Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 34
34 valentínusardagurinn
Valentínusar-
dagurinn
gefur okkur
tækifæri til
að halda upp
á ástina og
hressa upp á
hversdags-
leikann. Ekki
láta þetta
tækifæri úr
hendi sleppa,
fylltu dag-
inn af ást,
stjanaðu
við makann
og komdu á
óvart.
1 Skrifaðu eitthvað dásamlega fallegt til
makans á blaðsnepil og límdu
á baðherbergisspegilinn.
Gefðu hrós og segðu hvað það
er sem láti þig dýrka elskuna
þína og dá.
2 Komdu elskunni á óvart. Fáðu næturpössun fyrir
börnin og pantaðu nótt á hót-
eli rétt utan við bæinn. Hótel
Frost og Funi í Hveragerði,
með heitum pottum og saunu,
er frábær staður til að upplifa
ást og rómantík. Helgartilboð
fyrir tvo: Herbergi, 3 rétta
kvöldverður og morgunmatur
á 29.500 kr.
3 Blóm gleðja alltaf. Sendu elskunni blómvönd í
vinnuna. Blómaval býður upp
á sérstaka Valentínusarvendi
í dag á 3.490 kr. – og bland-
aðan túlípanavönd á 1.200 kr.
4 Brunið vestur á Reykhóla og farið í sleipt og
ástríðufullt þarabað hjá
Sjávarsmiðjunni. Verðið er frá
2.900 kr. og svo er hægt að
kaupa þar baðsölt og olíur til
að nýta í baðið heima. Gefið
hvort öðru Valentínusarnudd
í heitu baðinu. Tímar eftir
hentugleika, sími: 577 4800.
5 Pantaðu borð fyrir tvo á rómantískum stað, fáið
ykkur freyðivín og daðrið
undir kertaljósi. Grillið á Hótel
Sögu er með valentínusar-
tilboð um helgina. Þriggja
rétta málsverður, bleikur
freyðivínsfordrykkur og rós á
8.900 kr.
6 Feldu eitthvað fallegt í veski eða vasa makans.
Þetta gæti verið allt frá
rándýrum skartgrip til lítillar
orðsendingar eða hjartalaga
súkkulaðimola. Rómantíkin
þarf ekki að kosta neitt, það
er hið óvænta sem gleður.
7 Farið saman í göngutúr með nesti og nýja skó.
Notið tækifærið og ræðið um
drauma ykkar því þeir eru
nauðsynleg olía á ástareldinn.
Ostabúðin útbýr nestiskörfur
fullar af ljúfmeti fyrir minnst
4.500 kr.
8 Leikið ykkur. Útbúið bæði tvö 10 litla miða og
skrifið á þá það sem þið viljið
segja og gera við makann.
Setjið miðana í krukku og
skiptist á að draga. Bannað að
svindla! Það verður að segja
og gera allt sem stendur á
miðunum.
9 Gerðu heimilið að róman-tísku athvarfi, pantaðu
mat heim í hádeginu og náðu
svo í ástina þína í vinnuna.
Ekki slæmt að eiga óvænt
saman rómantískan klukku-
tíma með ástinni fjarri amstri
dagsins.
10 Ef þið ætlið að eiga saman rómantíska
kvöldstund heima, skelltu þá í
uppáhaldseftirrétt makans og
hafðu hann hjartalaga í tilefni
dagsins.
hugmyndir fyrir
Valentínusardaginn
Helgin 14.-16. febrúar 2014
Brunið vestur á Reykhóla og
farið í sleipt og ástríðufullt
þarabað hjá Sjávarsmiðjunni.
10
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
RESTAURANT- BAR
5.990 kr.
Matseðill dagsins hefst með Fresita freyðivíni í fordrykk
5 sérvaldir tapas réttir fylgja síðan í kjölfarið
• Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu
• Hvítlauksbakaðir humarhalar
• Nautalund í Borgunion sveppasósu
• Grillaðar lambalundir Samfaina
• Lax með kolagrillaðri papriku og paprikusósu
Og í lokin tveir gómsætir eftirréttir ...
• Ekta súkkulaðiterta Tapas barsins
• Hvítsúkkulaði-skyrmousse með ástríðusósu
Tapas barinn er í rómantísku skapi
í dag, á Valentínusardaginn
Menú del amor