Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 84
 Í takt við tÍmann tanja tómasdóttir Sjúk í allt sænskt Tanja Tómasdóttir er 24 ára Eyjastelpa sem er að ljúka prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún varð á dögunum fyrsta konan hér á landi til að hljóta réttindi sem umboðsmaður knattspyrnumanna. Tanja heldur með Manchester United og sofnar út frá Friends á kvöldin. Staðalbúnaður Mér líður best í Converse-skóm og þægilegum fötum. Fatastíllinn minn er frekar „casual“. Það sem ég óttaðist mest við að verða lögfræð- ingur var að ég þyrfti að vera í hæla- skóm dags daglega. Fyrsta árið mitt í Versló gekk ég í gamaldags gervi- grasskóm og fannst ég vera mjög töff. Gervigrasskórnir eiga kannski meira við þegar ég er orðinn umboðs- maður. Hugbúnaður Ég reyni að mæta í ræktina úti á Nesi á milli þess sem ég les á Lögbergi. Það er fátt þægilegra en að fara í pottana og gufuna þar. Svo hlakka ég til að hafa meiri tíma til að fara út að hlaupa í sumar. Ég horfi mikið á fótbolta og reyni að missa ekki af leik með mínum mönnum í United. Svo horfi ég á Suits og Friends. Ég sofna reyndar yfirleitt út frá Friends, ég er alger fíkill. Það kemur nú fyrir að maður kíki út með vinkonunum og þá eru yfirleitt miklar umræður um hvert á að fara. Eftir að Næsti bar lokaði þá erum við frekar heimilis- lausar. Helmingurinn vill fara á b5 en hinn helmingurinn eitthvað annað. Vélbúnaður Ég myndi segja að ég væri Epla- sjúk, ég er með Macbook, iPhone, iPad og allt sem því fylgir. Ég nota mest Snapchat og Twitter í símanum. Það er mín leið til að láta fjölskyldu og vini vita að ég sé á lífi meðan ég er í skólanum allan daginn. Það er reyndar misgáfulegt það sem kemur frá manni þegar maður er búinn að vera að læra í marga klukkutíma. Aukabúnaður Ég er mjög dugleg að taka með mér nesti í skólann, ég reyni að elda fyrir nokkra daga í senn. Uppáhalds holla nammið mitt eru söl og greip. Annars finnst mér voða gott að fara á staði eins og Lemon, Joe & the Juice og Serrano þar sem hægt er að fá eitthvað fljótlegt og nokkuð hollt. Ég fór í skiptinám til Svíþjóðar á fyrsta ári í meistaranáminu og hef verið alveg Svíþjóðarsjúk síðan. Ég kann að meta menninguna þarna, hve þeir eru skipulagðir, kunna að standa í röðum og eru kurteisir. Svo er stemn- ingin svo afslöppuð og fólk hjólar um allt. Ekki má heldur gleyma H&M sem var styrkt vel þegar ég bjó úti. Ég elska að ferðast og næst á planinu er að fara til Ástralíu til að heimsækja vini sem ég eignaðist þarna úti. Þó Uppsalir séu í uppáhaldi hjá mér eru Vestmannaeyjar samt fallegasti staður sem ég hef komið á. Tanja Tómasdóttir er fyrsta konan á Íslandi sem öðlast réttindi til að starfa sem umboðsmaður knattspyrnu- manna. Ljósmynd/Hari 1 iPadinn minn hefur mörg hlutverk og er uppáhalds óþarfa hluturinn minn. Ég les bækur í honum, fréttir og önnur tímarit, horfi á fótbolta í OZ appinu og nýti hann sem auka skjá við ritgerðarskrif. 2Þegar ég fékk bílpróf þá gaf afi minn mér þennan ÍBV bílapúða. Það varð uppi fótur og fit þegar að ég seldi bílinn minn og uppgötvaði að púðinn hafði orðið eftir í bíln- um en sem betur fer bjargaðist hann. Þangað til að ég kaupi mér nýjan bíl hefur púðinn sinn stað á skartgripa- trénu mínu. 3Allir eplasjúkir þurfa að eiga góðan eplaskera. Þetta er líklega mest notaða eld- húsáhaldið mitt og lífið breyttist til hins betra eftir að ég fjár- festi í þessum dýrgrip. NÝJAR VÖRURHETTUPEYSA 6990 MARGIR LITIR FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELAND INSTAGRAM @JACKANDJONESICELAND KRINGLUNNI / SMÁRALIND 84 dægurmál Helgin 11.-13. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.