Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 18
Í sland er eina ríkið sem gert hefur hlé á aðildarviðræð- um við Evrópusambandið eftir að þær voru hafnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands vann um aðildarviðræðurnar og kynnt var fyrr í vikunni. Formlegt hlé var gert á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið í júní 2013. Sviss og Malta gerðu hlé á viðræðum við sambandið áður en aðildarviðræður fóru af stað. Viðmælendum skýrsluhöfunda í Brussel bar öllum saman um að auðvelt myndi reynast að hefja við- ræður að nýju, svo fremi sem að- ildarumsóknin yrði ekki dregin til baka. Það sé í raun ekkert sem reki á eftir Íslendingum að taka ákvarðanir um framhald viðræðnanna nú þeg- ar samninganefndirnar hafi verið leystar upp og vinnu hafi verið hætt hjá báðum samningsaðilum. Vari viðræðuhlé í mörg ár muni samningavinnan vitanlega úreldast hægt og bítandi þar sem lagasafn ESB tekur ýmsum breytingum með tímanum. Því væri viðbúið að það þyrfti að opna suma kafla aftur eftir langt hlé. Slík endurskoðun þyrfti þó í flestum tilvikum ekki að taka langan tíma þar sem kaflarnir sem um ræðir eru flestir á gildissviði EES-samningsins, og Ísland heldur áfram að innleiða EES-löggjöf, óháð því hvort aðildarviðræður eru í gangi eður ei. Hins vegar, ef umsóknin yrði dreg- in til baka, færi ferlið aftur á byrjun- arreit. Nýjar aðildarviðræður myndu krefjast þess að leita þyrfti aftur samþykkis allra aðildarríkjanna, kalla þyrfti saman nýja ríkjaráð- stefnu og veita framkvæmdastjórn- inni nýtt samningsumboð. Síðan þyrfti að endurtaka öll fyrri skref viðræðuferlisins. Skýrsluhöfundar tóku sérstaklega fyrir þrjú veigamikil atriði í aðildar- viðræðum, efnahags- og peninga- mál, sjávarútvegsmál og landbún- aðar- og byggðamál. Þau eru innan þeirra sex kafla sem enn eru óopn- aðir í aðildarviðræðunum. Eina smáríkið með fljótandi gengi og sjálfstæða peninga- stefnu Af þeim 78 ríkjum í heiminum sem telja færri en tvær milljónir íbúa er Ísland eina ríkið með fljótandi gengi og sjálfstæða peningamálastefnu. Það er nú almennt viðurkennt inn- an hagfræðinnar, segir í skýrslunni, að ekkert land geti notið peningalegs sjálfstæðis, fastgengis og frjálsra fjármagnsflutninga samtímis, heldur verði ávallt að velja eitthvað tvennt af þessu þrennu. Þetta hefur stundum verið kallað hin ómögulega þrenna (e. Trilemma). Hins vegar geta Íslendingar ekki bundið gengi gjaldmiðils síns niður með trúverðugum hætti nema því aðeins að afsala sér sjálfstæði í pen- ingamálum með því að ganga í mynt- bandalag eða taka upp myntráð – eða binda gjaldmiðilinn niður með höft- um. Það er líka sá kostur sem lands- menn hafa nauðugir viljugir orðið að taka, og þeir hafa af þeim sökum búið við fjármagnshöft nær allan full- veldistímann. Nú fimm árum eftir hrun eru fjár- magnshöft enn til staðar og engin tímasett áætlun liggur fyrir um leys- ingu þeirra. Það hljóta því að vera næg efni til þess að leita aftur til upp- hafsins, segir enn fremur, og skoða þann möguleika að Ísland gangi aft- ur í myntbandalag – fyrst slíkt er nú aftur í boði. Afnám fjármagnshafta eitt helsta samningamálið Við þurfum að afnema fjármagns- höft og uppfylla þannig skilyrði EES- samningsins um fjórfrelsi. Eftir því sem tíminn líður verður erfiðara að rökstyðja höftin sem einhverja krís- uráðstöfun. Miðað við núverandi stöðu mála mun afnám fjármagns- hafta verða eitt helsta samningamál- ið í aðildarviðræðum, segir skýrslu- höfundar. Miðað við reynslu annarra ríkja koma nokkrir farvegir til greina fyrir ESB til þess að styðja við lausn hafta hérlendis. Upptaka evru mun gerbreyta efna- hagslegum aðstæðum Íslendinga, hvort tveggja með tilliti til hag- stjórnar og utanríkisviðskipta, og fela í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Vitanlega kemur kostn- aður á móti. Það er töluverð fórn að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti sjálfstæði ríkisfjár- mála, jafnvel þótt landsmönnum hafi ekki tekist vel upp við beitingu þess- ara hagstjórnartækja. Líklegt er að í kjölfarið myndi fylgja meiri breytileiki í atvinnuleysi samfara hagsveiflum, þótt langtíma atvinnustig ætti ekki að verða fyrir áhrifum. Þá liggur einnig fyrir að sam- hliða evruupptöku yrðu töluverðar stofnanabreytingar að eiga sér stað þar sem hærri nafnlaunahækkanir hérlendis en erlendis myndu draga verulegan dilk á eftir sér með verri samkeppnisstöðu og síðan kreppu. ESB er samband fullvalda ríkja og Íslendingar myndu áfram þurfa að bera ábyrgð á sinni efnahagsstjórn, og það mun velta á þeim hvernig til tekst að vinna úr nýju stofnanafyrir- komulagi. Fordæmalaus sérstaða í sjávarútvegi Aldrei fyrr hefur ríki sem hefur sjávarútveg sem grundvallarhags- muni sótt um aðild að ESB. Við aðild yrðu Íslendingar stærsta fiskveiði- þjóðin innan ESB. Það er því nokkr- um takmörkunum háð að byggja á fyrri aðildarsamningum til að spá fyrir um hvað kæmi endanlega út úr aðildarviðræðum Íslands og ESB á sviði sjávarútvegs. Sérstaða Íslands á sviði sjávarútvegs á sér engin for- dæmi. Aftur á móti getur Ísland nýtt sér nokkur fordæmi til að réttlæta sjálfstætt fiskveiðistjórnunarsvæði. Þegar ríki gerast aðilar að ESB gangast þau m.a. undir hina sameig- inlegu sjávarútvegsstefnu. Með aðild framselur ríki með formlegum hætti lagasetningarvald í hendur sam- bandsins, þar á meðal á sviði sjávar- útvegsmála. Sjávarútvegsstefna ESB byggir á þremur meginstoðum; sam- eiginlegri fiskveiðistjórnun, sameig- inlegri stefnu á alþjóðavettvangi og samræmingu opinberra fjárfram- laga og markaðar. Helstu samningsmarkmið Íslend- inga á sviði sjávarútvegsmála lúta að þremur atriðum. • Í fyrsta lagi að kröfum um sjálf- stætt íslenskt fiskveiðistjórnun- arsvæði. • Í öðru lagi að aðgerðum til að viðhalda ströngum hömlum á fjárfestingar erlendra aðila í ís- lenskum sjávarútvegi. • Í þriðja lagi að komast hjá sam- eiginlegri stefnu og fyrirsvari ESB á alþjóðavettvangi varðandi fiskveiðar. Varanlegar undanþágur og sér- lausnir hafa verið veittar nýjum aðildarríkjum. Hvort Ísland geti fengið slíkar undanþágur skýrist ekki nema aðildarviðræðum verði framhaldið. Þó kvaðst Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, þess fullviss að hægt yrði að ná fram viðunandi niðurstöðu í viðræðum um sjávar- útvegsmál þannig að komið yrði til móts við hagsmuni og sérstöðu Ís- lands án þess að ganga gegn grunn- gildum eða regluverki ESB. Lögsagan einstök Sú staðreynd að íslenska fiskveiði- lögsagan liggur hvergi að lögsögu núverandi ESB-ríkja, og að flestir fiskistofnar innan hennar eru stað- bundnir, færir samningamönnum Íslands sterk rök fyrir því að lög- saga landsins verði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði, segir enn fremur í sjávarútvegskafla skýrslunnar. Í viðræðum um sjálfstætt fiskveiði- stjórnunarsvæði getur Ísland byggt Sjávarútvegsmál ekki eins torsótt og haldið hefur verið fram Ísland er eina ríkið sem gert hefur hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið eftir að þær voru hafnar. Ísland er jafnframt sér á báti í peningamálum því það er eina ríkið af þeim 78 í heim- inum sem telja færri en tvær milljónir íbúa sem er með fljótandi gengi og sjálfstæða peninga- málastefnu. Í skýrslu sem Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands vann um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins kemur fram að samningsmarkmið Íslendinga í sjávarútvegsmálum ættu ekki að vera eins torsótt og haldið hefur verið fram. Júlí 2009 Ísland sótti um aðild að Evrópu- sambandinu. Júlí 2010 Ísland formlega viðurkennt sem umsóknarríki af þáverandi 27 aðildarríkjum sambandsins. Rýnivinna hófst – skipulegur samanburður löggjafar Íslands og ESB. Júlí 2011 Rýnivinnu lokið og aðildarvið- ræður hófust. Janúar 2013 Viðræður settar í „hægagang fram yfir kosningar“. Júní 2013 Ísland tilkynnir ESB formlega um viðræðuhlé. á nokkrum fordæmum máli sínu til stuðnings. • Í fyrsta lagi er hægt að vísa til sérstakra stjórnunarsvæða fyrir fiskveiðar innan sjávarútvegs- stefnu ESB. • Í öðru lagi má vísa til ákvæðis í ESB reglugerð um aflaheimildir að því er varðar ákveðna fiski- stofna og fyrirrennara hennar. Með reglugerðinni framselur ESB vald til aðildarríkjanna til að ákvarða aflaheimildir að því er varðar tiltekna fiskistofna sem einungis eitt aðildarríki nýtir, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. • Í þriðja lagi getur Ísland vísað til þess að aðildarsamningur við fiskveiðiríkið Noreg hafi verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu, m.a. vegna þess að niðurstaðan var ekki nægjanlega hagfelld í fiskveiðimálum. Þyrftum ekki að úthluta afla til erlendra aðila Ef Ísland gengur í ESB ættu íslensk stjórnvöld að geta komið að miklu leyti í veg fyrir að þurfa að úthluta afla til skipa í eigu erlendra aðila. Þetta er hægt án þess að undanþág- ur eða sérlausnir komi við sögu með því að setja svipuð skilyrði og gert er í löggjöf Breta og Dana til að koma í veg fyrir svokallað kvótahopp, seg- ir enn fremur. Eitt af skilyrðunum sem sett eru í danskri löggjöf er að erlendir ríkisborgarar þurfa að hafa verið búsettir í Danmörku í a.m.k. tvö ár til að fá leyfi til atvinnuveiða í danskri lögsögu. Með þessu móti væri hægt að uppfylla skilyrði meiri- hluta utanríkismálanefndar um að ekki verði veitt svigrúm fyrir erlend- ar útgerðir að fjárfesta hér á landi þannig að nýting auðlindarinnar og afrakstur fari ekki úr landi. Sjávarútvegsstefna ESB felur í sér sameiginlega stefnu varðandi fisk- veiðar á alþjóðavettvangi. Í því felst að sambandið kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna innan alþjóðastofn- ana og í samningaviðræðum við ríki er standa utan ESB. Krafa Íslands um að komast hjá þessu fyrirsvari, hlýtur ávallt að verða ásteytingar- steinn í aðildarviðræðum, segir í skýrslunni. Slíkt fyrirkomulag er talið grafa undan sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnunni og gefa öðrum mögulegum aðildarríkjum óásætt- anlegt fordæmi sem þau geta stuðst við í aðildarviðræðum við ESB, jafn- vel á óskyldum sviðum – svo sem á sviði mannréttindamála. Embættismenn ESB hafa bent á að sjávarútvegsstefnan sé ekki eins stíf og hún er talin og klæðskera- sniðnar lausnir séu algengar innan sambandsins. Þannig muni ekk- ert beinlínis standa í vegi fyrir því að hægt sé að finna lausn sem taki mið af óskum Íslendinga. Útilokað er þó að spá fyrir um hvernig slíkar lausnir verði útfærðar. Slíkar æfing- ar byggjast á getgátum, segir höf- undur þessa kafla skýrslunnar. Ef ætlunin er að fá botn í það álitaefni er nauðsynlegt að ljúka aðildarvið- ræðum. Landbúnaðar- og byggðamál Löggjöf ESB á sviði landbúnaðar skiptist í þrjá meginhluta; mark- aðsmál, beinar greiðslur og dreif- býlisþróun. Viðræður um landbún- aðarmál hefðu að miklu leyti snúist um hversu rausnarlegan stuðning Ísland gæti fengið úr sjóðum ESB; hversu mikinn innlendan stuðning Ísland fengi heimild til að veita íslenskum 18 fréttaskýring Helgin 11.-13. apríl 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.