Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 82
Græjaðu fermingargjafirnar! Kláraðu kaupin hér! Hljómskærustu pakkarnir Bose SoundLink Mini hljómtæki Verð: 39.990 kr. Bose SoundLink Mini hljómtæki Verð: 39.990 kr. Sony Bluetooth hljómtæki Tilboð: 15.192 kr. Plantronics RIG heyrnartól Verð: 21.900 kr. Þráðlaus og létt græja. Tengist við snjallsíma. Flott hulstur fylgir. Ótrúlega fínn hljómur sem hægt er að tengja við snjallsíma. Frábær heyrnatól fyrir tölvuleikjasnillinginn. Þráðlaus og létt græja. Tengist við snjallsíma. Flott hulstur fylgir. Ótrúlega fínn hljómur sem hægt er að tengja við snjallsíma. Frábær heyrnatól fyrir tölvuleikjasnillinginn. Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri nyherji.is/fermingar N M 62 01 80 V ið erum að notast við allt húsið, Tjarnarbíó eins og það leggur sig. Þetta verður ekki þessi klassíska sitjandi leiksýning sem fólk er vant, heldur fer hún fram um allt húsið. Leiksýn- ingin er ferðalag um nokkur rými og í hverju rými eru mismunandi innsetningar. Þetta er í raun sam- suða af mismunandi listformum, leiklist, myndlist, vídeólist og tónlist,“ segir Sigurlaug Sara Gunnars- dóttir, einn höfunda verksins. Hámarksfjöldi gesta, sem eru í raun þátttakendur, er þrjátíu manns og hópurinn er leiddur um húsið. „Þetta verður ekki eins og á venjulegri listasýningu á safni, þar sem fólk ráfar eitt og sér um rýmið, heldur fer allur hópurinn saman um rýmið. Upplifunarferð er eiginlega besta hugtakið yfir þetta verk og heild- armyndina því það eru mismunandi þemu og tilfinn- ingar í hverju rými,“ segir Sigurlaug Sara. Speglun sjálfsins Höfundar sýningarinnar eru meðlimir sviðs- listahópsins Spegilbrots, sem var stofnaður fyrir ári. Hópinn skipa, auk Sigurlaugar Söru, þau Auður Friðriksdóttir, Guðmundur Felixson, Hall- fríður Þóra Tryggvadóttir og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason en þau eru nemar í leiklist, sálfræði, bókmenntafræði og skrifum. Þar að auki koma að sýningunni Auðunn Lúthersson og hljómsveitin Samaris, Ugla Stefanía Jónsdóttir og Hallveig Kristín Eiríksdóttir sem sviðsmyndahönnuður. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins til að búa til leiksýningu með útgangspunktinn spegla. Svo verkið fjallar um spegla í allri sinni mynd og hvernig við speglum okkur í til dæmis hvort öðru, í vefsjálfinu eða í samfélaginu. Speglar eru útgangs- punkturinn í allri sýningunni en við höfum verið að vinna að þessu frá því síðast sumar, við að kanna, skoða og fara dýpra. Sýningin er í raun mjög pers- ónuleg því sjálfsskoðun hefur verið óhjákvæmileg með þetta þema.“ Drifkraftur í Tjarnarbíói Tjarnarbíó er nýr vettvangur fyrir grasrótarstarf í sviðslistum og segir Sigurlaug Sara framkvæmda- stjórann, Guðmund Inga Þorvaldsson, hafa tekið hópnum opnum örmum. „Það er ótrúlega góður drif- kraftur í þessu húsi sem heldur okkur vel við efnið. Guðmundur Ingi er mjög spenntur fyrir nýjungum svo þegar við kynntum hugmyndina fyrir honum tók hann strax vel í hana. Ég hef bara aldrei fengið jafn jákvætt viðmót og hjá honum. Það er líka svo gaman fyrir fólk eins og okkur, sem erum ekki útskrifuð, að fá stað til að prófa okkur áfram.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Borgarleikhúsið frumsýnir á laugardaginn verkið Hamlet litli, en þar er harmleikurinn mikli settur í nýjan búning, sér- sniðinn fyrir börn eldri en ellefu ára. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir þeim Kristínu Þóru Har- aldsdóttur, Sigurði Þór Óskarssyni og tónlistarkonunni Krist- jönu Stefánsdóttur, en hann hefur áður leikstýrt einhverjum vinsælustu barnaleiksýningum Borgarleikhússins, Mary Poppins og Galdrakarlinum í Oz. Í uppfærslunni er sjónarhorni ungs Hamlets, sem nýlega hefur misst föður sinn, beint að áhorfendum. Hann er hryggur og ráðvilltur og ekki batnar ástandið þegar mamma hans ætlar að giftast bróður pabba hans stuttu eftir útförina. Þar að auki verður ástandið ekki skárra þegar vinir hans er allt í einu farnir að njósna um hann. Þrátt fyrir dramatíska sögu er þó leikið á als oddi í verkinu þar sem hugarheimur barnsins, líkt og leikhúsið sjálft, býr yfir svo ótalmörgum verkfærum til að takast á við sorgina. Þessi marg- fræga harmsaga er sett í skiljanlegan en jafnframt skemmti- legan búning, sem öll börn ættu að geta skilið og notið. -hh Að vera eða vera ekki Hamlet litli  Leikhús sViðsListahópurinn spegiLbrot frumsýnir nýtt Verk Upplifunarferðalag í Tjarnarbíói Viðfangsefni Spegilbrots, í nýju verki sem frumsýnt verður í næstu viku, er spegillinn og speglun sjálfsins í umhverfinu. Verkið sjálft er ferðalag um rými Tjarnarbíós þar sem öll listform koma saman til að mynda eina heild sem speglar ferðalangana sjálfa. Hluti hópsins sem setur upp sýninguna Spegilbrot í Tjarnarbíói. Frá vinstri eru Máni, Þorvaldur, Hallveig Kristín og Ragnheiður Freyja en þau rétt gáfu stokkið út af æfingu. Ljósmynd/Hari Hamlet litli heillar unga leikhúsgesti í Borgarleikhúsinu. 82 menning Helgin 11.-13. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.