Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 22
É g las verkið og kolféll fyrir því um leið því það er svo vel skrifað. Það tekur á
málefni sem stendur mér nærri
en það var Tinna, Hrafnsdóttir,
leikkona og leikstjóri, sem hringdi
í mig og bauð mér að vera í leik-
hópnum. Barnleysi er málefni sem
hefur brunnið lengi á henni, en
hún reyndi í mörg ár áður en hún
eignaðist sín börn,“ segir Elma
Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem
frumsýndi í gærkvöldi Útundan
eftir breska leikskáldið Alison
Farina McGlynn í Tjarnarbíói.
Verkið fjallar um þrjú pör á fer-
tugsaldri sem öll eiga í erfiðleikum
með að eignast börn en af ólíkum
ástæðum.
Tengir við verkið
„Ófrjósemi er mun algengari en
fólk gerir sér almennt grein fyrir
og ég þekki þó nokkra sem hafa
staðið í þessum sporum. Svo er ég
auðvitað sjálf nýbúin að eignast
barn og tengi við mjög margt í
verkinu,“ segir Elma Lísa. „Mér
finnst sérstaklega áhugavert að
verkið varpar ljósi á líðan karl-
mannanna líka, en þeir eiga það til
að gleymast í umræðunni þrátt fyr-
ir að vera langoftast þáttakendur í
öllu ferlinu. Ég veit ekki alveg út af
hverju það er, kannski vegna þess
hve viðkvæmt málefni þetta er, og
kannski er erfiðara fyrir karlmenn
að opna sig með það en konur. En
sá hluti verksins, hvernig karlmað-
urinn upplifir barnleysið, finnst
mér sérstaklega vel skrifaður.“
Nú má ég ekki segja of mikið
frá en ég leik Margréti sem hefur
reynt að eignast barn í 10 ár. Hún
er búin að fara í fjöldann allan af
tæknifrjóvgunarmeðferðum en
ekkert gengur. Hún þráir ekkert
heitar en að eignast barn og allt
hennar líf snýst um það. Maðurinn
hennar er stjórnsamur, skilur ekki
af hverju þetta gengur ekki og vill
taka þetta á hörkunni. Þau eiga allt
til alls og nóg af peningum en það
er auðvitað ekki hægt að kaupa allt
með peningum,“ segir Elma Lísa.
Ófrjósemi er tabú
Það fylgir því mikið álag að geta
ekki eignast barn en barneignir
eru venjulega tengdar við eitthvað
rómantískt, innilegt og einlægt
en þegar pör eru farin að leita sér
hjálpar breytist óhjákvæmilega
allt. „Verkið er alls ekki bara um
barnleysi, heldur fyrst og fremst
um sambönd og mannleg sam-
skipti. Svo er það líka á köflum
mjög fyndið enda eiga dramatískir
hlutir sér oft spaugilegar hliðar. Til
dæmis getur kona sem þarf stöð-
ugt að sprauta sig með hormónum
verið mjög sveiflukennd í skapinu
og viðkvæm. En það er fullt af
húmor í þessu verki þrátt fyrir að
verið sé að varpa ljósi á tiltekna
erfiðleika því tilveran hættir ekk-
ert að vera stundum grátbrosleg,
sama hvað á dynur. En þetta verk
hefur svo sannarlega opnað augu
mín fyrir því hvað þessar aðstæður
geta verið gríðarlega erfiðar. Og
mörg pör sem heyja þessa baráttu
hætta hreinlega saman út af
þessu,“ segir Elma Lísa. „Það er í
raun ótrúlegt hvað lítið er talað um
þetta í samfélaginu miðað við hvað
það eru margir að kljást við þetta.
Þetta er algjört tabú.“
„Hva, á ekki að fara að henda
í eitt”
Þrátt fyrir að vera tabú og mjög
viðkvæmt málefni fyrir marga er
mikill þrýstingur frá samfélaginu
þegar kemur að barneignum og
Elma Lísa kannast við það. „Öll pör
sem hafa verið saman í einhvern
tíma fá þessa spurningu frá sínum
Alls ekki sjálfgefið að eignast barn
Elma Lísa Gunnarsdóttir horfist í augu við barnleysi í hlut-
verki Maríu í Útundan, nýlegu bresku verki eftir Alison Farina
McGlynn sem sýnt er í Tjarnarbíói. Sjálf segist hún hafa fundið
fyrir mikilli forvitni og samfélagslegri pressu áður en hún átti
nýlega sitt fyrsta barn eftir margra ára samband.
Elma Lísa Gunnarsdóttir leikur Margréti, sem glímir við ófrjósemi, í verkinu Útundan sem sýnt er í Tjarnarbíói. Leikhópurinn
sem stendur á bak við uppfærsluna gefur alla sína vinnu en aðeins verða fjórar sýningar á verkinu. Ljósmynd/Hari
nánustu, og líka frá fólki úti í bæ.
„Hva, á ekki að fara að henda í eitt“
og þess háttar spurningar eru þær
sem ég var sjálf orðin mjög vön
að heyra. Það er ekkert auðvelt
fyrir fólk sem getur ekki átt barn
að fá þessar spurningar en sumir
svara þá bara opinskátt og segja
eins og er að jú, þau hafi mikið
reynt en ekkert gangi, og þá áttar
fólk sig á því hvað spurningin er í
raun nærgöngul. Auðvitað myndi
það hjálpa öllum ef umræðan væri
opnari og fólk áttaði sig á því að
það eru svo ótrúlega mörg pör sem
eru að takast á við þessa hluti. En
það er ekki bara fjölskyldan sem
setur þessa pressu heldur má segja
að samfélagið setji líka þá kröfu á
mann að eignast barn.“
Barn eftir 13 ára hjónaband
Elma Lísa og Reynir Lyngdal,
eiginmaður hennar, áttu sitt fyrsta
barn saman fyrir 10 mánuðum eftir
13 ára hjónaband. „Ég var oft að
fá spurningar frá allskonar fólki
hvort við værum að leita okkur
hjálpar og hvort við værum búin að
prófa glasafrjóvgun. Ég skil þessar
spurningar svo sem, þar sem við
vorum búin að vera saman í 13 ár
þegar við tókum þá ákvörðun að
eiga barn. En það var bara okkar
ákvörðun, við bara vildum eiga
barn seint. Reynir átti dóttur þegar
við byrjuðum að vera saman, Unu
Margréti, sem hefur alltaf verið
partur af okkur,“ segir Elma Lísa
en bætir því við að auðvitað sé
samt ákveðin áhætta fólgin í því að
byrja svona seint því eftir 35 ára
aldurinn er mun erfiðara að verða
þunguð. „Við byrjuðum að tala um
barneignir þegar ég var 38 ára og
hún kom bara um leið. Við vorum
bara ótrúlega heppin, og ég sé það
sérstaklega núna í gegnum leikrit-
ið. Þetta hefur verið mjög lærdóms-
ríkt ferli, að kynna sér öll þessi
mál og allar þessar sögur og sjá að
það er bara alls ekki sjálfgefið að
eignast barn. Það er í raun algjört
kraftaverk að þetta gangi miðað
við allt sem getur komið fyrir. Auð-
vitað var ég búin að leiða hugann
að því hvort ég gæti eignast barn
og hvort þetta ætti eftir að ganga
hjá okkur. Og hvað ef það gengur
ekki og maður orðinn þetta gamall.
En sem betur fer þá gekk þetta vel
og dóttir mín er auðvitað það besta
sem hefur komið fyrir mig.“
Elskar nýja hlutverkið
„Reyndar hafði allur þessi þrýst-
ingur frá samfélaginu þveröfug
áhrif á mig,“ segir Elma Lísa. „Ég
var farin að velta því alvarlega fyrir
mér að eignast bara ekki barn.
En það er einmitt hlutur sem þarf
að bera virðingu fyrir. Mér finnst
fólk almennt vera gagnrýnið á þá
sem ákveða að eiga ekki börn en
auðvitað er til fullt af fólki sem
ákveður að það vilji ekki eignast
börn. Ég hef aldrei verið þessi
týpa sem bara má ekki sjá lítið
barn án þess að vilja eignast eitt
sjálf.“ Þrátt fyrir að hugsa lítið um
barneignir framan af er augljóst
að Elmu Lísu líður vel í þessu nýja
hlutverki sínu. „Kannski ertu að
einhverju leyti tilbúnari ef þú ferð
seinna af stað með barneignir. Ég
var allavega mjög tilbúin þegar
við tókum ákvörðunina og eftir að
Nína fæddist spyr ég sjálfa mig oft
að því hvað í ósköpunum ég hafi
verið að gera áður. Maður lifir, held
ég, aldrei meira í núinu en þegar
maður er með lítið barn. Ég er svo
miklu skipulagðari og vakna miklu
fyrr, þetta á bara mjög vel við mig,“
segir Elma Lísa og hlær. „Ég er
eiginlega bara að elska þetta.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
22 viðtal Helgin 11.-13. apríl 2014