Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 76
Stórmyndin The Secret Life of Walter Mitty kemur í SkjáBíó í dag, föstudaginn 11. apríl. Eins og þekkt er var stór hluti myndarinnar tekinn hér á landi auk þess sem íslensku leikararnir Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Ari Matthíasson og Þór- hallur Sigurðsson sýna Hollywood- takta. Náttúrufegurðin í myndinni hefur hlotið verðskuldaða athygli og þess má geta að ferða- skrifstofan Iceland Travel býður nú upp á sérstakar Walter Mitty ferðir, þar sem komið er við á slóðum söguhetjunnar á Íslandi. Það eru þau Ben Stiller, Kristin Wiig og Sean Penn sem fara með helstu hlutverk myndarinnar en Stiller er um þessar mundir staddur í London við tökur á Night at the Museum 3. Það skal engan undra að The Biggest Loser Ísland trónir á toppi vinsældalista síðustu viku á SkjáEinum, enda hafa íslensku hetjurnar okkar slegið rækilega í gegn. Í öðru sæti listans er það gæðasmellurinn CSI: Crime Scene Investigation þar sem Ted Danson fer fyrir harðsvíruðum hópi rannsóknardeildar lög- reglunnar í Las Vegas. Listinn í heild sinni lítur svona út: Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS Þ essum rétti fylgja fal-legar minningar en móðir Ragnars Freys byrjaði að elda hann þegar þau bjuggu í Kanada á miðjum tíunda áratugnum. „Þessi uppskrift er fengin frá Julee Russo og Sheilu Lukins sem gáfu út Silver Palate Co- okbook sem kom út árið 1982 og er sérstaklega eiguleg bók. Fyrsta útgáfa var einungis myndskreytt með teikningum en tuttugu og fimm ára afmæl- isútgáfan er skreytt fallega með ljósmyndum. Þessi réttur er margslunginn og bragðið er í mörgum lögum ef svo má að orði komast. Við það að marínera hann í sólarhring þrengir viðbótarhráefnið sér inn í kjúklinginn og tryggir að hann verði einstaklega meyr og safaríkur. Að sáldra púðursykri yfir hann áður en hann fer í ofninn gefur einnig dásamlega aukavídd í réttinn. Þetta er sannkölluð veislumál- tíð sem maður býður bestu vinum sínum í til að þakka þeim fyrir eða fólki sem mann langar til að kynnast betur. Hvað opnar hjartað betur en varlega elduð ástrík máltíð?“ Læknirinn í eldhúsinu hefur göngu sína á SkjáEinum á skír- dag klukkan 20. Kolbeinn gæti orðið meistari Topp tíu á SkjáEinum! íslensk náttúra og Hollywood Marbella-kjúklingur frá mömmu Hráefni: 2 kjúklingar – hlutaðir niður í átta bita hvor 150 ml jómfrúarolía 100 ml hvítvínsedik 25 ml balsamedik 1 bolli góðar grænar ólífur, skornar í tvennt 1 bolli góðar kalamata-ólífur, skornar í tvennt 200 g döðlur, gróft saxaðar og 200 g gróft saxaðar sveskjur heill saxaður hvítlaukur, salt og pipar 2 msk óreganó og 6-8 oreganólauf handfylli fersk steinselja 250 ml hvítvín 4 msk muscovado-sykur (eða púðursykur) handfylli kóríander Aðferð: 1. Hlutið kjúklinginn í átta bita og setjið í skál. 2. Hrærið edikinu, ólífunum, döðlunum, sveskjunum, krydd- inu, hvítlauknum og steinseljunni saman við olíuna. Saltið og piprið. 3. Hellið marineringunni yfir kjúklinginn, hyljið með plasti og marínerið í ísskáp í sólarhring. 4. Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót og raðið „gumsinu“ í kringum bitana þannig að skinnið standi upp úr. Gætið þess að hafa bara eitt lag af bitum í eldfasta mótinu. 5. Stráið sykrinum ofan á skinnið. 6. Bæta má við 2 hvít- vínsglösum til að auka sósumagnið. 7. Bakið við 180 gráður í þrjú kortér þar til húðin er gullin og falleg. 8. Fersk kóríanderlauf fara yfir réttinn og hann svo borinn fram með hrís- grjónum og salati. Spennan verður í hámarki í Hollenska bolt- anum þegar Ajax og ADO Den Haag mætast á stærsta íþróttavelli Hollands, Amsterdam Arena, sunnudaginn 13. apríl klukkan 14.30 í opinni dagskrá á SkjáSport. Ef lukkan leikur við Kolbein Sigþórsson og liðsfélaga hans gæti Ajax mögulega hampað meistaratitlinum um helgina svo það er um að gera að láta þennan hörku- spennandi leik ekki framhjá sér fara. SkjáSport finnur þú á: Sjón- varp Símans: Rás30/230 (HD) – Vodafone Sjónvarp: Rás28/528(HD) SkjárKrakkar er ólík annarri sjón- varpsþjónustu hérlendis að því leyti að SkjárKrakkar er ekki hefðbundin sjónvarpsstöð sem sýnir barnaefni í línulegri dagskrá. Hér er nefnilega um að ræða áskriftarþjónustu á borð við Netflix þar sem ekki er tekið sérstakt gjald fyrir hvern leigðan þátt eða bíómynd, heldur hafa áskrifendur ótakmarkaðan aðgang að á þriðja hundrað klukkustundum af vönduðu talsettu barnaefni þar sem valið er hverju sinni hvað horfa skuli á. Meðal þess sem í boði er á SkjárKrakkar er Latibær, Stubbarnir, Skoppa og Skrítla, Bubbi byggir, Matti morgunn, Múmínálfarnir og Lína langsokkur svo eitthvað sé nefnt. Bæði er um að ræða þætti og teiknimyndir í fullri lengd og er nýju efni bætt við jafnt og þétt. 1. The Biggest Loser Ísland 2. CSI: Crime Scene Investigation 3. The Millers 4. Blue Bloods 5. The Good Wife 6. Svali & Svavar 7. Sean Saves the World 8. Elementary 9. Law & Order 10. America’s Funniest Home Videos. Alla þættina má nálgast á SkjáFrelsi hvort sem er í gegnum myndlykla eða á skjarinn.is 1 2 3 Hið íslenska barna Netflix HÁDEGISTILBOÐ Miðstærð af bát 12” pizza 2 álegg Aðeins 999-kr. Aðeins 999-kr. salat m/kjúkling / roastbeefLítill bátur eða Aðeins 699-kr. & gos/Kristall að eigin vali Nýbýlavegi 32 S:577 577 3 supersub.is Markaðstorg á netinu Vertu með, við erum að búa til ööugt markaðstorg á netinu Notað og nýtt fermingar­ veisluna Allt fyrir2014 Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! sjá www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t 76 stjörnufréttir Helgin 11.-13. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.