem
læddist meðfram veggjum. Ég
rak mig sannarlega á veggi en ég
uppskar vel og í dag á ég nána og
góða vini. Það er talað um að fólk
á einhverfurófi eigi erfitt með að
eignast vinni en þeir vinir sem
við eigum eru okkur mjög nánir,“
segir Kristín.
Mansöngur á fyrsta stefnu-
móti
Þau kynntust hvort öðru ekk-
ert sérstaklega þegar þau unnu
í Skýrr en fyrir tilviljun fóru þau
nokkru síðar að rekast á hvort
annað á jóladag, ár eftir ár, þegar
þau mættu í jólaboð. „Mæður
okkar og stjúpfeður bjuggu þá
hlið við hlið. Þau voru samt varla
vinahjón en kynntust þegar við
Elías byrjuðum að vera saman,“
segir Kristín. Elías varð fljótt
heillaður af þessari ungu konu og
bauð henni út.
Framhald á næstu opnu
32 viðtal Helgin 11.-13. apríl 2014