Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 18

Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 18
Frjálst val hverrar konu eða vændi? S taðgöngumóðir er kona sem gengur með barn fyrir annan en sjálfa sig. Verðandi for-eldar barnsins eru oftast pör sem eiga við ófrjósemi að stríða. Stundum er egg stað- göngumóður frjóvgað með sæði frá verðandi föður en oftast er notast við frjóvgað egg verðandi móður og þá er talað um „fulla“ staðgöngumæðrun. Helga bendir á að hugmyndir fólks virðast skiptast aðal- lega í þrjá hópa. Stuðningsmenn telja flestir að konur séu best fallnar til þess sjálfar að taka ákvörðun um að gerast staðgöngumæður en finnst þó flestum að slíkt eigi bara að leyfa í velgjörðarskyni. Andstæð- ingar lögleiðingar telja engan hafa rétt til að nýta sér líkama annarra, hvorki með greiðslum né félags- legum þrýstingi. Svo eru það þeir sem ekki taka afstöðu og telja þörf á meiri umræðu og auknum rannsóknum. Frjálsar og fórnfúsar konur Yfirskrift fyrirlestursins var „Staðgöngumæður: Frjálsar og fórnfúsar konur“. „Yfirskriftin kemur frá þessari staðalímynd sem sumir draga upp af stað- göngumæðrum. Annars vegar eru það þeir sem sjá staðgöngumæður fyrir sér sem frjálsar konur og fórnfúsar því hvatinn hjá þeim sé hjálpsemi, og hins vegar er það hugmyndin um konur sem verkfæri fyrir aðra, segir Helga Finnsdóttir mannfræðingur. Helga segir eitt helsta ágreiningsmálið snúast um það hvort hægt sé að draga skýr mörk milli stað- göngumæðrunar í velgjörðarskyni eða hagnaðar-  Staðgöngumæður miSjafnar Skoðanir á umdeildu málefni Flestir hafa mjög sterka skoðun á staðgöngumæðrun. Stuðningsmenn telja hana eiga að vera frjálst val hverrar konu á meðan hörðustu andstæðingar telja hana vera eina birtingarmynd vændis. Eitt er þó víst og það er að málefnið veltir fram mörgum siðferðislegum álitamálum. Helga Finnsdóttir mannfræðingur og Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við félags-og mannvísindadeild Háskóla Íslands, hafa rannsakað staðgöngumæðrun og hugmyndir íslenskra fjölmiðla og áhugafólks um staðgöngumæðrun. Þær kynntu niðurstöður sínar á fyrirlestri á vegum MARK, Miðstöðvar margbreytileika-og kynjarannsókna við Háskólann, í Árnagarði í vikunni. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Vitað er til þess að nokkrir Íslendingar hafi fæðst með aðstoð staðgöngu- mæðra en engar opinberar tölur eru til um fjöldann þar sem ferlið er ólöglegt. Ljósmynd/Getty HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Láttu þér líða vel. ŠKODA Rapid er nýr og glæsilega hannaður fjölskyldubíll frá ŠKODA sem uppfyllir kröfur þeirra sem vilja gott innanrými og mikil þægindi fyrir fjölskylduna. Heildarlengd Rapid er 4,48 metrar, haganleg hönnun gefur gott rými fyrir fimm farþega og farangursrýmið rúmar 550 lítra sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki. Komdu víð í HEKLU eða hjá umboðs mönnum um allt land og reynsluaktu nýjum og frábærum ŠKODA Rapid. Nýr ŠKODA Rapid kostar aðeins frá: 3.090.000,- m.v. ŠKODA Rapid Ambition 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. Velkomin í reynsluakstur á frábærum fjölskyldubíl 5 stjörnur í árekstrar­ prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,2 l/100 km CO2 frá 114 g/km SIMPLY CLEVER NÝR ŠKODA RAPID 18 fréttaskýring Helgin 14.-16. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.