Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 14.02.2014, Qupperneq 28
Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR Á rið 2003 gafst ég endanlega upp. Þá henti ég Hljómalind; lyklunum, tölvunum og símanúmerabók- unum og ákvað að koma aldrei nálægt þessum bransa aftur. Ég hefði alveg staðið við það ef Færey- ingarnir hefðu ekki fundið mig,“ segir Kristinn Sæmundsson, sem flestir þekkja sem kaupmanninn í hljómplötuversluninni Hljómalind. Nú eða Kidda kanínu ef því er að skipta. Kiddi hefur látið lítið fyrir sér fara síðan búðin lagði upp laup- ana. Nú er hann hins vegar aftur kominn í hringiðu tónlistarlífsins og undirbýr stórsókn færeyskra listamanna á íslenska markaðinn auk þess að hefja veg Hafnarfjarð- ar sem menningarbæjar á hærri stall. Fékk Visakort Bjarkar lánað Kiddi opnaði Hljómalind 13. nóvem- ber 1991 en hafði fram að því verið með póstverslun með plötur og selt þær í Kolaportinu um helgar. Búðin lifði því í tólf ár en meðfram verslun- inni var Kiddi dugmikill tónleika- haldari. Óhætt er að halda því fram að menningarlífið hefði verið fátæk- ara ef hans hefði ekki notið við. Með- al hljómsveita og listamanna sem komu hingað á hans vegum voru Will Oldham, Blonde Redhead, Modest Mouse, Trans Am og Propellerheads svo fáeinir séu nefndir. Þar að auki var hann einn skipuleggjenda Uxa og var umboðsmaður Sigur Rósar í árdaga sveitarinnar. Kiddi er nýorðinn 48 ára. Hann ólst upp í Breiðholti og rifjar upp að hann og vinir hans hafi verið sjö ára gamlir þegar þeir byrjuðu að hlaða brennur um áramót. Þetta varð mikið sport og þrisvar náðu þeir því að vera með stærstu brennurnar í bænum. Kiddi segir að allur ferill hans hafi í raun verið svipaður og vinnan við að hlaða brennur; mikil vinna við að byggja eitthvað upp sem svo klárast á einu kvöldi í einum blossa. Hann var viðriðinn Medúsahópinn, Smekkleysu og Grammið á sínum tíma. Fyrsti stóri viðburðurinn sem hann skipulagði var Kúltúrpakkið árið 1988 og í kjölfarið komu Rokk- skógar árið 1990. Þá voru haldnir fjölmargir tónleikar um allt land til styrktar skógrækt í landinu, þar á meðal stórtónleikar í Höllinni með Sykurmolunum, Bubba, Megasi og Todmobile. Svo kom að Uxa sem var með umdeildari hátíðum. Mikið tap var á hátíðinni og kom það niður á Hljóma- lind í kjölfarið. „Það var eiginlega Björk sem bjargaði mér eftir Uxa, hún lánaði mér Visakortið sitt. Búðin mín tæmdist því það þurfti að kæla niður klósettþrifagengið, gæslulið og fleiri sem höfðu ekki fengið borgað. Með Visakortinu hennar gátum við keypt plötur inn sem við smygluðum til landsins í handfarangri til að geta haldið búðinni gangandi,“ segir Kiddi sem getur hlegið að minningunni í dag, þó honum hafi ekki verið hlátur í huga á sínum tíma. Lenti í slysi á lagernum Við Kiddi ræðum saman á kaffihús- inu Kaffibrennslunni. Það er í sama húsi og hann rak Hljómalind lengst af. Þá bjó hann meira að segja uppi á efri hæðinni. En hvað varð um Kidda í Hljómalind eftir að búðin lokaði? Hvert fórstu? „Ég fór bara út í garð að vinna, hellti mér í garðyrkju af mikilli ástríðu. Svo fann ég mér konu og stofnaði fjölskyldu. Ég er með níu ára strák og annan sjö ára og svo einn tvítugan af fyrra sambandi. Ég hef semsagt starfað sem garðyrkjumað- ur og blómaskreytingamaður og hef notið þess til hins ítrasta.“ Kiddi hvarf snögglega úr tónlistar- senunni þar sem hann hafði verið í farabroddi. Ýmsar sögur voru um afdrif hans en þær hafa flestar verið tröllasögur. „Nei, ég hvarf ekkert. Ég gaf bara ekki færi á mér. Ég var ekki í síma- skránni og fór ekki inn á Facebook fyrr en í sumar. Ég var náttúrlega reiður yfir hvernig þetta endaði allt saman. Ég var búinn að búa til mörg tækifæri og koma mönnum í réttu samböndin svo þeir gætu látið drauma sína rætast og eina sem ég fékk var spark í rassinn alls staðar. Jújú, ég fékk eitt og eitt klapp á bakið en þú lifir ekki lengi á því. Það dugar illa til að fæða fjölskylduna. En ég reyndi að bögga aðra sem minnst með fýlunni í mér.“ Kiddi segist hafa unað vel við sitt í garðyrkjunni en þegar lítið var að gera á veturna greip hann stundum í lagerstörf meðfram. Og það var á lagernum sem ógæfan bankaði upp á þegar Kiddi slasaði sig. „Ég fékk hálshnykk. Nú hef ég ekki getað unn- ið erfiðisvinnu í eitt og hálft ár, ég get ekki bograð eða beygt mig lengur, ég var bara stoppaður af.“ Kiddi kveðst hafa lent í alls konar erfiðleikum eftir slysið. Vinnuveit- andinn hafi ekki viljað skrifa upp á hann hafi lent í vinnuslysi og hann hafi rekið á sig veggi þegar hann reyndi að fá stuðning frá hinu opin- bera. Hann segir að þetta hafi tekið mikið á sig. Auk þess að vera frá vinnu hafi slysið haft áhrif á daglega lífið. „Það er margt sem ég get ekki gert eins og ég vildi lengur, ég get ekki veitt, ég get ekki spilað fótbolta eða synt.“ Rómantískur í Firðinum Á síðasta ári urðu tvenn tímamót í lífi Kidda. Hann flutti í Hafnarfjörð og hóf í kjölfarið afskipti af tónlistar- bransanum á nýjan leik þegar hann endurnýjaði gömlu samböndin í Færeyjum. „Ég flutti til Hafnarfjarðar í júlí og það breytti lífi mínu. Það er alger draumur að búa þarna, mér finnst eins og heimurinn fæðist fyrir framan mig á hverjum degi. Svona er ég orðinn rómantískur,“ segir hann og hlær. Kiddi segist reyndar alltaf hafa haft sterkar tengingar við Hafnar- fjörð, dyggustu kúnnar hans hafi verið þaðan og hann hafi unnið með hljómsveitum þaðan á borð við Bub- bleflies, Botnleðju og Súrefni. „Það er einstök þorpsstemning í Hafnarfirði, meira að segja krakkarn- ir bjóða góðan daginn. Í öðru hverju húsi eru listamenn og sófaskáld, góður hippaandi, og mér leið strax eins og ég væri kominn heim. En ég sá líka að þarna væru gullin tækifæri á hverju strái og fór strax að tala við fólk um hvað væri hægt að gera.“ Færeyska innrásin Seint á síðasta ári fór Kiddi í starfs- endurhæfingu hjá Virk. Þar tókst honum að spegla hvar styrkleikarnir lægju sem hjálpaði honum að taka skrefið aftur yfir í tónlistarbransann. „Ég ákvað að leggja niður allar varnir og sjá hvert Guð leiddi mig. Það fyrsta sem hann gerir er að leiða mig beint til Færeyja,“ segir Kiddi sem hitti Jón Týril, stjórnanda G!- festival í Færeyjum á Airwaves-há- tíðinni í nóvember. Í kjölfarið var honum boðið til Færeyja á tónlist- arhátíðina Heima. Úr varð að Kiddi hefur tekið að sér að vera Færeying- um innan handar hér á landi. Á næst- unni mun fjöldi færeyskra tónlistar- manna sækja Ísland heim og dreifing og kynning á tónlist þeirra verður stóraukin. Allt byrjar þetta með Fær- eyskum febrúar sem nú stendur yfir. Og í ofanálag er Kiddi einn stofn- meðlima Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar sem hyggst láta til sín taka í menningarlífinu á næst- unni. Með honum í stjórn félagsins eru Erla Ragnarsdóttir úr Dúkku- lísunum, Ingvar Björn Þorsteins- son myndlistarmaður, Tómas Axel Ragnarsson úr Fjallabræðrum og Óli Palli á Rás 2. Hægt er að kynna sér starfsemi félagsins á heimasíðunni mlh.is. Fyrsti viðburðurinn á vegum félagsins verður á sunnudaginn þeg- ar Eivör Pálsdóttir heldur tvenna tón- leika í Bæjarbíói, einmitt í tengslum við Færeyskan febrúar. „Þetta lá eitthvað svo beint við. Hafnarfjörður er svo menningar- lega sinnaður og hér er mikið um laumulistamenn. Mér finnst tilvalið að tengja þetta saman, að hnýta saman vináttutengsl Íslands og Fær- eyja og auðga um leið menningar- lífið í Hafnarfirði. Og í raun og veru leiða saman smáþjóðirnar sem búa á þessum skemmtilega leikvelli sem norðrið er.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Upprisa Kidda Kristinn Sæmundsson var áberandi í tónlistarlífinu þar til hann lokaði versluninni Hljómalind fyrir áratug og sneri sér að garðyrkju og blómaskreytingum. Eftir vinnuslys stóð hann á tímamótum og ákvað að snúa sér aftur að því sem hann kann best, að auðga menningu landsmanna með tónlist og tónleikahaldi. Kristinn Sæmundsson, Kiddi í Hljómalind, hefur látið lítið fyrir sér fara síðasta áratug. Hann er nú snúinn aftur í tónlistarbransann og hyggst gera Hafnarfjörð að yfirvinabæ Færeyja. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 14.-16. febrúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.