Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 58
58 matur & vín Helgin 11.-13. apríl 2014  vín vikunnar Columbia Crest Two Vines Caber- net Sauvignon Gerð: Rauðvín. Þrúga: Cabernet Sauvignon. Uppruni: Bandaríkin, 2008. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.399 kr. (750 ml) Umsögn: Frábær framleiðandi úr þessu skemmtilega vínríki. Þroskað og milt vín, þú finnur lítið fyrir tanníni. Smá berjakeimur. Prófaðu það með bláberja- krydduðu lambi eða berjasósu. Alamos Malbec Gerð: Rauðvín. Þrúga: Malbec. Uppruni: Argentína, 2012. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.298 kr. (750 ml) Umsögn: Þetta vín kemur frá Mendoza í Argentínu þar sem Malbec-þrúgan ræður gjörsamlega ríkjum. Vel heppnað vín, örlítið kryddað, með berjakeim og þú finnur örlítið fyrir tanníni. Gott með lamba-filet eða öðru lambakjöti þar sem fitan hefur verið vel elduð. Einstök Icelandic Pale Ale Gerð: Bjór. Tegund: Öl. Uppruni: Ísland. Styrkleiki: 5,6% Verð í Vínbúðunum: 399 kr. (330 ml) Umsögn: Þetta íslenska Pale Ale er í amerískum stíl; humlað og eilítið rammt, en á góðan hátt. Tilvalið fyrir þá sem vilja páskalambið virkilega sterkt kryddað og jafnvel í kebab-formi. Pínu forskot á páskaveisluna Páskarnir eru í næstu viku. Dymbilvikan hefst á sunnudag þar sem minnst er innreiðar Jesú í Jerúsalem. Ekki er vitað til þess að Jesús hafi riðið inn í Bordeaux en hann hefði kannski betur gert það, blessaður, því þar er að finna mörg af bestu rauðvínum heims. Að borða lamb um páskana er eldri hefð en páskarnir sjálfir þó við tölum um páskalambið. Þessa hefð má rekja til fornrar hátíðar gyðinga þar sem vorlambi var fórnað fyrir guð almáttugan. Það er því tilvalið að byrja þessa páskaviku á lambasteik og hafa með henni Chateau Tour de Capet. Þetta er þroskað vín með góða fyllingu og smá eik. Pottþétt eitthvað sem Jesús og strákarnir hefðu kunnað að meta. Chateau Tour de Capet Gerð: Rauðvín. Þrúga: Bordeaux-blanda. Uppruni: Frakkland, 2010. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 3.698 kr. (750 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Páskalambið í brauði Á ferðalögum í útlöndum verður ekki þverfótað fyrir kebab, shawarma, falafel eða öðrum skyndibita af mið-aust- urlenskum ættum. Á Íslandi hefur slíkum stöðum fjölgað á síðustu árum og landsmenn virðast vera farnir að kunna að meta fegurðina í því að láta feitan mann með svitabletti og yfirvaraskegg brasa ofan í sig. Nú þegar páskarnir eru að ganga í garð er tilvalið að hafa í huga hvort páskalambið í ár verði borið fram í brauði. HeiMakebab Til að elda gott kebab heima hjá sér er gott að næla sér í fallegan bita af lambakjöti. Hér er notast við úrbeinaðan og hægeldaðan lambabóg. Ekki þarf að úrbeina bóginn en ástæðan fyrir því að kjötið er úrbeinað er sú að þá verður svo miklu einfaldara að skera kjötið í litla bita. Ekki skera neitt af fitunni burtu því í henni er bragðið sem við erum að reyna að ná. Krydd eftir smekk. En smá cummin og kóríanderfræ eru eru klassísk sem og rósmarín og hvítlaukur, salt og pipar. Lokið svo aðeins báðum hliðum á öskrandi heitri pönnu með blöndu af smá smjöri og olíu. Setjið í eldfast mót eða steikarpott og inn í ofn við 150-180 gráður í 1-2 tíma. Þetta er ekki lambasteik sem er best aðeins rauð í miðjunni heldur á kjötið að vera mjúkt og fulleldað. Hvílið það vel að steikingu lokinni svo allur safinn haldist vel inni í kjötinu. Þetta er hægt að gera daginn áður, því stykkið er svo skorið í munn bita sem er hitaðir á pönnu. Kebab er til dæmis góð leið til að nýta afgangana af sunnudags steikinni. brauðið Brauð í kebab flokkast í tvær gerðir: Flatbrauð sem er rúllað utan um kjötið og vasabrauð sem við þekkjum sem pítubrauð. Þar er kjötinu komið fyrir inni í brauðinu en fyrir lengra komna, sem baka sitt eigið, er líka skemmtilegt að rúlla vasabrauði einn hring utan um kjötið og græn- fóðrið og sveipa jafnvel smá vaxpappír utan um. Flatbrauðið er einfalt og þarf ekki að hefast nema í stutta stund. 5 dl hveiti 1 tsk salt 1 tsk þurrger 1 msk ólífuolía volgt vatn þar til deigið er komið saman. Látið jafna sig í korter, fletjið svo út pönnukökur í þeirri stærð sem óskað er, bakið í ofni við 200 g í eina til tvær mínútur eða svo og setjið svo undir hreint viskustykki til þess að halda mjúku og volgu. Bökunarsteinn eða pits- usteinn er alltaf til bóta en ekki nauðsynlegur. Eins er líka hægt að baka á pönnu. Pítubrauðið er aðeins annað mál, kannski ekki neitt fáránlega flókið í fram- kvæmd en það tekur tíma. 2 bollar brauðhveiti 1 ½ bolli hveiti 1 ½ tsk salt 1/2 tsk sykur 1 bréf þurrger 1 1/4 bolli volgt vatn 1 msk ólífuolía Setjið gerið og sykurinn í ¼ bolla af volgu vatni og látið það standa í tíu mínútur. Þegar það er orðið bubblandi fínt fer saltið, ólífuolían og restin af vatninu út í og bláa hveitið er hrært saman við. Deigið er síðan hnoðað upp úr rauða hveitinu, hvort sem er í höndunum eða með deigkrók í hrærivél. Baðið degið upp úr smá olíu og setjið í skál með röku viskustykki yfir. Látið hefast í minnst 2 tíma eða þangað til deigið hefur tvöfaldast. Vinnið loftið varlega úr deiginu með höndunum og skiptið í 8-12 jafna hluta eftir því hve stór brauðin eiga að vera. Fletjið svo út í ½ cm þykkar kökur sem þurfa að hefast í aftur 30 mínútur undir rökum klút eða plastfilmu. Hitið ofninn í 250 gráður, helst með pitsusteini, annars með heitri ofnskúffu. Bakið 1-3 brauð í einu í um það bil tvær mínútur. Ekki fikta í ofninum fyrst um sinn svo vasinn fái að þroskast en það á heldur ekki að bíða eftir því að brauðið verði gullinbrúnt því þá verður það of stökkt. Sósan Veldu hreina jógúrt, sýrðan rjóma eða gríska jógúrt sem grunn og bættu smá sítrónu- safa, sweet relish og steinselju út í og þú ert kominn með frábæra sósu út á kebabið. Smá salt og smátt saxaður hvítlaukur skemmir heldur ekkert fyrir. Borðstofuborð frá 47.500 Skrifstofuhillur frá 9.900 Sjónvarpsskápar frá 19.900 Rúm 153-193cm frá 69.000 Speglar frá 5.000 Sófaborð frá 7.500 Torino Fjarstýringavasar frá 2.900 Púðar frá 2.900 Stólar frá 2.000 Borðstofuskenkar frá 77.000 Bar skápar frá 89.000 Púðaver frá 1.000 Mósel Milano LAGERHREINSUN Íslenskir sófar Fyrir íslensk heimili Allar stærðir og gerðir • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir Þú velur og draumasófin þinn er klár Basel Við ætlum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum allt að 50% afslátt Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Tungusófi verð 149.000 áð ur 284.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.