Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 19
skyni. Áhugavert sé að það virðist vera gerður
greinarmunur á staðgöngumæðrun gegn
greiðslu eftir því hvort hún er framkvæmd á
Vesturlöndum eða í fátækum löndum. Umræð-
an virðist snúast upp í tvo andstæða póla. „Það
virðist vera gerður greinarmunur á siðferði-
legum vandamálum eftir því hvar greiðslan er
framkvæmd, bæði í rannsóknum og skrifum
en einnig í fréttaumfjöllun. Það virðist frekar
samþykkt að vestrænar konur séu færar um
að þessa ákvörðun, hvort sem það er gegn
greiðslu eða ekki, en í fátækari löndum sé
frekar reiknað með þvingun kvenna, þrátt fyrir
að innan rannsóknanna séu líka til indverskar
konur sem segjast vilja gera þetta af fórnfýsi
eða til að hjálpa fjölskyldunni. Erkitýpan af
hinni þvinguðu konu er indversk, en það er
sjaldan rætt að á Indlandi eru ekki bara stað-
göngumæður heldur líka indverskt fólk sem
nýtir sér þjónustu þeirra. En auk þess má
nefna að ásókn í þjónustu indverskra stað-
göngumæðra hefur aukist í löndum eins og
Bretlandi og Ástralíu eftir að hún hefur verið
lögleidd. Þannig að lögleiðing kemur ekki
til með að koma í veg fyrir að þjónustu stað-
göngumæðra sé leitað erlendis, með tilheyr-
andi vandamálum eins og að koma barninu
heim.“
Andstæðir pólar úr öllum áttum
Á Íslandi virðist mikil áhersla vera lögð á vel-
gjörð sem aðalhvata staðgöngumæðra. „Já,
okkur Jónínu finnst áherslan á velgjörð vera
leið til að draga það fram að konur séu í raun
að velja þetta því þær virkilega vilji það. Ég
ræddi við nokkrar manneskjur sem eru femín-
ískt þenkjandi og þær bentu á að ef þetta er í
lagi og ef konur eru að gera þetta einungis í
velgjörðarskyni, af hverju má þá ekki umbuna
þeim fyrir þetta erfiða verk.“ En svo eru það
þeir sem telja staðgöngumæðrun vera eina
birtingarmynd kúgunar kvenna, og sumir tala
um leigu á legi og vændi. „Já þau sjónarmið
eru hér til staðar. Ég bendi á pistil um stað-
göngumæðrun sem birtist fyrst 2007 en vakti
nánast enga athygli þá. Hann var svo dreginn
upp á frekar ósanngjarnan hátt og settur í sam-
Það virðist
vera gerður
greinar-
munur á
siðferðileg-
um vanda-
málum eftir
því hvar
greiðslan
er fram-
kvæmd,
bæði í rann-
sóknum
og skrifum
en einnig í
fréttaum-
fjöllun.
hengi við Jóelsmálið sem kom upp 2011 og vakti þá gífurlega
hörð viðbrögð. Í þeim pistli kom fram að samfélagið gæti sett
fram mikla pressu á konur til að verða við ósk um staðgöngu-
mæðrun ef hún væri lögleg. Þannig séu konur í raun aldrei
alveg frjálsar þar sem samfélagið hafi alltaf mótandi áhrif á
gjörðir þeirra. Lögleiðing myndi þannig búa til pressu á kon-
ur sem annars er ekki til staðar. Höfundar áfangaskýrslu sem
unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið bentu á sömu hættu. Svo
eru líka til femínistar sem telja þessa tækni hafa í för með sér
aukið frelsi kvenna og að staðgöngumæðrun sé bara öllum til
hagsbóta. Það eru andstæðir pólar úr öllum áttum þegar
kemur að þessu málefni.“
Sárvantar rannsóknir
Helga segir furðulítið vera til af rannsóknum, hvort
sem er á staðgöngumæðrunum sjálfum eða á
börnunum, mögulega vegna þess hversu nýlega
tæknifrjóvgun blandaðist inn í. Verið sé að vinna
langtímarannsókn í Bretlandi þar sem fylgst verður
með börnum, fæddum með aðstoð tæknifrjóvg-
unar. Nýjustu niðurstöður, á börnunum sem eru
þriggja ára, virðast jákvæðar. Það sé þó nauðsyn-
legt að framkvæma fleiri og ítarlegri rannsóknir
til að fá betri skilning á öllu ferlinu og líðan þeirra
sem að því koma.
Vitað er til þess að nokkrir Íslendingar hafi
fæðst með aðstoð staðgöngumæðra en engar
opinberar tölur eru til um fjöldann þar sem ferlið
er ólöglegt. Árið 2008 lagði Ragnheiður Elín
Árnadóttir fram fyrirspurn til Alþingis um
staðgöngumæðrun og í kjölfarið var
stofnaður vinnuhópur sem skilaði
áfangaskýrslu. Niðurstaða
hópsins var að leggja til að stað-
göngumæðrun yrði ekki heim-
iluð að svo stöddu. Árið 2010
var lögð fram þingsályktun-
artillaga þar sem lagt var til
að staðgöngumæðrun yrði
heimiluð í velgjörðarskyni.
Í janúar 2013 stofnaði Guð-
bjartur Hannesson, þá-
verandi velferðarráðherra,
vinnuhóp sem skyldi
vinna að gerð lagafrum-
varps. Niðurstöðu hóps-
ins er enn beðið.
Helga Finnsdóttir mann-
fræðingur segir áhersluna
á staðgöngumæður sem
fórnfúsar velgjörðarkon-
ur áberandi í íslenskri
orðræðu. Hún segir
sárvanta rannsóknir
til að fá betri skilning
á öllu ferlinu.
Ljósmynd/Hari
Háhraðatenging fyrir stór og lítil heimili
Með Ljósnetinu fær heimilið örugga háhraðatengingu fyrir sjónvörpin, tölvurnar,
snjalltækin, netleikina, tónlistina, matarbloggið, kosningabaráttuna, kærustuna
hinum megin á hnettinum og yfirleitt flest það sem fjölskyldan vill gera á netinu.
Sterkara samband á heimilinu
með Ljósneti Símans
www.siminn.is/ljosnet
Yfir 70% íslenskra heimila geta tengst Ljósnetinu.
Kynntu þér möguleikana á siminn.is eða í 800 7000.
N
M
61
45
2
fréttaskýring 19 Helgin 14.-16. febrúar 2014