Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 6
Veitir þér
stuðning á
rétta staði
líkamans
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477
Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16
REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR
Heilsudýnan
sem styður svo
vel við þig
að þér
finnst
þú
svífa
Gerðu kröfur
TEMPUR® stenst þær!
Norrænt rannsóknarverkefni á fjár-
hags-, félags- og menningarlegu
virði þess framlags sem brottflutt
ungt fólk leggur til við ýmis menn-
ingarverkefni og viðburði á heima-
slóðum hefur hlotið 10 milljóna
króna styrk frá Nordregio – Nordic
Demographic Programme 2013-
2014. Að verkefninu standa sveitar-
félagið Vágur í Færeyjum, CRT á
Borgundarhólmi, menningarráð
Vesterålen og Austurbrú – Mið-
stöð menningarfræða. Aðeins sex
verkefni hlutu styrk að þessu sinni
en Norræna ráðherranefndina fjár-
magnar sjóðinn.
Verkefnið, sem er til eins árs,
er framhald af verkefni sem CRT
á Borgundarhólmi, Austurbrú og
Menningarráð Vesterålen unnu
árið 2013 undir sömu yfirskrift.
Þar var sjónum beint að því hvern-
ig ungt fólk sem flutt hefur frá
æskustöðvunum virkar í raun sem
auðlind fyrir heimabyggðina.
Í verkefninu nú verður fjár-
hags-, félags- og menningarlegt
virði þessa framlags brottflutts
ungs fólks rannsakað. Verkefnið
hefur verið víkkað út þannig að
fimm viðburðir verða rannsakaðir
á tímabilinu apríl 2014 til febrúar
2015 í hverju landi.Vonast er til að
niðurstöðurnar geti verið gagn-
legar fyrir stjórnmálamenn og
stefnumótandi aðila, bjóði upp á
nýja sýn í byggðamálum og undir-
striki ekki síður virði fjölbreytts
menningarlífs.
Verkefnisstjóri fyrir hönd Aust-
urbrúar og Miðstöðvar menningar-
fræða verður Elfa Hlín Pétursdótt-
ir. Verið er að velja þá viðburði sem
rannsakaðir verða en að líkindum
verða LungA-hátíðin, Bræðslan,
Eistnaflug, Sviðamessan á Djúpa-
vogi auk eins hönnunarverkefnis
fyrir valinu. -jh
RannsóknaRstyRkuR austuRbRú í noRRænu veRkefni
Eistnaflug er meðal þeirra viðburða sem að líkindum verða rannsakaðir.
Ljósmynd/eistnaflug.is
Brottfluttir eru auðlind
f yrirtækið byrjaði árið 2010 í Háskólanum í Reykjavík. Tyrfingur, Burkni og Ingþór
voru í forritunaráfanga þar sem
verkefnið var að gera tölvuleik
og þá varð prótótýpan til,“ segir
Jóhann Ingi Guðjónsson, mark-
aðsstjóri Lumenox. Árið 2011
ákváðu félagarnir svo að skrá sig
í tölvuleikjahönnunarkeppnina
GameCreator og unnu keppnina.
Í kjölfarið fengu þeir styrk til að
halda áfram að vinna hugmyndina
og stofna fyrirtæki. Tyrfingur
Sigurðsson, Burkni J. Óskarsson
og Ingþór Hjálmarsson eru forrit-
arar leiksins,
en Ingþór er
einnig hönn-
uður hans.
„Eftir að
við fengum
styrkinn kom
Ágúst Freyr
Kristinsson
inn í mynd-
ina, en hann
teiknaði allan
leikinn upp
og er listrænn
stjórnandi
hans. Leikurinn
hefur verið tvö ár í vinnslu og öll
vinnslan farið fram á skrifstofunni
okkar í Hafnarfirði,“ segir Jóhann
Ingi.
Allt teiknað fríhendis á pappír
Leikurinn sker sig frá öðrum
vegna útlitsins en hann er í tvívídd
og allur teiknaður fríhendis.
„Hann hefur verið að fá mikla
athygli að utan fyrir einmitt
þetta,“ segir Jóhann. „Í dag eru
flestir leikir gerðir í tölvum en
Ágúst teiknar allt upp á blað með
blýanti og svo skannar hann allt
inn. Innblásturinn fær hann aðal-
lega úr svona '70 comicsblöðum.
Þetta er algjör indie-leikur því við
gerum allt sjálfir. Við gefum hann
líka út sjálfir svo frelsið er algjört,
við gerum leikinn bara nákvæm-
lega eins og við viljum hafa hann
því það er enginn að skipta sér af
okkur.“
Valdabarátta guðanna
Lumenox nefnist heimurinn sem
leikurinn fer fram í en hann er
allur unnin á ensku, en verður svo
seinna þýddur á önnur tungumál.
Innan Lumenox eru fjórir guðir;
Day, Night, Dusk og Dawn, sem
deila öllu valdi heimsins. „Upp
kemur sú staða að Night, eða Nótt,
ætlar að hrifsa til sín völdin og
leggja þannig í leiðinni stanslausa
nótt á heiminn og koma honum úr
jafnvægi. Aron, karakterinn sem
þú spilar, er eiginlega svona undir-
maður Dawn, eða Dögunar, og er
að reyna að koma jafnvægi á aftur,
en í leiðinni fer hann í gegnum alla
heimana til að komast að nætur-
guðinum og sigra hann. Leikurinn
verður ekki bannaður og inni-
heldur ekkert blóð svo allir getað
spilað hann. Þetta er í raun frábær
leikur fyrir fólk á mínum aldri,
svona um 25 ára, en hann virkar
fyrir alla,“ segir Jóhann Ingi.
Strax byrjaðir á næsta leik
Félagarnir eru nú þegar komnir
með hugmynd að næsta leik.
„Núna fer ég á fullt í að koma
leiknum áfram en strákarnir taka
sér örugglega eitthvert sumarfrí.
Þeir eru búnir að sitja sveittir
saman í einu
herbergi í tvö ár
og leggja í þetta
blóð svita og tár.
Ég hugsa að þeir
vilji slaka aðeins
á fyrir næstu
törn en við erum
þegar komnir
með hugmynd að
næsta leik.“
Jóhann, Tyrf-
ingur og Burkni
eru á leiðinni til
Boston á leikjaráð-
stefnu þar sem
leikurinn verður kynntur fyrir
blaðamönnum tölvugeirans. „Í
framhaldinu verður fjallað um
okkur í þessum helstu tölvuleikja-
blöðum og leiknum gefin einkunn.
Við erum að vinna í því núna að
koma honum á Steam leikjaveit-
una og á Playstation og X-box en
það ætti að vera svona mánuður í
að hægt verði að spila leikinn.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
tölvuleikiR fimm stRákaR unnu í tvö áR að þRóun nýs tölvuleiks
Nýr íslenskur tölvuleikur
kynntur í Boston um helgina
Lumenox, nýr íslenskur tölvuleikur, verður frumsýndur á leikjaráðstefnu í Boston um helgina.
Höfundarnir fimm hafa setið sveittir saman í einu herbergi í tvö ár við gerð leiksins en eru strax
komnir á flug með þann næsta.
Félagarnir hafa setið sveittir við gerð leiksins í tvö ár og hlakka því til að taka sér sumarfrí, nú þegar leikurinn kemst í dreifingu.
Mynd Hari
Hér má sjá Aron, undirmann Dögunar, ferðast um Lumenex veröldina. Allt útlit
leiksins byggir á fríhendis teikningum.
6 fréttir Helgin 11.-13. apríl 2014