Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 86
 Hönnun Snati DeSign býður upp á HanDunnin og vönDuð HunDarúm Handunnin hundarúm fyrir fagurkera Íslensk hunda- rúm eru væntan- leg á markað en að baki þeim liggur þriggja ára hönnunar- og þróunarferli. Ljóst er að þau verða töluvert dýrari en hefð- bundin hunda- rúm út úr búð enda sköpuð af íslensku hugviti úr vönduðum efnivið. Arki- tektinn sem fékk hugmyndina að hundarúmunum ólst sjálfur upp með hundum og var það ferfætlingur sem kenndi honum að ganga. m arkhópurinn er hundaeigendur og fagurkerar sem velja hús-muni sína af kostgæfni og leggja mikið upp hönnun í heildayfirbragði heim- ilisins,“ segir Árni Jón Sigfússon arkitekt um ný íslensk hundarúm sem að baki liggur þriggja ára hönnunar- og vöruþró- unarferli. Árni Jón hannar og smíðar rúmin ásamt Erlendi Þór Ólafssyni inn- réttingasmiði en saman eru þeir á bak við SNATI Design. Rúmin voru kynnt í Epal á HönnunarMars. „Hugmyndin kviknaði hjá mér til að byrja með. Mig langaði til að hanna nytja- hlut, hvort sem það yrði húsgagn eða ljós, og fór að velta fyrir mér nálguninni. Ég komst síðan það þeirri niðurstöðu að mig langaði að hanna hlut sem væri ekki þegar á markaðnum og ákvað á endanum að hanna vönduð rúm fyrir hunda. Auðvitað eru til ýmsar útgáfur af fjöldaframleiddum hundarúmum en ég ákvað að láta reyna á þetta, teiknaði þrjár útgáfur af rúmum og fór með til Erlends sem leist svo vel á að við ákváðum að fara með þetta lengra.“ Árni segist sem stendur vera „á milli hunda“ en hann hafi alist upp með hund- um. „Ég myndi kallast hundakarl. Það var meira að segja hundur sem kenndi mér að ganga, Collie-hundurinn Lappi sem var mikill vinur minn sem tók verkefnið mjög alvarlega og var göngugrindin mín til að byrja með.“ Erlendur er kattaeigandi og segir Árni að á HönnunarMars hafi þó nokkrir kattaeigendur komið að máli við þá og lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að geta ekki keypt svona rúm fyrir köttinn sinn en kettirnir fara sínar eigin leiðir og erfitt að ákveða hvar þeir eiga að sofa. „Við tókum í raun þátt í HönnunarMars til að kanna áhuga fólks og vitum nú að hann er sannarlega fyrir hendi,“ segir Árni. Fram- leiðslan er rétt í startholunum en síðasta frumeintakið var tilbúið aðeins kvöldið áður en rúmin voru sýnd. Hönnun hundarúmanna er látlaus með áherslu á vandað efnisval og smíði. Rúmin eru úr lökkuðum krossviði og eik með vönduðum dýnum. SNATI Design hyggst framleiða þrjár tegundir af rúmum sem kallast Snati, Skotta og Vaskur, og verða allar tegundirnar fáanlegar í þremur stærðum. Árni segir ekki alveg tíma- bært að segja til um hvað rúmin koma til með að kosta. „Það er óhætt að segja að þau verða töluvert dýrari en fjöldafram- leiddu rúmin. Við erum núna að móta næstu skref, hvort við seljum rúmin sjálfir eða hvort þau fara í verslanir en þá yrði verðið hærra fyrst það er kominn milli- liður. Þessi rúm eru auðvitað handgerð hönnunarvara úr vönduðum efnum. Það er saumað sérstaklega utan um dýnuna þannig að fólk getur valið áklæði sem fellur betur að heimilinu en það sem fæst í stórmörkuðum.“ Fyrstu pantanir eru komnar í hús en af- greiðsla þeirra stendur yfir. „Enn er eng- inn hundur kominn í þennan lúxus en það gerist alveg á næstunni,“ segir Árni Jón. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Þrjár tegundir verða fáanlegar af rúmunum en þau eru úr lökkuðum krossviði og eik með vönduðum dýnum. Ljósmynd/Snati Design. * – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 1398kr.tvennan Páskatven na v ikan sem er að líða er ein sú annasamasta hjá leik-konunni Svandísi Dóru Ein- arsdóttur en hún leikur í tveimur verkum sem voru frumsýndar; kvik- myndin „Harry og Heimir – morð eru til alls fyrst“ sem var sýnd á hátíðarfrumsýningu á þriðjudag og leikverkið „Útundan“ sem var frumsýnt í gærkvöldi í Tjarnarbíói. Svandís var í ræktinni í gær þegar Fréttatíminn sló á þráðinn. „Ég reyni alltaf að byrja daginn á því að fara í ræktina og því það er frum- sýning í kvöld þá fer ég í ræktina, sund og gufu,“ segir Svandís. Henni finnst afar skemmtilegt að vera í tveimur verkum sem eru frumsýnd í sömu vikunni, tökur á kvikmynd- inni stóðu yfir síðasta sumar en æf- ingar á leikverkinu hafa staðið yfir að undanförnu. „Ég var mjög spennt á frumsýningunni á Harry og Heimi og var mjög ánægð með útkomuna. Það var líka virkilega gaman að sjá hvað salurinn var með okkur og hló og hló,“ segir Svandís sem fer með hlutverk bombunnar Díönu Klein sem leitar aðstoðar þeirra Harrys og Heimis. Leikverkið „Útundan“ er af allt öðrum toga en þar er fjallað um þrenn pör á fertugsaldri sem glíma við ófrjósemi. „Verkið er flókið og efnið viðkvæmt en við byrjuðum að renna því í gegn fyrir nokkrum vik- um til að fá glott flæði. Við hlökkum bara mikið til frumsýningarinnar,“ segir hún. -eh  Leikkonan SvanDíS Dóra einarSDóttir Hefur í nægu að SnúaSt Tvær frumsýningar í sömu vikunni Svandís Dóra Einarsdóttir fer með hlutverk Díönu Klein í kvikmyndinni um Harry og Heimi. Hér er hún með Erni Árnasyni á frumsýningu myndarinnar. Mono Town fékk milljón Hljómsveitin Mono Town hlaut einnar milljón króna styrk þegar Kraumur tónlistarsjóður út- hlutaði 7,3 milljónum króna í vikunni. Úthlutað var fyrir fjölbreytt verkefni listafólks sem mun leggja land undir fót, kynna sig og koma fram bæði hér á Íslandi og erlendis. Sameiginleg tónleikaferð Sól- stafa og Kontinuum fékk sömuleiðis eina milljón króna í styrk. 131 umsókn barst Kraumi að þessu sinni og 13 verkefni fá úthlutað styrk. Aðrir sem hlutu styrk voru Grísalappalísa og DJ Flugvél og Geimskip sem ætla að ferðast um landið og halda tónleika í sumar, Cell 7 og útgáfan Möller Records auk tónlistarhátíðanna Aldrei fór ég suður og Eistnaflugs. Þá eru Agent Fresco og Ragnheiður Gröndal styrkt til tónleikahalds í Evrópu og Rökk- urró, Ólafur Björn Ólafsson og Gyða Valtýsdóttir sem kynna nýjar útgáfur sínar. Flott Blúshátíð að hefjast Blúshátíð í Reykjavík hefst á laugardaginn með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum á milli klukkan 14 - 17. Þrennir stórtónleikar verða svo á Hilton Reykjavík Nordica í næstu viku sem vert er að gefa sérstakan gaum. Á þriðjudagskvöld klukkan 20 troða Blúskompaní og Tregasveitin upp. Blúskompaní er ein elsta og helsta blússveit landsins, skipuð ekki ómerkari mönnum en Magga Eiríks, Pálma Gunnars og KK auk þeirra Agnars Más Magnússonar, Benedikts Brynleifssonar, Óskars Guðjóns- sonar og Kjartans Hákonarsonar. Feðgarnir Pétur Tyrfingsson og Guðmundur Pétursson eru í fararbroddi Tregasveitarinnar og mun sveitin flytja nýtt efni. Á miðvikudag klukkan 20 eiga Victor Wainwright og félagar sviðið. Wainwright er margverð- launaður og af mörgum talinn ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Á skírdag klukkan 20 er svo komið að Agli Ólafssyni og gömlu félögum úr Þursaflokknum, Tómasi Tómassyni, Ásgeiri Óskarssyni og fleirum. Þá verða Vinir Dóra í sparifötunum í tilefni 25 ára af- mælis síns. Andr- ea Gylfadóttir og fleiri góðir gestir slást í hópinn. 86 dægurmál Helgin 11.-13. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.