Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 76

Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 76
Stórmyndin The Secret Life of Walter Mitty kemur í SkjáBíó í dag, föstudaginn 11. apríl. Eins og þekkt er var stór hluti myndarinnar tekinn hér á landi auk þess sem íslensku leikararnir Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Ari Matthíasson og Þór- hallur Sigurðsson sýna Hollywood- takta. Náttúrufegurðin í myndinni hefur hlotið verðskuldaða athygli og þess má geta að ferða- skrifstofan Iceland Travel býður nú upp á sérstakar Walter Mitty ferðir, þar sem komið er við á slóðum söguhetjunnar á Íslandi. Það eru þau Ben Stiller, Kristin Wiig og Sean Penn sem fara með helstu hlutverk myndarinnar en Stiller er um þessar mundir staddur í London við tökur á Night at the Museum 3. Það skal engan undra að The Biggest Loser Ísland trónir á toppi vinsældalista síðustu viku á SkjáEinum, enda hafa íslensku hetjurnar okkar slegið rækilega í gegn. Í öðru sæti listans er það gæðasmellurinn CSI: Crime Scene Investigation þar sem Ted Danson fer fyrir harðsvíruðum hópi rannsóknardeildar lög- reglunnar í Las Vegas. Listinn í heild sinni lítur svona út: Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS Þ essum rétti fylgja fal-legar minningar en móðir Ragnars Freys byrjaði að elda hann þegar þau bjuggu í Kanada á miðjum tíunda áratugnum. „Þessi uppskrift er fengin frá Julee Russo og Sheilu Lukins sem gáfu út Silver Palate Co- okbook sem kom út árið 1982 og er sérstaklega eiguleg bók. Fyrsta útgáfa var einungis myndskreytt með teikningum en tuttugu og fimm ára afmæl- isútgáfan er skreytt fallega með ljósmyndum. Þessi réttur er margslunginn og bragðið er í mörgum lögum ef svo má að orði komast. Við það að marínera hann í sólarhring þrengir viðbótarhráefnið sér inn í kjúklinginn og tryggir að hann verði einstaklega meyr og safaríkur. Að sáldra púðursykri yfir hann áður en hann fer í ofninn gefur einnig dásamlega aukavídd í réttinn. Þetta er sannkölluð veislumál- tíð sem maður býður bestu vinum sínum í til að þakka þeim fyrir eða fólki sem mann langar til að kynnast betur. Hvað opnar hjartað betur en varlega elduð ástrík máltíð?“ Læknirinn í eldhúsinu hefur göngu sína á SkjáEinum á skír- dag klukkan 20. Kolbeinn gæti orðið meistari Topp tíu á SkjáEinum! íslensk náttúra og Hollywood Marbella-kjúklingur frá mömmu Hráefni: 2 kjúklingar – hlutaðir niður í átta bita hvor 150 ml jómfrúarolía 100 ml hvítvínsedik 25 ml balsamedik 1 bolli góðar grænar ólífur, skornar í tvennt 1 bolli góðar kalamata-ólífur, skornar í tvennt 200 g döðlur, gróft saxaðar og 200 g gróft saxaðar sveskjur heill saxaður hvítlaukur, salt og pipar 2 msk óreganó og 6-8 oreganólauf handfylli fersk steinselja 250 ml hvítvín 4 msk muscovado-sykur (eða púðursykur) handfylli kóríander Aðferð: 1. Hlutið kjúklinginn í átta bita og setjið í skál. 2. Hrærið edikinu, ólífunum, döðlunum, sveskjunum, krydd- inu, hvítlauknum og steinseljunni saman við olíuna. Saltið og piprið. 3. Hellið marineringunni yfir kjúklinginn, hyljið með plasti og marínerið í ísskáp í sólarhring. 4. Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót og raðið „gumsinu“ í kringum bitana þannig að skinnið standi upp úr. Gætið þess að hafa bara eitt lag af bitum í eldfasta mótinu. 5. Stráið sykrinum ofan á skinnið. 6. Bæta má við 2 hvít- vínsglösum til að auka sósumagnið. 7. Bakið við 180 gráður í þrjú kortér þar til húðin er gullin og falleg. 8. Fersk kóríanderlauf fara yfir réttinn og hann svo borinn fram með hrís- grjónum og salati. Spennan verður í hámarki í Hollenska bolt- anum þegar Ajax og ADO Den Haag mætast á stærsta íþróttavelli Hollands, Amsterdam Arena, sunnudaginn 13. apríl klukkan 14.30 í opinni dagskrá á SkjáSport. Ef lukkan leikur við Kolbein Sigþórsson og liðsfélaga hans gæti Ajax mögulega hampað meistaratitlinum um helgina svo það er um að gera að láta þennan hörku- spennandi leik ekki framhjá sér fara. SkjáSport finnur þú á: Sjón- varp Símans: Rás30/230 (HD) – Vodafone Sjónvarp: Rás28/528(HD) SkjárKrakkar er ólík annarri sjón- varpsþjónustu hérlendis að því leyti að SkjárKrakkar er ekki hefðbundin sjónvarpsstöð sem sýnir barnaefni í línulegri dagskrá. Hér er nefnilega um að ræða áskriftarþjónustu á borð við Netflix þar sem ekki er tekið sérstakt gjald fyrir hvern leigðan þátt eða bíómynd, heldur hafa áskrifendur ótakmarkaðan aðgang að á þriðja hundrað klukkustundum af vönduðu talsettu barnaefni þar sem valið er hverju sinni hvað horfa skuli á. Meðal þess sem í boði er á SkjárKrakkar er Latibær, Stubbarnir, Skoppa og Skrítla, Bubbi byggir, Matti morgunn, Múmínálfarnir og Lína langsokkur svo eitthvað sé nefnt. Bæði er um að ræða þætti og teiknimyndir í fullri lengd og er nýju efni bætt við jafnt og þétt. 1. The Biggest Loser Ísland 2. CSI: Crime Scene Investigation 3. The Millers 4. Blue Bloods 5. The Good Wife 6. Svali & Svavar 7. Sean Saves the World 8. Elementary 9. Law & Order 10. America’s Funniest Home Videos. Alla þættina má nálgast á SkjáFrelsi hvort sem er í gegnum myndlykla eða á skjarinn.is 1 2 3 Hið íslenska barna Netflix HÁDEGISTILBOÐ Miðstærð af bát 12” pizza 2 álegg Aðeins 999-kr. Aðeins 999-kr. salat m/kjúkling / roastbeefLítill bátur eða Aðeins 699-kr. & gos/Kristall að eigin vali Nýbýlavegi 32 S:577 577 3 supersub.is Markaðstorg á netinu Vertu með, við erum að búa til ööugt markaðstorg á netinu Notað og nýtt fermingar­ veisluna Allt fyrir2014 Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! sjá www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t 76 stjörnufréttir Helgin 11.-13. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.