Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 6

Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 6
Átaksverkefninu Konur í tækni var hleypt af stokkunum til höfuðs þeirri mýtu að tæknistörf séu fyrst og fremst fyrir karlmenn. Upphafs- konur verkefnisins eru þær: Armina Ilea, Auður Alfa Ólafsdóttir og Paula Gould sem allar starfa hjá GreenQlo- ud og vilja byggja upp samfélag á Ís- landi sem byggist á samvinnu og er til þess fallið að styðja við konur í tæknigeiranum. Þær standa fyrir mánaðarlegum viðburðum með það að markmiði að hvetja konur til þess að leggja fyrir sig nám í tæknigrein- um, efla konur innan tæknigeirans og styrkja tengslanet sitt. Aðstandendur átaksverkefnisins, Armina Ilea og Auður Alfa Ólafs- dóttir ásamt Nancy Valenttina Griff- in, Guðrúnu Laugu Ólafsdóttur og Ragnheiði Halldórsdóttur frá Marel komu saman fyrr í vikunni en næsti viðburður verkefnisins verður hald- inn í Marel 19. febrúar. Þar munu Guðrún Lauga Ólafsdóttir, Rósa Björg Ólafsdóttir og Gunnlaug Otte- sen deila reynslu sinni af tækniheim- inum, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Marel. „Það er mikilvægt að efla umræðu og vitund um tækni og nýsköpun í samfélaginu og hvetja konur til að taka þátt í þeirri umræðu og deila reynslu sinni. Sömuleiðis að styrkja samböndin og læra af öðrum,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir, gæða- stjóri Marel. „Við sjáum mikil verðmæti í því að fara í samstarf við fleiri fyrir- tæki sem geta haldið viðburði og tekið þátt en það mun koma til með að styrkja verkefnið á marga vegu,“ segir Armina, fulltrúi viðskiptaþró- unnar GreenQloud. Nánari upplýsingar er að finna á marel.is og Facebook síðu Konur í tækni en þar er hægt að skrá sig á viðburði félagsins. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Ís- lands og í fararbroddi í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. -jh Biskupsstofa hyggst auglýsa eftir fagaðilum til að reka veitinga- og gistiþjónustu í Skálholti en reksturinn er nú í höndum Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskup hefur frá upp- hafi gagnrýnt fyrirhugaða leigu á rekstr- inum og telur honum best komið hjá kirkjunni. B iskupsstofa undirbýr gerð auglýs-ingar þar sem óskað er eftir tilboð-um í rekstur veitinga- og gistiþjón- ustu í Skálholti en reksturinn heyrir nú undir þjóðkirkjuna. Kirkjuráð samþykkti um mitt síðasta ár að fela framkvæmda- stjóra og fjármálastjóra að vinna tillögur að því að reksturinn í Skálholti verði leigður út, þar sem ákveðin tímabil eru ætluð fyrir kirkjuleg námskeið og ráðstefnur. „Ekki er ljóst hvaða dag auglýsingin verður birt en það fer að líða að því. Búið er að fara yfir öll helstu atriði sem hafa þarf í huga áður en af því verður,“ segir Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Íslands, sem ennfremur er formaður kirkjuráðs. Fyrirhuguð leiga hefur frá upphafi mætt mikilli andstöðu Kristjáns Vals Ingólfs- sonar, vígslubiskups í Skálholti. „Þetta er stórmál sem bara vefur utan á sig og er engan veginn lokið. Ég lýsti því strax yfir að ég væri algjörlega mótfallinn þessum áformum og ég tel að þau spilli fyrir þeirri starfsemi sem við erum með á vegum kirkjunnar í Skálholti. Ég hef líka lýst því yfir að það fari illa á því að vera með hótel undir kirkjuveggnum,“ segir hann. Skálholtsskóli hefur um árabil rekið gistiþjónustu og samkvæmt vefsíðu Skálholts eru þar 23 herbergi til leigu, 11 herbergi í Skálholtsbúðum auk þriggja orlofshúsa. Kristján Valur segir þá þjón- ustu af allt öðrum toga en hefðbundin gistiherbergi og sé rekin á grundvelli sér- stakra laga um Skálholtsskóla. „Okkar leyfi byggir á því að ef ekki er starfsemi á vegum kirkjunnar þá eru herbergi látin eftir ferðamönnum og við höfum þá haft sama háttinn á og gert er á Hótel Eddu á Laugarvatni og fleiri stöðum,“ segir hann. Séra Gunnlaugur Stefánsson situr einnig í kirkjuráði og lítur svo á að þjóð- kirkjan standi í hótel- og veitingarekstri. „Auk þess hefur verið tap á þessum rekstri og það er ekki forsvaranlegt fyrir kirkjuna að niðurgreiða hótel- og veitingarekstur þegar kristilegt menningarstarf líður fyrir fjárskort,“ segir hann. Biskup tekur undir að aðalástæðan séu fjárhagsleg sjónarmið en leggja þurfi áherslu á helgi staðarins. „Skálholt er sér- stakur staður, þetta er helgistaður, sögu- staður, ferðamannastaður, kyrrðarsetur og fræðasetur, og sá sem leigir verður að taka tillit til þess sem þarna fer fram,“ segir Ag- nes. Hún segir að það sé vissulega óheppi- legt að leiga á rekstrinum sé ekki í sátt við vígslubiskup í Skálholti. „Þegar gera á breytingar er auðvitað best að það náist samstaða um það hjá öllum aðilum sem að málinu koma. Hins vegar er það þannig að kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholti, og þar með fjárhagslega ábyrgð, og kirkjuráð þarf að standa undir þeirri ábyrgð,“ segir hún. Í dag, föstudag, er fyrirhugaður óform- legur vinnufundur þar sem biskup og fjármálastjóri Biskupsstofu hitta skólaráð Skálholtsskóla og vígslubiskup í Skálholti fara yfir hvar málið er statt. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  TæknisTörf sTuðningur við konur í Tæknigeiranum Marel og konur í tækni í samstarf Ragnheiður Halldórsdóttir, Guðrún Lauga Ólafsdóttir, Nancy Valenttina Griffin, Auður Alfa Ólafssdóttir og Armina Ilea. Verið velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Basel Torino SÓFAR Í MIKLU ÚRVALI 20% afsláttur af öllum sófum / sófasettum í völdum áklæðum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Sjónvarpsskápur 55.900 Skenkar 77.000 Barskápur 89.000 Kemur næst út 14. mars Deilt um rekstur gisti- þjónustu í Skálholti Þjóðkirkjan hefur um árabil séð um gistingu- og veitingarekstur í Skálholti en kirkjuráð hefur af fjárhagsástæðum samþykkt að auglýsa eftir tilboðum frá fagaðilum í reksturinn. NordicPhotos/Getty  skálholT ekki ríkir eining um veiTingareksTur og gisTingar 6 fréttir Helgin 14.-16. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.