Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 6
Veitir þér stuðning á rétta staði líkamans betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR Heilsudýnan sem styður svo vel við þig að þér finnst þú svífa Gerðu kröfur TEMPUR® stenst þær! Norrænt rannsóknarverkefni á fjár- hags-, félags- og menningarlegu virði þess framlags sem brottflutt ungt fólk leggur til við ýmis menn- ingarverkefni og viðburði á heima- slóðum hefur hlotið 10 milljóna króna styrk frá Nordregio – Nordic Demographic Programme 2013- 2014. Að verkefninu standa sveitar- félagið Vágur í Færeyjum, CRT á Borgundarhólmi, menningarráð Vesterålen og Austurbrú – Mið- stöð menningarfræða. Aðeins sex verkefni hlutu styrk að þessu sinni en Norræna ráðherranefndina fjár- magnar sjóðinn. Verkefnið, sem er til eins árs, er framhald af verkefni sem CRT á Borgundarhólmi, Austurbrú og Menningarráð Vesterålen unnu árið 2013 undir sömu yfirskrift. Þar var sjónum beint að því hvern- ig ungt fólk sem flutt hefur frá æskustöðvunum virkar í raun sem auðlind fyrir heimabyggðina. Í verkefninu nú verður fjár- hags-, félags- og menningarlegt virði þessa framlags brottflutts ungs fólks rannsakað. Verkefnið hefur verið víkkað út þannig að fimm viðburðir verða rannsakaðir á tímabilinu apríl 2014 til febrúar 2015 í hverju landi.Vonast er til að niðurstöðurnar geti verið gagn- legar fyrir stjórnmálamenn og stefnumótandi aðila, bjóði upp á nýja sýn í byggðamálum og undir- striki ekki síður virði fjölbreytts menningarlífs. Verkefnisstjóri fyrir hönd Aust- urbrúar og Miðstöðvar menningar- fræða verður Elfa Hlín Pétursdótt- ir. Verið er að velja þá viðburði sem rannsakaðir verða en að líkindum verða LungA-hátíðin, Bræðslan, Eistnaflug, Sviðamessan á Djúpa- vogi auk eins hönnunarverkefnis fyrir valinu. -jh  RannsóknaRstyRkuR austuRbRú í noRRænu veRkefni Eistnaflug er meðal þeirra viðburða sem að líkindum verða rannsakaðir. Ljósmynd/eistnaflug.is Brottfluttir eru auðlind f yrirtækið byrjaði árið 2010 í Háskólanum í Reykjavík. Tyrfingur, Burkni og Ingþór voru í forritunaráfanga þar sem verkefnið var að gera tölvuleik og þá varð prótótýpan til,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson, mark- aðsstjóri Lumenox. Árið 2011 ákváðu félagarnir svo að skrá sig í tölvuleikjahönnunarkeppnina GameCreator og unnu keppnina. Í kjölfarið fengu þeir styrk til að halda áfram að vinna hugmyndina og stofna fyrirtæki. Tyrfingur Sigurðsson, Burkni J. Óskarsson og Ingþór Hjálmarsson eru forrit- arar leiksins, en Ingþór er einnig hönn- uður hans. „Eftir að við fengum styrkinn kom Ágúst Freyr Kristinsson inn í mynd- ina, en hann teiknaði allan leikinn upp og er listrænn stjórnandi hans. Leikurinn hefur verið tvö ár í vinnslu og öll vinnslan farið fram á skrifstofunni okkar í Hafnarfirði,“ segir Jóhann Ingi. Allt teiknað fríhendis á pappír Leikurinn sker sig frá öðrum vegna útlitsins en hann er í tvívídd og allur teiknaður fríhendis. „Hann hefur verið að fá mikla athygli að utan fyrir einmitt þetta,“ segir Jóhann. „Í dag eru flestir leikir gerðir í tölvum en Ágúst teiknar allt upp á blað með blýanti og svo skannar hann allt inn. Innblásturinn fær hann aðal- lega úr svona '70 comicsblöðum. Þetta er algjör indie-leikur því við gerum allt sjálfir. Við gefum hann líka út sjálfir svo frelsið er algjört, við gerum leikinn bara nákvæm- lega eins og við viljum hafa hann því það er enginn að skipta sér af okkur.“ Valdabarátta guðanna Lumenox nefnist heimurinn sem leikurinn fer fram í en hann er allur unnin á ensku, en verður svo seinna þýddur á önnur tungumál. Innan Lumenox eru fjórir guðir; Day, Night, Dusk og Dawn, sem deila öllu valdi heimsins. „Upp kemur sú staða að Night, eða Nótt, ætlar að hrifsa til sín völdin og leggja þannig í leiðinni stanslausa nótt á heiminn og koma honum úr jafnvægi. Aron, karakterinn sem þú spilar, er eiginlega svona undir- maður Dawn, eða Dögunar, og er að reyna að koma jafnvægi á aftur, en í leiðinni fer hann í gegnum alla heimana til að komast að nætur- guðinum og sigra hann. Leikurinn verður ekki bannaður og inni- heldur ekkert blóð svo allir getað spilað hann. Þetta er í raun frábær leikur fyrir fólk á mínum aldri, svona um 25 ára, en hann virkar fyrir alla,“ segir Jóhann Ingi. Strax byrjaðir á næsta leik Félagarnir eru nú þegar komnir með hugmynd að næsta leik. „Núna fer ég á fullt í að koma leiknum áfram en strákarnir taka sér örugglega eitthvert sumarfrí. Þeir eru búnir að sitja sveittir saman í einu herbergi í tvö ár og leggja í þetta blóð svita og tár. Ég hugsa að þeir vilji slaka aðeins á fyrir næstu törn en við erum þegar komnir með hugmynd að næsta leik.“ Jóhann, Tyrf- ingur og Burkni eru á leiðinni til Boston á leikjaráð- stefnu þar sem leikurinn verður kynntur fyrir blaðamönnum tölvugeirans. „Í framhaldinu verður fjallað um okkur í þessum helstu tölvuleikja- blöðum og leiknum gefin einkunn. Við erum að vinna í því núna að koma honum á Steam leikjaveit- una og á Playstation og X-box en það ætti að vera svona mánuður í að hægt verði að spila leikinn. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  tölvuleikiR fimm stRákaR unnu í tvö áR að þRóun nýs tölvuleiks Nýr íslenskur tölvuleikur kynntur í Boston um helgina Lumenox, nýr íslenskur tölvuleikur, verður frumsýndur á leikjaráðstefnu í Boston um helgina. Höfundarnir fimm hafa setið sveittir saman í einu herbergi í tvö ár við gerð leiksins en eru strax komnir á flug með þann næsta. Félagarnir hafa setið sveittir við gerð leiksins í tvö ár og hlakka því til að taka sér sumarfrí, nú þegar leikurinn kemst í dreifingu. Mynd Hari Hér má sjá Aron, undirmann Dögunar, ferðast um Lumenex veröldina. Allt útlit leiksins byggir á fríhendis teikningum. 6 fréttir Helgin 11.-13. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.