Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Síða 32

Fréttatíminn - 14.02.2014, Síða 32
Dagur elskenda K „Kynþokki rennur aldrei út.“ Svo sagði á Smartlandinu hjá Mörtu smörtu, ágætri frænku minni og kollega í blaðamennsk- unni, á Moggavefnum. Greinilegt var að til tíðinda taldist. Þetta þótti mér eðlilegt að skoða í tilefni dagsins í dag, 14. febrú- ar, Valentínusardagsins sem eignaður er elskendum. Þar sagði Smartlandið frá amerísku fataframleiðslufyrirtæki sem notaði 62 ára fyrirsætu í auglýsinga- herferð sína. Þetta þóttu mér líka tíðindi nokkur, ekki síður en frænku, enda mód- elið nánast jafnaldri minn. Ég reiknaði frekar með því að konan, komin á svo virðulegan aldur, væri að auglýsa síðkjóla eða pelsa en svo var alls ekki. Hún var andlit en aðallega kroppur nærfatalínu fyrirtækisins og sat því fyrir í blúnd- unærfötum einum klæða. Ekki var annað að sjá en limaburður fyrirsætunnar væri bærilegur þar sem hún lá á vinstri lendinni íklædd vínrauð- um naríum, hefðbundum en ekki þveng. Sá hefði varla verið við hæfi – eða hvað?. Brjóstahaldið var í öðrum litatóni, fjólu- blátt og huldi það sem það átti að hylja. Á annarri mynd, sem tekin var við sama tækifæri, teygði konan hægri ganglim- inn til lofts án þess þó að vera áberandi glyðruleg. Hárið var sítt og slegið, ljóst að lit. Líklegt þykir mér að æskulit þess, hafi hann verið ljós, sé viðhaldið með öðrum litarefnum en náttúrunnar, en auðvitað á ekki að fullyrða neitt um kon- ur sem maður þekkir ekki. Það var tilbreyting að sjá þroskaða konu í þessu hlutverki, í stað þeirra unglingsstúlkna sem því gegna að jafnaði. Ekki var annað að sjá en fólki líkaði framtakið því Marta sagði frá því á Smartlandinu að margir aðdá- endur nærfata- framleiðandans hefðu „lækað“ við myndirnar af leggjalöngu blúndukonunni. Það er vitaskuld uppörvandi að sjá það svart á hvítu að kynþokk- inn rennur ekki út, heldur helst ævilangt, eða að minnsta kosti vel fram eftir aldri. Það kom að vísu ekki fram á Smartland- inu, biblíu kynþokk- ans, hvort þetta ætti aðeins við um konur, að karlar á aldri fyrirsætunnar væru komnir fram yfir síðasta söludag. Það er kannski eins gott að vita það ekki. Hitt liggur fyrir – og er þá stuðst við sömu heimild – að konur ku laðast að breiðleitum karlmönnum. Ástæðan gæti verið, segir Smartlandið og vitnar í nýja erlenda rannsókn, að breiðleitir karl- menn eru taldir ákveðnari og ágengari en aðrir. Þarna tóku 150 einhleypar konur á aldrinum 18-32 ára afstöðu og voru, að því er Marta María segir kinnroðalaust, til í stutt kynni með þeim breiðleitu og tilbúnar til að hitta þá á öðru stefnumóti. Máli sínu til stuðnings birti Smartlandið mynd af þremur kyntröllum, leikaranum Brad Pitt sem hún segir virkilega aðlað- andi „enda með enga smá kjálka.“ Þar fylgir fast á eftir Daniel Craig „með breitt andlit og heldur betur vinsæll meðal kvenna,“ eins og þar segir. Daniel hefur leikið harðjaxlinn og flagarann James Bond í nýjustu myndunum um njósnara hennar hátignar. Loks klykkir vefur draumóranna út með mynd af leikaranum Robert Pattinson sem sagður er flottur og karlmannlegur. Þann pilt kannast pistilskrifarinn ekki við, en af myndinni að dæma er þar á ferð heldur snyrtilegt ungmenni, í jakkafötum með bindi. Þetta hljómar ekki vel fyrir þá sem mjóslegnari eru í andliti en hagur þeirra vænkast heldur þegar áfram er lesið. Marta smarta segir nefnilega, og styðst enn við álit einhleypu kvennanna, að kynni við þá breiðleitu gætu þótt eftir- sóknarverð í einhvern tíma en ekki eins heillandi til lengri tíma litið. Þær vildu sem sagt ekki fara í langtímasambönd með þeim. Aðrir eiginleikar en breiðu kjálkarnir þykja, samkvæmt þessu, fýsi- legri þegar kemur að vali á eiginmanni. Ágengni er ekki spennandi til lengdar. Þetta er rétt að hafa í huga nú á degi elskenda, 14. febrúar. Það er ekki allt sem sýnist. Það breytir ekki því að margir elsk- endur, hvort heldur þeir eru ungir eða gamlir, rölta eftir blómstertum í dag. Það er ágætt að nota tækifærið og gleðja þá sem manni þykir vænt um. Janúar og febrúar eru dagar blómabænda, þá koma þrír blómadagar í röð. Bóndadagur, fyrsti dagur þorra, var 23. janúar síðastliðinn. Túlípanar bænda eru nú fölnaðir og því til- valið að splæsa í nýtt búnt í tilefni Valent- ínusardagsins. Hann er að sönnu ekki eins þjóðlegur og bóndadagurinn og stenst engan samanburð við konudaginn, fyrsta dag Góu, en samt. Tilefnið er ærið, jafnvel þótt fyrirbærið sé amerískt að uppruna. Frá því stóra landi höfum við meðtekið ýmislegt, bæði gott og vont. Valentínusar- dagurinn geldur nokkuð fyrir nálægð konudags- ins, sunnudagsins 23. febrúar næstkomandi, en sá dagur er aðal blóma- dagur ársins. Karlar hysja þá yfirleitt upp um sig brækurnar, breiðleitir jafnt sem mjóslegnir, og kaupa blóm handa konum sínum eða kærustum. En það er sjálfsagt að kaupa blóm líka í dag, hvað sem líður uppruna Valent- ínusardagsins. Þau verða hvort sem er fölnuð annan sunnudag þegar kemur að næsta vendi. Litskrúðug blóm skreyta hvert heimili, gleðja viðtakanda og minna okkur um leið á vorið sem fram undan er. Það á raunar ekki síst við um konudags- blómin því á fyrsta degi Góu minnast bændur og eiginmenn húsfreyjunnar en Góa færir með sér vaxandi birtu og voringanginn. Svo mikið þykist ég vita, vegna þess að ég er næstum því jafnaldri blúndunærfatafyrirsætunnar og hef því marga Góuna lifað, að þegar kominn er 23. febrúar er skammdegið að baki. Rósir, túlípanar og annað fínirí frá blómabændum viðhalda kynþokkanum. Hafi menn það í huga rennur sá þokki ekki út, hvað sem líður aldri. Það segir Smartlandið að minnsta kosti, sérfræðirit sambandanna. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 06.02.14 - 12.02.14 1 2 Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker 5 6 7 8 10 30 dagar - leið til betra lífs Davíð Karlsson 9 43 Sandmaðurinn Lars Kepler Mánasteinn Sjón Tímakistan Andri Snær Magnason Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson 5:2 Mataræðið Unnur Guðrún Pálsdóttir HHhH Laurent Binet Skuggasund Arnaldur Indriðason 32 viðhorf Helgin 14.-16. febrúar 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.